Jólablað - 01.12.1930, Blaðsíða 15

Jólablað - 01.12.1930, Blaðsíða 15
i > > > 13 hann raunalegt samband sorgar og gleði. Oft og einatt vanrækjum vjer að flytja olnboga börnum þessum jólagleði þá, sem vjer sjálfir eigum við að búa. Vafalaust á jólanóttin þátt í því, að hugur og hjarta standa venju fremur opin fyrir ástandi þeirra. sem í myrkrinu búa. Frá hinu blýlega umhverfi ljó.\s og fagnaðar seiða þeir hugann inn í hýbýli sín. Vjer staðnæmumst á einu slíku heimili. Umhverfið er fátækt en hreinlegt. Gamall maður, blindur, situr á rúmi. Hann er alskeggjaður. Hár og skegg er hvítt og hrokkið, við knje hans stendur drengur 6 ára gamall, með blá augu og ljósa lokka. Jólafötin hans eru úr dökkrauðu flaueli, með hvítann kraga um hálsmálið. Hann hefir eftir jólasálminn, sem gamli maðurinn, afi hans, er að kenna honum. Sálm þann nam gamli maðurinn við knje xnóður sinnar. ■im Hún er nú fyrir löngu horfin inn jólagleðina eilífu á himnum. Gamla manninum er fróun að því f að halda í hendur barnsins, og fara með hinn ljúfa og minningarríka jólasálm. Hin sjónlausu augu stara út í loftið. Gluggum líkama hans er lokað fyrir fult og alt. Aldrei mun hann sjá framar sól þessa heims rísa eða ganga til viðar- Hann er staddur við hjalla, sem ekki verður yfir komist. Gamli maðurinn finnur til þess á þessari helgu nótt, að haitn er ósjálfbjarga barn, og því heldur hann í hendur drengsins, með huggunarríkri tilfinning, Hann finnur að með þeim er margt sam- eiginlegl. Margt svífur fyrir hugskotssjónum gamla mannsins. Orð Sakaríasar eru altaf í huga hans. f*au orð ber- ast honum, sem sjerstaklega talandi til hans. Hann hefir upporeist oss horn hjálpræðisins. Við hann mun sólar- upprásin af hæðum vitja vor, til að lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauðans. Með nýjum krafti komu þessi dýr- legu orð til hins blinda manns. Hann finnur til þess, að hann er einn sjer, Hann er orðinn aftur úr lest samferðarnanna sfnna. Hann skilur ekki straumhvörf yfirstandandi tíðar; getur ekki sett sig inn í þau. Enda alt erfiðara viðfangs eftir að sjónin er farin. En nú er þetta nóttin helga. Orðin, sem læstu sig fast í huga hans, birtast sem himneskur jóla- sálmur. Hann kemst innilega við. Hann finnur til nýs friðar og hugg- unar. Hjartað sættist við ásigkomu- lag sitt. Myrkrið verður bærilegt. Næst sjáum við inn í smáhýsi eitt. Gólf og veggir eru gerðir af heima- unnum borðum. Borð stendur úr samskonar við og borðstólar, alt er fágað og hreint. Við annan borðsendan situr gam- all maður, mikilúðlegur með skegg- kraga undir höku og grátt hár, það er drjúgum farið að þynnast. Hann les upphátt í stórri bók. sem hann heldur fyrir framan sig. Til hliðar við borðið situr gömul kona í dökk-

x

Jólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað
https://timarit.is/publication/1419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.