Bændablaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 Framleiðendasamvinnufélagið Danish Crown, sem er sérhæft í slátrun og kjötvinnslu, starf- rækir í smábænum Holsted á Suður-Jótlandi eitt fullkomn- asta nautgripasláturhús í heimi. Sláturhúsið, sem einnig er kjöt- vinnsla, var tekið í notkun árið 2014 og nær athafnasvæði þess yfir um 18.500 fermetra. Um leið og framleiðsluaðstað- an var tekin í notkun lokaði Danish Crown fimm minni sláturhúsum í hagræðingarskyni enda er slátrunar- getan í Holsted afar myndarleg, en þar er hægt að slátra 950 fullorðn- um nautgripum á dag, eða nærri helmingi allra slátraðra nautgripa í landinu. Til þess að setja þessa afkastagetu í samhengi við íslenskar aðstæður þá má geta þess að árið 2015 var slátrað hér á landi 15.957 fullvöxnum naut- gripum í átta sláturhúsum, en þetta magn nautgripa rennur í gegn hjá Holsted á rúmlega þremur vikum. 3 ár í byggingu Ákvörðun Danish Crown um að sameina fjórar minni sláturlínur í eina var tekin árið 2010 og árið 2011 hófust svo framkvæmdir við hið nýja sláturhús en alls kostaði f r a m k v æ m d - in 711 danskar milljónir króna, eða um 12 millj- arða íslenskra króna. Þetta er vissulega stór upphæð en framkvæmdin hefur þegar borgað sig að sögn talsmanna félagsins og er þess vænst að í lok þessa árs muni fjárfestingin skila arði til eigenda sinna, þ.e.a.s. hinna dönsku kúa- bænda. Alls starfa um 300 manns á staðn- um, bæði við slátrun, kjötvinnslu og pökkun, og er þetta því umtalsvert stór vinnustaður. Reyndar það stór að í aðdraganda þess að félagið valdi starfseminni stað átti sér stað allmikil samkeppni á milli þeirra sveitarfélaga sem komu til greina enda munar veru- lega um vinnu- stað sem þennan. Fyrir valinu varð bærinn Holsted, sem er lítill bær um það bil mitt á milli Esbjerg og Kolding. Í Holsted búa rétt rúmlega þrjú þúsund manns og af þeim starfa nú tæplega 200 hjá Danish Crown. Þessi ákvörðun félagsins hefur því haft veruleg áhrif á íbúana í Holsted. Reka enn 3 sláturhús í Danmörku Þó svo að afkastageta sláturhússins í Holsted sé veruleg er hún þó engan veginn næg til þess að sinna hinum danska markaði. Félagið situr allvel á slátrunarmarkaðinum í Danmörku og er með rúmlega 90% af allri slátrun nautgripa. Alls er félagið með 2 önnur slát- urhús í landinu, í Álaborg og Husum, en í þeim tveimur er afkastagetan til samans svipuð og er nú í Holsted. Auk þess er rekin sérvinnsla á ýmsum sérstökum nautgripaafurð- um í vinnslustöð félagsins í Søndre Felding og svo er félagið einnig með sláturhús í rekstri í Þýskalandi. Samtals sjá dönsku sláturhúsin um að slátra rétt rúmlega 300 þúsund nautgripum árlega og sé hið þýska sláturhús talið með er árleg slátrun rétt tæplega 400 þúsund nautgripir. Alls starfa um 800 manns hjá naut- griparæktardeild félagsins í dag og nemur árleg velta þessa hluta Danish Crown rúmlega 60 milljörðum íslenskra króna. Sérstök áhersla á velferð Þegar sláturhúsið og kjötvinnslan í Holsted voru í hönnunarferli var strax í upphafi ákveðið að horfa sérstaklega til tæknivæðingar og velferðar bæði manna og dýra. Sláturhúsið er því allt hið fullkomn- asta á þessu sviði og stendur fólk á sjálfvirkum lyftum, öll færsla á föll- um og kjöti gerist með sjálfvirkum hætti og nánast hvergi sá staður þar sem lyfta þarf einhverju upp með handafli. Sláturhúsið er einnig afar hljóð- látt, undirlag mjúkt bæði fyrir fólk og dýr og loftræstingin slík að hvergi er eiginlega hægt að finna það sem kalla Fullkomnasta nautgripa- sláturhús í heimi – fyrri hluti Utan úr heimi Bretland: MRSA-bakteríur greinast í svínakjöti í verslunum Asda og Sainburys Sýni sem nýlega voru tekin úr svínakjöti í verslunum Asda og Sainburys á Bretlandseyjum sýndu að hluti kjötsins var sýkt af sýkla- lyfjaónæmu afbrigði af MRSA- bakteríum sem finnst í búfé. MRSA stendur fyrir Methicillin- resistant Staphylococcus aureus, eða Staphylococcus aureus-bakter- ía, sem er ónæm fyrir Methicillin- sýklalyfjum. Bakterían getur valdið alvarlegum sýkingum í mönnum og talið að hún valdi dauða um 300 manns á ári á Bretlandseyjum. Blaðamenn The Guardian, í sam- vinnu við Bureau of Investigative Journalism, segjast einnig hafa fund- ið galla í innflutningsreglugerðum Breta sem gerir kleift að flytja til landsins lifandi svín frá löndum eins og Danmörku þar sem afbrigði sömu bakteríu, sem kallast MRSA CC398, er mjög algeng. Þrátt fyrir að MRSA-bakterían drepist sé kjötið vel eldað er mikil hætta á smiti sé það meðhöndlað hrátt. Starfsmenn svínabúa og svína- sláturhúsa eru sagðir vera í mestri hættu á smiti og að vera smitberar. Sýkta kjötið í verslunum er því einungis talið vera toppurinn á ísjak- anum. /VH Danish Crown, sem er sérhæft í slátrun og kjötvinnslu, starfrækir í smábænum Holsted á Suður-Jótlandi eitt full- komnasta nautgripasláturhús í heimi. Mynd / Morten Fauerby Danish Crown-sláturhúsið í Holsted á Suður-Jótlandi. Sýkta kjötið í verslunum Asda og Sainburys er einungis talið vera toppurinn á ísjakanum. Fylgst er með útbreiðslu olíunnar í sjó úr lofti og stefnir hún með straumum frá landi og norður á bóginn. Mengun í Norðursjó: 100 tonn af olíu í sjóinn Vegna bilunar í olíuborpalli BP láku tæplega 100 tonn af olíu í Norðursjó í byrjun vikunnar. Fuglalíf í hafinu umhverfis er sagt í hættu. Olíuborpallurinn, sem er í eigu British Petrolium, er staðsettur um 75 kílómetra vestur af Hjaltlandseyjum. Olíuvinnsla pallsins hefur verið stöðvuð á meðan reynt er að komast fyrir lekann. Talsmenn BP segja ástæðu lekans vera vegna tæknibilunar í lokum. Fylgst er með útbreiðslu olí- unnar í sjó úr lofti og stefnir hún með straumum frá landi og norður á bóginn og vonast er til að hún eyðist á náttúrulegan hátt áður en skaðinn af hennar völdum verður mikill. Talsmenn náttúrverndarsamtaka segja að fuglalíf á hafsvæðinu milli Noregs og Hjaltlandseyja sé við- kvæmt og að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af því vegna lekans. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.