Bændablaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 ekkert svo slæmur þrátt fyrir að hafa ekki fengið neitt viðhald í átta ár. Í Heydal tekur Stella alltaf vel á móti gestum með sinni einstöku móður- legu umhyggju. Langur dagur í einstöku veðri sé miðað við Vestfirði Frá Heydal á Látrabjarg er ágæt- is dagleið, en að lenda á að keyra alla þessa leið í blanka logni gerir daginn ansi langan. Á svo mörgum stöðum þurfti að stoppa til að njóta útsýnis vegna þess að hægt var að skoða heilu firðina bæði á sjónum og landi. Af þessum sökum var ansi oft stoppað til að taka myndir sem sumar hverjar gátu verið ansi skemmtilegar. Við Dynjanda tel ég mig hafa náð að mynda það sem gæti allt eins hafa verið kveikjan að hinu heimsfræga málverki Ópinu sem norski lista- maðurinn Edvard Munch málaði árið 1893. Eftir góða máltíð hjá Birnu í Breiðuvík var ljúft að komast í gott rúm á hótelinu í Breiðuvík og hvíla sig eftir langan dag. Á áttunda degi var komið að blauta deginum, en það hafði rignt mikið um nóttina á undan og að keyra þessa rúma 40 km frá Breiðuvík í botn Patreksfjarðar eftir svona rigningu skilur maður vel kvartanir heimamanna yfir vond- um vegum. Drullusvað alla leið og á verstu köflunum sukku dekkin á bílnum allt að 10 sentímetra í aurinn og gripið á veginum eftir því. Frá botni Patreksfjarðar er vegurinn með bundnu slitlagi megnið af leiðinni í Bjarkalund þar sem stoppað var í mat. Áfram haldið til suðurs og nú var ákveðið að keyra Skarðsströnd og yfir á Fellsströnd og gista á Hótel Vogi, nýlegu hóteli með skemmtilegt útsýni yfir eyjarnar á sundinu milli Stykkishólms og Fellsstrandar. Níundi og tíundi dagur Það var lágskýjað og „svekkjanlega“ lítið útsýni frá Vogi yfir eyjar og sund þegar vaknað var á degi níu. Nú átti að keyra Snæfellsnes. Dagurinn byrjaði á blautum og drullugum malarvegaakstri fyrst Fellsströndina og síðan Skógarströndina. Eftir þvott á bílnum og næringu í bak- aríinu á Stykkishólmi var farið á Hákarlasafnið í Bjarnarhöfn hjá Hildibrandi og syni hans Guðjóni, vinalegt safn með miklum fróðleik um fyrri tíma sjómennsku og fleira. Næst var ekið út Snæfellsnes og frá Ólafsvík var ekinn vegurinn yfir Jökulháls. Stutt stopp var tekið upp á hálsinum til að njóta útsýnisins og að því loknu var ekið niður að Sönghelli og hann skoðaður. Inni í hellinum hafa margir gestir fyrri ára rist upphafsstafi sína og ártal sem athyglisvert var að skoða. Dagurinn endaði á Langaholti hjá Kela vert, manninum með hattinn, sem hefur svo skemmtilegar skoðanir á mat og lífinu almennt. Frá Langaholti til Reykjavíkur var ekin heldur óhefðbundin leið eftir að komið var í Borgarnes. Gamli þjóðvegur- inn yfir Hvítárbrúna er falleg leið, en þaðan var ekið upp í Húsafell, síðan Kaldidalur, Grafningur og Nesjavallaleið síðasta spölinn. Nokkur lokaorð um það besta Að lokinni ferð standa upp úr staðir sem voru fremri öðrum, en hlýleg- ustu móttökurnar voru hjá Stellu í Heydal og Birnu í Breiðuvík. Besta rúmið og flottasta her- bergið var á Hótel Laugabakka Miðfirð. Besti morgunmaturinn var á Langaholti og Heydal. Bestu magafyllina að kvöldi fékk ég á Aðalbóli við hringborðið góða með 10 Bretum sem köll- uðu snúanlegt hringborðið „Lazy Susan“, en gátu ekki útskýrt hvað- an slíkt orðatiltæki um snúanlegt matarborð væri komið. IS Hurðir I Sími 564 0013 I www.ishurdir.is I ishurdir@ishurdir.is IÐNAÐARHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR • Íslensk framleiðsla, smíði og samsetning. • Allar hurðir smíðaðar samkvæmt máli. • Áratuga reynsla starfsmanna í hurðum. • Hágæða hráefni. • Þolir íslenskt veðurfar. • Sér meðhöndlaðar brautir gegn ryði og álagi. • Stuttur afgreiðslutími. Skútuvogi 11 www.neyd.is s: 510 8888 Opið alla virka daga 8-18 laugardaga 10-14 Vantar Hurðapumpur ALLAR VÖRUR SENDAR FRÍTT hvert á land sem er! MEÐ ÍSLANDSPÓSTI BLEK TÓNER PRENTARAR RITFÖNG PAPPÍR w w w . p r e n t v o r u r . i s SKJÓL FYRIR VETURINN - ÞAÐ ER ENN TÍMI TIL STEFNU HAFÐU SAMBAND OG VIÐ FINNUM LAUSNINA SAMAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.