Bændablaðið - 06.10.2016, Side 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016
Evrópusambandið (ESB) varð
til upp úr tollasamningum
Kola- og stálbandalags Evrópu
sem viðleitni til að tryggja
langvarandi milliríkjaviðskipti
og frið milli landa í Evrópu.
Eftir þokkalega friðsemd í
meira en hálfa öld virðast þó
vera blikur á lofti í Evrópu sem
snertir ekki síst ríkjabandalag
Evrópusambandsins og framtíð
þess og evrunnar.
Myndun ESB hófst 1950
með þátttöku sex ríkja, Belgíu,
Frakklands, Þýskalands (Vestur-
Þýskalands), Ítalíu, Lúxemborgar
og Hollands. Árið 1957 var svo
Rómarsáttmálinn svonefndi undir-
ritaður, en hann fjallaði um mynd-
un Evrópska efnahagssvæðisins,
EES, eða innri markaðar Evrópu.
Frá 1960 til 1969 var mikill
blómatími í viðskiptum hjá ESB-
löndunum samfara tollaniðurfell-
ingum. Á þessum tíma samþykktu
aðildarríkin m.a. að taka upp sam-
eiginlega landbúnaðarstefnu. Stórt
skref var líka stigið 1999 með upp-
töku evrunnar.
Vaxandi upplausn og
uppvakning öfgaafla
Frá stofn-
un Evrópu-
sambandsins
hefur samt
líklega aldrei
verið eins
mikil upp-
lausn og
ringulreið og
ríkir nú innan
þess þar sem
Bretland er á leið út úr ESB. Fréttir
berast nú æ oftar af ágreiningi um
stefnu ríkjanna í ýmsum málum.
Í umfjöllun fjölmiðla virð-
ast flestir sammála um að ein-
hliða ákvörðun forystumanna í
Þýskalandi með kanslarann Angelu
Merkel í forsvari um að galopna
landamærin fyrir flóttamönnum, ráð
miklu um tvísýna stöðu mála. Þessi
ákvörðun var tekin þótt ESB-löndin
hafi ekki enn verið búin að ná sér á
strik eftir efnahagshrunið 2008 og
gerði illt verra.
Afleiðingin er mikil togstreita í
Evrópu með uppvakningu öfgaafla
til hægri og vinstri. Hefur kristilegi
demókrataflokkur Merkel (SDU)
verið að tapa stórt í könnunum
og sveitarstjórnarkosningum í
Þýskalandi að undanförnu sem og
samstarfsflokkurinn, SPD. Í staðinn
sækir harðlínuflokkurinn AfD mjög
á, en hann er skilgreindur lengst til
hægri í pólitíkinni. Þýski fjölmið-
illinn Süddeutsche Zeitung segir
að AfD-liðar séu mjög andsnúnir
íslömskum innflytjendum og kalli
þá „ógeðslega orma“ og lofsyngi
Þýskaland nasismans.
Talað um yfirvofandi
efnahagshrun á evrusvæðinu
Efnahagsmálin eru líka risastór
vandamálapakki. Sá uppgangur
sem vænst var í skjóli evrunnar
hefur látið standa á sér og hefur ríkt
nær alger stöðnun í ESB-ríkjunum
í mörg ár. Þá eru bankar í Evrópu
margir hverjir mjög illa staddir eftir
langvarandi vaxtaniðurkeyrslu og
eru jafnvel að glíma við neikvæða
útlánsvexti.
Fimmfalt Lehman-kjaftshögg
Síðsumars var m.a. rætt um risa-
vanda Deutsche Bank, eins stærsta
banka Evrópu. Þann 27. september
sl. sagði Jim Willie, ritstjóri á við-
skiptavefsíðu Silver Doctors, sem
fjallar einkum um viðskipti með
góðmálma, að ef Deutsche Bank
félli myndi hann draga með sér
10 til 15 aðra banka í fallinu. Allt
bankakerfið á Ítalíu myndi hrynja.
Hrun þýska bankans yrði fimm sinn-
um verra en hrun Lehman Brothers
í Bandaríkjunum, sem gat í sinni
eymd sótt í sjóði bandaríska ríkisins
sér til björgunar.
Þrír stórir bankar í vanda
Hann segir að þrír stórir bankar
berjist nú við það dag og nótt að
halda sér á floti. Þetta séu Deutsche
Bank í Þýskalandi, CitiGroup í New
York og Barclays í London og þeir
séu í verulegum vanda á hverjum
einasta degi. Hann segir að þýski
bankinn glími við mikinn vaxta-
vanda og reyni að halda stöðugleika
með afleiðuviðskiptum. Sagan sýnir
þó að afleiðuviðskipti eru eink-
um byggð á spákaupmennsku og
væntingum sem geta fallið hvenær
sem er.
Willie skýrir vanda Deutsche
Bank líka með því að hann standi
í blekkingarleik fyrir ríki gagnvart
aðildinni að evrunni. Til að standast
skilyrði evrusvæðisins hafi bankinn
farið í feluleik með skuldir ríkjanna
sem breytt hafi verið í verðlausar
plat-evrur sem haldið er utan við
bókhaldið. Þetta hafi í raun verið
gert gagnvart Grikklandi og Ítalíu og
þar sé Deutsche Bank í lykilhlutverki
í gjörningi sem er upp á samtals 400
milljarða dollara. Í raun megi segja
að bankinn sé gjaldþrota vegna verð-
lausra pappíra.
