Jólablað - 01.12.1930, Blaðsíða 18

Jólablað - 01.12.1930, Blaðsíða 18
16 s- Vissulega gæti kona þessi valið glæsilegra hlutskifti í heiminum. Hún vinnur það verk, sem aðrir ekki vildu vinna; það verk, sem heimurinn yfirleitt vill ekki vinna. Hjörtu þessara tveggja kvenna eru óslítanlega nátegnd fyrir orðið hans, sem sagði: Sjúkur var jeg og þjer vitjuðuð mín. Ljóstyran í ljósastjakanum ber daufa birtu [og víða skuggsýnt,- en samt er bjart umhverfis konur þessar, þetta litla ljós fyllir hjörtun fögnuði, op lyítir huganum }7fir skin og skugga; með vonblíðri eftirvænt- ing ljóssins á himnum; ómælilegra öllUm jarðneskum ljósum. Næst ber að dimmum stöðum. Það er stein- klefi mikill og rambyggiiegur. Stál grindur öflugar eru fyrir dyrum. Gluggar eru fáir og smáir, og sól fær lítt skinið þar inn. Hús þetta sýnist svo traust, að fáum mundi henta að leita þar inngöngu, ogvíst mun fæstum mönnum takast að brjóta þá veggi. En fyrir Guði er alt mögulegt. Hús þetta byggja þeir, sem af í- mynduðu viti eða verðleikum loka sig inni fyrir áhrifum kristinnar trúar. Á augnabliks langri æfi og með fimm skilningarvitum, ófullkomnum, komast þeir að ályktunum um Guð, sem ganga beinlínis gegn orði hans; enda hirða lítt um lestur þess og ákvæði. Og þótt ályktanir þeirra sjeu spilaborgir og kóngulóar vegir, dvelja þeir öruggir og kvíðalaust innan þeirra veggja. Enginn maður þarf að hugsa sjer, að telja þeim hughvarf. Hið kleypidómsríka líf, hefir leitt þá að ákveðnum álykt- unum. Næst komum við að vistarveru, þar sem menn sitja við drykkju. Þar er gleði í höll. Menn sitja við skriflisleg borð, með ölkollur fyrir framan sig. Sumir eru að segja óþverralegar yfirlætissögur; aðrir eru í orðasennu háværir. Ekki skortir stór orð. Pústrar eru látnir í tje. Nokkrir eru á rás um gólfið, sem er vott og skarnríkt. Ölremmu leggur um alt húsið, hún streymir út um glugga og dyt', þegar opnaðar eru. Umhverfið er ógeðslegt og viðbjóðslegt. And- rúmsloftið er fúlt og ljóstýrurnar gera alt draagalegt. Þannig eyða menn þessir hinni helgu nótt. Þeir eru að rejma að svala hínni innri þrá hjartans, við svalalind heims munaðarins. Og þagga nið- ur ávítur samviskunnar við brunn Bakkusar. Hin myrku hjörtu og blindaða sálarásjón, hafa snúið sjer frá fagn- aðarerindi jólahátíðarinnar. Menn þessir hafa skapað sjer þetta umhverfi, f’ar kunna þeir best við sig. Það virðist langt til föðurhúsa fyrir mönnum þessum. Umhverfis eru á reiki kvensnipúr sem hafa gerst fórnardýr mannlegra ástríða. Engar manneskjur eiga grátlegri raunasögu. Engir meiri píslarferil. Bak við hinn grófgerða spillingar-

x

Jólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað
https://timarit.is/publication/1419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.