Jólablað - 01.12.1930, Blaðsíða 20

Jólablað - 01.12.1930, Blaðsíða 20
18 andvarp sárt. sern enginn heyrir. upp frá mínu brjósti stígur. Stúlkubarn, sem er að selja eld- spvtur á götum stórborgar einnar. vei'ður úti vegna þess, að enginn hirðir um að skjóta skjólshúsi yfir hana. Jakob, gamli Gyðingurinn, verður úti við dyr foreldranna með barnið þeirra í fanginu. Vel má minnast á förukonu, sem Jónas Hallgrímsson lýsir í hinu fallega kvæði: »Fýkur yfir hæðir». »Hver er hin grátna, sem gengur um hjarn, götunnar leitar og sofandi barn. hylur í barmi og frostinu ver, fögur í tárum og mátturinn þver,— hún orkar ei áfram að halda. Svo þegar dagur úr dökkvanum rís, dauð er hún fundin á kolbláum ís, snjóhvíta fannblæju lagði yfir lík«. o.' s. frv. Mörg er móðirin og konan, sem á gott með að setja sig í spor þess- arar konu af eigin reynd, þó afdrif- in sjeu ekki ætíð eins hörmuleg, sem hjer segir. a Vel hefði förukona þessi mátt bjargast, ef til hefðu verið kærleiks- ríkar hendur, sem vildu liðsinna henni. Mörg móðirin verður einmana að leggja leið sína, með barnahópinn sinn, yfir hjarn og ís, af því að þeir, sem áttu að fylgja henni, ljetu hana einsamla. Og þrautir hennar »þekkir Guð einn og talið getur«. Á henni hvílir einnig allur þunginn og áhyggjurnar, út af sjer og sinum. Einmana verður hún að bera hönd fyrir höfuð sjer, og halda virðingu sinni. Annaðhvort verður hún úti eða hún bjargast við lítinn kost. Guð blessi og styrki allar mæður. Og sjerstaklega þær, er eiga við slíkt að búa. Þessar myndir eru ekki dregnar upp af svartsýni í lífinu. Að vísu eru orð skáldsins sönn: »Alstaðar er harmur og alstaðar böl, alstaðar er söknuður, táraföll og kvöl.« Það er önnur hlið lífsins. Það er eins víst, að lífið er sigur og eilíf náð. Og fagnaðarrík til- vera á margan hátt, og iðulega sjálfskaparvíti, þegar út af bregður. Mennirnir reynast iðulega sínir eigin böðlar. ■Sem sagt: Hjartað stendur opið gagnvart þeim lýð, sem situr í myrkr- inu. Hjartað langar til að breiða sig út yfir þá alla. Og flytja þeim öllum jólafögnuðinn, á einn eða ann- an hátt. Öll mannleg hjörtu þrá þann fögnuð. Athafnir jólahátíðarinnar eiga að koma fram sjerstaklega í því, að leiða alla, og ekki síst þá, sem myrkrið byggja — að fótum friðar- boðans dýrðlega, sem kom til þesss að leita þess tínda og frelsa það. — Leiða alla menn að náðar hásæti föður allrar miskunnar, sem elskaði svo heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess, að hver sem á

x

Jólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað
https://timarit.is/publication/1419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.