Ackermann, fyrrverandi forstjóri
Deutsche Bank, var neyddur til að
hætta á síðasta ári í kjölfar innrásar
alþjóðalögreglunnar Interpol á skrif-
stofu hans. Fullyrt hefur verið að sú
innrás hafi verið gerð að undirlagi
öflugs fjárfestis í Austurlöndum.
Getur orsakað hrun
myntsamstarfs evrunnar
Jim Willie segir samt að menn skuli
svo sem ekkert vera að veðja pen-
ingum sínum á að Deutsche Bank
fari á hausinn á næstunni, en ef hann
geri það, þá fylgi honum fleiri í
fallinu. Þar nefnir hann Citibank,
Barcleys, HSCB, Morgan Stanley
og Soc Gen sem falli á næstu dögum
þar á eftir. Þá muni líka hrikta illi-
lega í JP Morgan og Goldman
Sachs.
„Deutsche Bank mun aldrei fara
á hausinn einn og sér. Hrun hans
myndi þýða algjört hrun evrópska
myntsamstarfsins (evru).“
Síðastliðinn þriðjudag sagði Neil
Dwane, efnahagssérfræðingur hjá
Allianz Global Investors, í samtali
við fréttastofu Bloomberg, að staða
Deutsche Bank sé mjög óviss og
óljós. Stjórnendum bankans hafi ekki
tekist að sýna fram á að bankinn hafi
nægt eigið fé. Þrír eða fjórir aðrir
evrópskir bankar væru í svipaðri
stöðu. Þá væru fjórir ítalskir bankar
jafnvel í enn verri stöðu en Deutsche
Bank. Hann telur að staða efnahags-
lífsins í Evrópu muni versna á næsta
ári. Farsælla sé fyrir fjárfesta að leita
tækifæra í Asíu.
Á vefsíðu The Spectator má sjá
sömu áhyggjur.
„Ef Deutsche Bank fellur tekur
hann evruna með sér.“
Ástæðan er sögð sú að Þýskaland
verði vegna eigins efnahags að reyna
að tryggja það að bankinn falli ekki
með því að ausa fjármunum ríkisins
inn í bankann. Það sé hinsvegar í
æpandi mótsögn við það sem gert
var í Grikklandi þar sem grískum
bönkunum var refsað af ESB. Ef
Þjóðverjar reyni nú að bjarga þýska
bankanum með almannafé muni
aðrar evruþjóðir aldrei láta það
viðgangast þegjandi og hljóðalaust.
Málið er því augljóslega alvarlegt.
„Ef bankinn verður hinsvegar
látinn fara á hausinn hefði það
skelfilegar afleiðingar fyrir þýskt
efnahagslíf," segir í The Spectator.
„Hættulegasti banki í heimi“
Breski fjölmiðlarisinn BBC hefur
ítrekað fjallað um vanda Deutsche
Bank. Viðskiptaritstjórinn Simon
Jack tók m.a. snúning á stöðunni
6. júlí þegar hlutabréf í bankanum
höfðu sett sögulegt met í falli. Jack
spurði: „Er þetta hættulegasti banki
í heimi?“ Hann svarar því strax:
„Samkvæmt Alþjóðlega gjaldeyris-
sjóðnum er svarið já.“
Jack vísar til ummæla forsvars-
manna Alþjóða gjaldeyrissjóðsins
sem sögðu að Deutsche Bank væri
nógu stór til að valda efnahagshruni
ef hann félli. Bankinn sé sá hættuleg-
asti í heimi, ekki aðeins útibú hans í
Bandaríkjunum sem hafi verið metið
það hættulegasta. Hann hafi verið
annar tveggja banka af 33 sem ekki
stóðust styrkleikakröfur Seðlabanka
Bandaríkjanna. Segir Jack því fulla
ástæðu til að óttast og heldur áfram:
Efnahagsleg helför?
„Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og
Seðlabanki Bandaríkjanna eru ekki
þeir einu sem meta Deutsche Bank
hættulegan. Hlutabréf í bankanum
hafi fallið um 70% á einu ári. Í raun
sé því hægt að kaupa bankann á 20
milljarða evra, eða um þriðjung þess
sem verðmat hans er á pappírunum.
Þótt viðskipti með bréf í öðrum
bönkum hafi einnig fallið, þá er
Deutsche Bank langverstur.“
Af ýmsum ástæðum telja margir
að Deutsche Bank geti orðið fyrsti
riddarinn til að falla í nýrri efna-
hagslegri helför (new financial
apocalypse). Þetta er skrítin staða
fyrir banka sem eitt sinn var þunga-
vigtaraðili í að halda uppi öflugu
evrópsku bankakerfi. Það eru fá
önnur þýsk fyrirtæki en Deutsche
Bank sem hafa haft meiri áhrif á
efnahagsundrið sem átti sér stað
eftir stríð. Löngu áður en seðlabanki
Evrópu varð til starfaði Deutsche
Bank hönd í hönd með Bundesbank
við að skapa traustan vöxt í marga
áratugi,“ segir Simon Jack.
Það hriktir í fallegu hugsjóninni um Evrópusambandið þar sem bankakerfið glímir við hrikalegan vanda:
Ótti við nýja efnahagslega „helför“
− Deutsche Bank sagður vera hættulegasta banki í heimi og kunni að draga með sér stærstu banka og evruna að auki ef hann fellur
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Fréttaskýring
Deutsche Bank í Frankfurt. Fjármálaspekúlantar víða um heim hafa miklar áhyggjur af stöðu bankans.
Hrun hlutabréfa í Deutsche Bank hefur valdið áhyggjum.
Angela Merkel