Bændablaðið - 06.10.2016, Qupperneq 29

Bændablaðið - 06.10.2016, Qupperneq 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 fyrir í dag. Fá fleiri til að vinna undir okkar merkjum. Við ætlum ekki að fara að reka bílaleigur eða gistiheimili í höfuðborginni. Við horfum fyrst og fremst á að nýta okkur þjónustu ferðaþjónustu- fyrirtækja sem eru með aðsetur á landsbyggðinni. Auðvitað hefur ýmislegt breyst í tímans rás. Það er nú ekkert svo ýkja langt síðan að félagar okkar voru eingöngu þeir sem voru ábú- endur á lögbýlum. Það breyttist síðan með kynslóðaskiptum og býlin fóru að brotna upp. Þá hélt kannski eitt barnið áfram með ferðaþjónustuna á lögbýlinu. Annað keypti svo landskika út úr jörðinni og stofnaði þar ferðaþjón- ustu líka án þess að vera ábúandi á lögbýlinu. Þá kom upp spurn- ingin, átti að fara að reka þann úr Ferðaþjónustu bænda af því að hann bjó ekki lengur á lögbýli? Vegna þessa var forminu breytt og kvöðin um að búa á lögbýli var tekin út.“ Náin eigendatengsl við landsbyggðina „Dreifbýlið og landsbyggðin er áfram okkar markhópur. Þá komum við inn á þessar rætur sem tengjast Félagi ferðaþjón- ustubænda sem er stærsti einstaki eigandinn í ferðaskrifstofunni. Hugmyndin var að félagið hefði þannig aðkomu að rekstrinum og þeir félagar í Félagi ferðaþjón- ustubænda, sem væru ekki bein- ir hluthafar í ferðaskrifstofunni, yrðu hluthafar í gegnum félags- aðildina.“ Sævar segir að 23% hlutur sé þannig í eigu Félags ferða- þjónustubænda. Aðrir hlutir í félaginu séu í beinni eigu ferða- þjónustubænda, afkomenda þeirra eða jafnvel í einhverjum tilfellum í eigu dánarbúa. „Í fyrra fórum við í að endur- nýja hluthafahópinn þar sem fyr- irtækið átti ákveðinn fjölda hluta- bréfa í sjálfu sér. Var þeim ferða- þjónustubændum sem ekki voru hluthafar boðið að kaupa þessi bréf. Þetta gekk vel og munum við endurtaka leikinn í kringum næstu áramót. Þá keyptum við líka inn bréf frá aðilum sem voru löngu hættir í ferðaþjónustu og vildu losna út og höfum selt þá hluti áfram. Með þessu var bara verið að færa eignarhluti til án þess þó að auka hlutaféð. Í dag eru um 170 ferðaþjónustuaðilar með marg- breytilega þjónustu beintengdir okkur víða um land. Við getum því boðið viðskiptavinum okkar upp á fjölbreytta möguleika. Sérstaðan í okkar starfsemi er einmitt þetta eignarhald sem tengist landsbyggðinni. Með þeim breytingum sem nú er verið að gera ætlum við að fá okkar félaga til að flagga okkar nýja vörumerki enn meira en gamla merkinu var flaggað og aðlaga sig að breyttum heimi. Gera sig um leið sýnilegri á nútímamiðlum þar sem gamla nafnið okkar var svolítill Þrándur í götu.“ Sævar segir að með aukinni sókn undir nýju nafni Hey Iceland sé ætlunin að ná til breiðari mark- hóps á þeim vettvangi. Uppsveiflan getur ekki gengið endalaust Nú hefur aukningin í komu erlendra ferðamanna til Íslands verið hreint með ólíkindum og framar björtustu vonum. Óttist þið ekkert að það geti komið bakslag í þessa þróun? „Jú, eða eins og gamli mað- urinn sagði, allt sem fer upp kemur aftur niður. Þetta getur ekki gengið svona endalaust, það verður samdráttur. Vöxturinn er vissulega áhyggjuefni þótt hann sé í aðra röndina mjög jákvæður. Hann hefur myndað álag bæði á landið og á þá bændur sem eru að reyna að sinna vaxandi fjölda ferðamanna. Þeir sem búa við fjölmennustu ferðamannaleiðirn- ar verða oft fyrir miklum ágangi sem erfitt getur verið að sætta sig við. Það er því alveg ljóst að það þarf að taka upp meiri stjórn á flæðinu. Svona stjórnlaust flæði ferðamanna gengur ekki upp. Þarna þurfa bæði stjórnvöld og hagsmunaaðilar að taka saman höndum.