Jólablað - 01.12.1930, Blaðsíða 11
*Hvernig fórst þú að borga fyrir
hann Friðrik?«
Rósa varð nú að segja alla sög-
una un meðferð sína á gullpen-
ingnum, og leit upp á ömmu sína
með tárin í augunum.
Gamla konan breiddi út faðminn
móti sonardóttur sinrii og vafði
hana að sjer og mæiti:
• Pakkaðu Guði, barnið mitt, að
þú breyttir eftir því sem þitt góða
hjarta sagði þjer, og hugsaðir
meira um aðra en sjálfa þig, og
varst þannig verkfæri í Guðs hendi
til að frelsa bróður þinn«.
Og á heimili efnamannsins og
heimili hinnar fátæku ekkju var sönn
jólagleði þetta kvöld. H F
vinur 6arnanna. I
Á jólunum Jesús fœddist
í jötu var rúmið hans,
en englarnir sungu og syngja
í sálu hvers dauðlegs manns.
Því hann var í heiminn sendur
á heilagri jólanótt,
að minka hjá okkur öllum,
/jað alt, sem er dimmt og Ijótt.
liann þekkti hvað var að vera
svo veikt og lítið barn,
hann blessaði litlu börnin
svo blíður oo líknargjarn.
Hann brosti þeim eins og bróðir,
og bros hans var dýrðleg sól;
hann fol þau í faðmi sínum
og flutti þeim himnesk jói.
Hann sá inn í sáiir þeirra,
hann sá þeirra hjartaslátt;
hann gladdist með þeim í gleði
og grjet, ef þau áttu bágt.
Þau komu til hans í hópum
og hvar sem hann fór og var
þá fundu þau blessuð börnin,
að bróðurleg hönd var þar.
Og því verður heilagt haldið
í hjarta og sálu manns,
um eiiífð í öllum löndum.
á afmœlisdaginn hans.
S. J. J.