Gríma - 01.09.1934, Blaðsíða 24

Gríma - 01.09.1934, Blaðsíða 24
22 FEÁ SÉEA JÓNI LÆEÐA í MÖÐEUFELLI Jón nokkur Bjarnason, sem síðar bjó á Grund og Jarðbrú í Svarfaðardal, dvaldi um tíma i Möðru- felli við gullsmíði. Um það leyti var þar til heimil- is gamall karl, sem gefið hafði séra Jóni próventu sína; var karl þessi forn í skapi, átti töluverða peninga og geymdi þá á dyralofti frammi í bænum. Var það siður hans að staulast fram á loftið á hverju kvöldi um húslestrartíma, til þess að hand- leika peningana. En svo bar við eitt kvöld um vet- urinn, að karl komst ekki lengra en í loftsstigann og varð þar bráðdauður. Jarðsöng séra Jón hann á Grund og bar ekkert til tíðinda við þá athöfn. Um kvöldið háttaði fólk í Möðrufelli eins og vant var, en er séra Jón sat á rúmstokknum fyrir fram- an konu sína og ætlaði að fara að smeygja sér úr sokkunum, vatt próventukarlinn sér inn á gólfið og var nokkuð gustmikill; sáu hann allir í baðstof- unni, því að ljós hafði enn ekki verið slökkt. Þreif karl til prests og kippti honum fram á pallinn, en prestur byrsti sig og hrökklaðist þá karl aftur fram í göngin. Ekki leið á löngu, að hann kæmi aftur; gerði hann þrjár atlögur að presti og kippti honum að lokum fram á mitt gólf, en þá rann presti svo í skap, að hann réðist að karli, rak hann fram öll göng og elti hann síðan — á nærfötunum og sokkaleistunum — alla leið út og ofan í Grundar- kirkjugarð. Hefur hann vafalaust lesið eitthvað kröftugt yfir leiði karls, því að aldrei varð hans vart framar. Síðan vakti séra Jón upp á Grund, íekk lánuð föt og mann til fylgdar heim að Möðru- felli. — Frásögn þessi er höfð eftir Jóni Bjarna- syni, sem fyrr en nefndur. Árið 1839 fékk séra Jón Möðruvallabrauð í Hörg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.