“ Reikna þarf út þolmörk ákveðinna svæða „Ég sé ekkert neikvætt við það að menn fari að reyna að finna út þolmörk ákveðinna svæða og stýra umferðinni í samræmi við það. Öðruvísi fer þessi mikli fjöldi að skerða upplifun ferðamanna á ákveðnum stöðum á meðan önnur landsvæði geta hæglega tekið við fleirum. Hluti af viðleitninni til að dreifa ferðamönnum er uppbygging hjá ferðaþjónustubændum um allt land. Það þarf líka að byggja upp afþreyingu víðar en gert er í dag og með markvissari hætti. Það eru þeir seglar sem ferðamenn laðast að. Við þurfum þó líka að efla innviðina á fjölförnustu stöðunum, því við meinum fólki auðvitað ekkert að fara að skoða Gullfoss og Geysi. Með því að byggja upp aðdráttarafl á fleiri stöðum ætti fjöldinn þó að færast sjálfkrafa til, en það er lang- tíma verkefni.“ Rétti tíminn til að greiða niður skuldir „Ég hef talað mikið fyrir því að þótt nú sé tími uppbyggingar, þá sé líka rétti tíminn til að búa í haginn. Menn eiga að nýta þessa miklu uppsveiflu til að fara í gegnum sinn rekstur og greiða niður skuldir. Þeir sem standa vel geta vissulega byggt upp, en þeir sem eru mikið skuldsettir eiga að nota þennan uppgangstíma til að koma sér vel fyrir.“ Sævar segir að þótt nýtingin á gistirými hafa aukist mjög mikið í heildina, þá sé dreifing ferða- manna yfir landið enn mjög mis- skipt. Fyrirtækið hafi þó markvisst verið að benda ferðamönnum á áhugaverða staði utan þéttsetnustu svæðanna. „Það eru margir jákvæðir þættir sem hafa ýtt undir þessa öru fjölg- un ferðamanna. Lágt eldsneytis- verð hefur þar haft mikið að segja. Þá hafa heilu svæðin úti í heimi verið að lokast fyrir ferðamönn- um. Á meðan vaxtastig er lágt í Evrópu er fólk ekki að safna pen- ingum, heldur notar spariféð m.a. til að ferðast. Um leið og einhvers staðar fer að kreppa að dregur fólk svo aftur að sér hendur. Í Evrópu eru t.d. margir óvissuþættir eins og varðandi það hvað verður um Bretland utan ESB.“ Ekki á vísan að róa „Meðan krónan var veik var Ísland ódýrt ferðamannaland, en nú er það að breytast með styrkingu krónunnar. Með frekari styrk- ingu verður enn dýrara að koma til Íslands. Þótt ytri aðstæður hafi verið góðar, þá er þar alls ekki á vísan að róa. Grundvallaratriðið fyrir okkar félagsmenn núna er að fara yfir stöðuna. Skoða hvar hægt sé að greiða niður skuldir og skoða hvernig megi hagræða til að eiga til mögru áranna þegar þau koma. Þessi hugsun fleytti Ferðaþjónustu bænda í gegnum kreppuna. Við höfðum verið skynsöm og stóðum því vel þegar hrunið skall á.“ Svo með andlitslyftingu og nýju merki, þá geta menn treyst því að þið farið ekki að reisa nýjan hótelturn í Reykjavík, eða hvað? „Það er af og frá að við förum í einhverjar slíkar æfingar. Markmiðið með nýju vörumerki og nýjum markaðsáherslum er að skerpa á sérstöðu okkar og fram- tíðarsýn,“ segir Sævar Skaptason. /HKr. Hluti af vetrarverkunum Akureyri s. 440 1420 • Grindavík s. 426 8290 • Höfn s. 478 1940 • Ísafjörður s. 456 3574 • Húsavík s. 440 1448 • Blönduós s. 467 1010Klettagarðar s. 440 1330 • Ólafsvík s. 436 1581 • Patreksfjörður s. 456 1245 Reyðarfjörður s. 474 1293 • Reykjanesbær s. 421 4980 • Vestmannaeyjar s. 481 1127 www.n1.is facebook.com/enneinn Vatteraður með cordura efni á álagsflötum. Rennilásar á skálmum. Hettu má renna af. Stærðir: XS-5XL Litir: gulur/appelsínugulur Vnr. 9616 K2 2009 K2 Kuldagalli K2 Kuldabuxur með smekk og axlaböndum. Vatteraðar. Stærðir: S-4XL Litur: grár/svartur Vnr. 9616 K2 2006K K2 Kuldabuxur Lambhúshetta úr flísefni, fóðruð með bómull. Ein stærð. Vnr. A421 2 Lambhúshetta Showa hanskar, latexdýfður, fóðraður vetrarhanski. Vnr. A414 691777* SHOWA hanskar thermo grip Prjónaðir vinnuvettlingar, þykkir. Ull/nylon. Vnr. A108 VV101 Vinnuvettlingar K2 Kuldajakki, vatteraður með hettu sem hægt er að smella af. Stærðir: S-4XL Litur: grár/svartur Vnr. 9616 K2 2005 K2 Kuldajakki Kuldabuxur með smekk og axlaböndum Vatterað. Stærðir: XS-5XL Litur: gulur/appelsínugulur Vnr. 9616 K2 BX6023 K2 Kuldabuxur með smekk Vatteraður með cordura efni á álagsflötum. Rennilásar á skálmum. Hettu má renna af. Stærðir: XS-5XL Litur: grár/svartur Vnr. 9616 K2 2001 Kuldagalli Kuldajakki, vatteraður með hettu sem hægt er að smella af. Stærðir: S-4XL Litur: gulur/appelsínugulur Vnr. 9616 K2 2005 K2 Kuldajakki Vertu klár í kuldann!

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.