Jólablað - 01.12.1930, Blaðsíða 7
5
Á heimleiðinni var aftur komið
við hjá ekkjunni, og Rósa sætti lagi
og vjek Ástu afsíðis og fjekk henni
brjefið með 8 krónunum, og sagði
henni ti! hvers hún ætti að verja
þeim.
Ásta varð alveg forviða og vildi
ekki taka við peningunum.
»Jeg á þessa peninga sjálf«, sagði
Rósa, »hún amma mín sendi mjer
þá í jólagjöf. Jeg má gera við þá
hvað sem jeg i vil, og nú vil jeg
ekki brúka þá til annars en þessa«.
»Jæja, guð blessi þig fyrir, Rósa«,
sagði Ásta, »jeg ætla þá að taka
við þessum peningum í von um,
að hún mamma geti borgað þá
síðar«.
»Nei, Ásta, þú verður að þiggja
þetta hjá mjer eins og svolitla jóla-
gjöf, annars hefi jeg enga ánægju
af peningunum hennar ömmu«.
Rósa sagði engum frá þessu
heima, en hún var dálítið áhyggju-
full út af því, að verið gæti, að hún
með þessu hefði gert eitthvað, sem
hún átti ekki að gera. Hún sá það
fyrir, að fyr eða síðar mundi það
komast upp, hvernig hún hefði
varið gullpeningnum sínum, og þá
var nú mest undir því komið,
hvernig ömmu hennar líkaði það.
Á sjálfan aðfangadaginn var alt
búið undir jólahaldið heima hjá
börnunum og dýrðin átti að byrja
kl. 6, þegar Páll kæmi heim úr
skólanum með járnbrautinni.
Faðir hans fór sjálíur að sækja
hann og börnin biðu þeirra með
óþreyju. og biðin varð nokkuð
lengri, en þau bjuggust við. En
loksins heyrðist þó fótatak og
börnin stukku öll fram í fordyrið.
»PáII, Páll, velkominn. En hvað
tafði þig svona?«
Páll tók glaður kveðju systkina
sinna, en hann var undarlega fölur
í framan og óvanalega seinn í snún-
ingum. »Pað var ekkert«, sagði
Páll. »Jeg er bara stirður af kulda
anum í vagninum«.
»Já, guði sje lof«, sagði faðir
hans, að það varð ekkert úr því(
»en fyrir Iítilli stundu var Páll í
dauðans greipum. Pegar hann kom
auga á mig uti á járnbrautastjett-
inni, ætlaði hann að stytta sjer leið
og stökk út úr vagninurn, áður en
hann stöðvaðist, en varð fótaskort-
ur, og því seig að önnur vagnlest,
og stefndi beint á hann, þar sem
hann lá á spöngunum, og hefði
ekki í sama augnabliki drengur,
sem kom með sömu lestinni og
Páll, sýnt það snarræði að stökkva
út og kippa honum undan, þá
hefðu hjólin orðið honum að bana.
Og þessi piltur, sem hætti sínu eig-
in lífi til að bjarga Páli okkar, það
var hann Friðrik litli Magnússon
Jeg ætti að muna honum það«.
»Já, það var einmitt hann Friðrik«.
sagði Páll, sog hann sagði mjer á
eftir, að Rósa hefði borgað fyrir sig
á járnbrautinni, svo að hann hefði
getað komist heim til móður sinn-
ar á jólunum«. Og Páll tók Rósu
systur sína í fang sjer og kysti
hana.
»Rósa! Rósa!« kölluðu öll syst-
kinin og foreldrar þeirra með.