Jólablað - 01.12.1930, Blaðsíða 23

Jólablað - 01.12.1930, Blaðsíða 23
21 hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Ekkert líf er svo spilt, ekkert böl svo mikið, engin 'synd svo stór, að alfaðirinn, alvísi og algóði fái ekki bætt úr því, nálgist menn hann, af sann-iðrandi og vonblíðu hjarta. Hann, sem til mín kemur, mun jeg alls ekki burtu reka, er lausn- arans dýrðlega boð, til allra manna. Hans, sem var særður vegna vorra synda, og kraminn vegna vorra mis- gerða. Hegningin, sem vjer unnum til, kom niður á honum. Og einnig: Þó syndir yðar sjeu sem skarlat, skulu þær verða sem mjöll, þó þær sjeu sem purpuri, skulu þær verða sem ull. Þótt ekki væri nema ein sál, sem væri hugguð, eða leidd að lind lífsins, svo að hún eignaðist í hjarta sitt gleðiboðskap jólahátíðarinnar, væri því Iffi vel varið. Hvað þá ef fleiri fengjust til að sinna því boði. Og þótt menn ekki geti orðið beinlínis verkfæri til að leiða menn til Guðs, með því að sýna í öllu innilega velvild í verki, geta þó allir menn flutt málefni hvor annars fyrir náðar hásæti, ljóssins eilífa föður. Menn ættu að gera sjer að fastri reglu, að láta ekki nokkur jól ganga svo um garð, að menn ekki gleddu að minsta kosti þrjár manneskjur, sem búa við andstreymi eða ein- stæðingsskap. Gerðu menn sjer það að fastri reglu, mundi jólahátíðin flytja meiri fögnuð og blessun, en nú gerist. Og margir mundu gleðjast, sem sitja í myrkri einstæðingsskapar'og sorgar. Góði Guð geri þessa jólahátíð að sönnum gleðigjafa öllum mönnum. 5. 5'. C.

x

Jólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað
https://timarit.is/publication/1419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.