Jólablað - 01.12.1930, Blaðsíða 16

Jólablað - 01.12.1930, Blaðsíða 16
14- um fötum, með hvítt brjóst. Hún heldur að sjer höndum. Útlit henn- ar ber vott um óskift athygli, sem hún veitir orðum þeim, sem gamli maðurinn les. Fögur eru þessi tvö gamalmenni í elli sinni. Úetta eru hjón, sem eru orðin eitt í raun og veru. Útlit þeirra og hið hreina látlausa umhveríi, fyllir hugann óútmálanlegri unun og ró. Ysinn og þysinn og hið fáfengi- lega hjegóma ástand, hefir farið fram hjá þeim. Úau unnust nú sem fyr; eru hvort öðru eftir þörfum. Heimillð er þeim vígður helgireitur, gleði og sorgar. Að loknum lestri fer gamla kon- an fram í eldhúsið til að hita kaffið. Gamli maðurinn kveikir í jólapíp- unni og sest við arninn. Hann horfir inn í eldinn, Úá koma fram myndir frá liðnum hátíðum og jóla- nóttum. Það var eitt sinn kátt á heimili þessu. Pá voru börnin að alast upp- Úegar hann kom heim með jóla- farangurinn, var handagangur í öskj- unni. Eftir lesturinn og kvöldmat- inn, var tekið til að leika sjer á gólf- inu; var stundum nokkuð hávaða- samt, en altaf slotaði á milli. Já, þetta heimkynni á margar ljúfar endurminningar, og líka nokkr- ar sárar. Barnaleikirnir eru hættir. Langt er nú síðan að gólfið var troðið barna- fótum. Gömlu hjónin eru ein eftir Börnin tvö eru dáin, en þrjú eru í Ameríku; ein stulka og tveir drengir, Haraldur og Jón, búandi í vestur Kanada. Haraldur sá eldri, Gamla konan kemur ínn með kaffið, gamli maðurinn vaknar eins og af draumi. Hún er stúrin og rauðeygð; líklegast að það sje reyk- ur í eldhúsinu, eða að eldsneytið vilji ekki loga, Úað er ekkert sagt, meðan kaffið 4 er drukkið. »Skyldi maður ekki fá brjef frá Haraldi um þessi jól,« segir gamli maðurinn um leið og bollarnir eru teknir af borðinu. Jeg get naumast gengið fram hjá næstu mynd. Henni svipar að sumu leyti til þeirrar næstu á undan. Pær búa tvær saman, gömul kona og frænka hennar, sern er miklu yngri. Gamla konan er búin að liggja rúmföst í nokkur ár. Svipur henn- ar ber vott um innri tign og virð- ing, um ákveðna lund og heilt inn- { ræti. Eitt sinn átti kona þessi all- mikið undir sjer. Nú liggur hún í kör. Maðurinn fór í sjóirin; börnin hurfu út í heiminn og höfðu nóg með sig. Frænka hennar bauðst til að vera hjá henni og gera henni ellina ljetta. í kvöld logar á kerti í kertastjak- anum, sem maðurinn hennar gaf gömlu konunni á fyrsta giftingaraf- mæli þeirra. Yngri konan, frænka hennar, sýnir henni umburðarlyndi og ná- ^ kvæma nærgætni í öllu. Hún setur sig inn í hugsunarhátt hennar. Hinn hlíði, rólegi, svipur vinnur ekki að- eins ást gömlu konunar, heldur allra, sem hún umgengst,.

x

Jólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað
https://timarit.is/publication/1419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.