Jólablað - 01.12.1930, Blaðsíða 12
LYÐUR SA, ER I MYRKRI SAT,
HEFIR SJEÐ LJÖS MIKIÐ.
Jólanóttin er gengin í garð. í
huga kristinna manna er hiín helg-
ust og björtust allra nótta. Hún fær
dýrð sína frá honum, sem er ljós
heimsins. í hendi hans eru stjörn-
Ur himinsins. Hann upplýsir himinn
ogjörð og alla geima. Afmunnihans
gengur tví-eggjað sverð og ásjóna
hans er sem sólin, skínandi í mætti
sínum.
Frelsari mannanna, Jesús Kristur,
er upphaf og endir allra hluta. Án
hans varð ekkert til, sem til er orð-
ið. Jólahátíðin er heilög minning
hans; um komu hans í heiminn.
Það er helgasta stundin, og jóla-
nóttin björtust allra nótta.
Menn reyna að láta í ljós þessa
hugsun með hinum margbreytta
jólafagnaði.
í kvöld brenna ljós um alla sali.
Vjer nemum staðar í einum slík-
um sal.
Húsið er stórt og reisulegt.
Fagur-grænt og ljós-glitrandi greni-
trje stendur fyrir vegg. Það er
hlaðið margskonar skrauti. Veggir
eru tjaldaðir og prýddir á margan
hátt. Ljósahjálmur mikill hangir úr
lofti. Berst ljósadýrð hans um hús-
ið og út um hjelaðar rúður. Bjartur
ijósstraumur fellur langar leiðir yfir
hjarnið. Hin fallandi hríðarkorn
verða, gliti-andi gimsteinar.
Jólagjöfunum er úthlutað.
Smásveinar og meyjar með ljósa
og fallandi lokka leika sjer í fiekkj-
um af leikgullum á góifinu. Svip-
urinn bjarti og hreini og glaðlegi,
skapar himneskan fögnuð, og rekur
burtu hverja áhyggju hugsun.
Þeir fuliorðnu eru á gangi hjer
og þar um húsið, og hafa drukkið
í sig lífsgleði barnanna. Jólarjett-
irnir anga um húsið.
Alstaðar er fögnuður og gleði.
Alstaðar er birta og dýrð.
Hversu almennur mun þessi fögn-
uður? Munu ekki vera til skuggar,
sem engin mannleg hönd fær vikið
á bug?
Úti þýtur næturblærinn og raular
kuldalegan gróttusöng. Jörðin er í
hvítum náttserk; trjen hnípin og
frosin, svigna undir fannfergjunni.
Snjókornin koma aðvífandf uf*an úr
hinum kalda geim eins og hvítvængj-
aðir sendiboðar, og safnast til syst-
kina sinna. Skammdegis-myrkrið
þekur alt kuldalegri draumblæju.
Úað útilokar alla gleði.
Úti í hinu kalda náttmyrkri ala
margir aldur sinti,
Fyrir sumum á jólafagnaðurinn
sjer alls ekki stað. Fyrir öðrum er