Bændablaðið - 06.10.2016, Side 2

Bændablaðið - 06.10.2016, Side 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 Birkifræ er vel þroskað og auð- velt að safna því af trjám um þessar mundir. Hekluskógar safna birkifræi eins og undanfarin ár og þiggja gjarnan fræ frá almenn- ingi. Endurvinnslan hf. tekur við birkifræjum frá almenningi í mót- tökustöðvum Endurvinnslunnar hf. að Knarrarvogi 4, Dalvegi 28, Hraunbæ 123 og kemur þeim til Hekluskóga. Einnig má senda fræið beint til Hekluskóga í Gunnarsholti eða Austurvegi 3–5, Selfossi. Síðustu árin hefur töluvert af fræi safnast og því hefur verið sáð að vori eða að hausti. Árangur sáninganna er misjafn og fer eftir landgerðum. Sums staðar sjást stök tré vaxa upp eftir sáningar og annars staðar þéttar breiður af birki. /VH Skógrækt: Fræsöfnun Hekluskóga Fréttir Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru 47 einstaklingar ætt- leiddir á Íslandi árið 2015. Þetta eru nokkuð fleiri en árið 2014, en þá voru ættleiðingar 37. Árið 2015 voru stjúpættleiðingar 28 en frumættleiðingar 19. Frumættleiðingar frá útlöndum voru 17 árið 2015, og hélt þeim áfram að fjölga frá því að þær fóru í einung- is tíu árið 2013. Frumættleiðingar frá útlöndum höfðu ekki verið svo fáar á einu ári frá árinu 1997. Undanfarin ár hafa flest ættleidd börn verið frá Kína og árið 2015 voru einnig flestar ættleiðingar þaðan, eða átta, en einnig voru ættleidd fimm börn frá Tékklandi. Stjúpættleiðingar árið 2015 voru 28. Það er fjölgun frá árinu 2014, en þá voru þær óvenjulega fáar eða 19. Í flestum tilvikum var stjúpfað- ir kjörforeldri, en það hefur jafnan verið algengast. Frumættleiðingar innanlands voru tvær árið 2015, og hafa þær einungis einu sinni verið færri á einu ári frá 1990, það var árið 2012 þegar engin frumættleiðing átti sér stað innanlands. Með hugtakinu stjúpættleiðing er átt við ættleiðingu á barni eða kjörbarni maka umsækjanda. Með hugtakinu frumættleiðing er átt við ættleiðingu á barni sem ekki er barn maka umsækjanda. /VH Hagstofan: Alls voru 47 ætt- leiðingar 2015 Margra ára barátta fyrir bættum upplýsingum til neytenda ber árangur: Reglugerð um upprunamerkingar á kjöti væntanleg frá landbúnaðarráðuneyti − Reiknað með að hún taki gildi um miðjan janúar 2017 Salone del Gusto Terra Madre, hin mikla matarhátíð Slow Food- hreyfingarinnar, var haldin í Tórínó á Ítalíu dagana 22. til 26. september. Hátíðin er haldin þar annað hvort ár og er ein hin stærsta sinnar tegundar í heimin- um. Til marks um stærð hátíðar- innar má nefna að talið er að yfir 220 þúsund manns hafi komið á hátíðina fyrir tveimur árum. Þetta er hátíð þeirra sem deila hugsjón- um Slow Food: bænda, smáfram- leiðenda og áhugafólks um betri matarmenningu. Engir íslenskir framleiðendur kynntu vörur sínar í ár, en nokkrir félagar úr Íslandsdeild hreyfingar- innar voru gestir hátíðarinnar. Saltfiskur og hangikjöt frá Dóru Það má segja að Dóra Svav- ars dótt ir, mat- reiðslumeist- ari og eig andi veislu þjónust- unn ar Culina, hafi verið eini fomlegi þátt takandinn af hálfu Íslands í hátíðinni. Hún eld- aði léttsoðinn saltfisk með rótarmús, steiktri beðju, gulrótum og þurrkuðu hangikjöti, í svokölluðu Terra Madre-eldhúsi. Í því eldhúsi skiptust full- trúar þjóða á um að elda hefðbundna rétti frá sínum löndum og rennur ágóðinn af sölu þeirra rétta óskiptur til góðgerða- mála hreyfingarinnar. Að þessu sinni var ákveðið að styðja við verkefni hreyfingarinnar sem felst í varðveislu á líffræðilegum fjölbreytileika. Um 120 matarskammtar runnu út úr eldhúsi Dóru og var góður rómur gerður að hinum íslenska mat. Dóru til aðstoðar voru Agata Alicja mat- reiðslunemi og Axel Aage Schiöth víninnflytjandi, sem aðstoðuðu við skömmtun, og þær Hlédís Sveinsdóttir og Eirný Sigurðardóttir sem aðstoðuðu við annan undirbún- ing. Þær Hlédís og Eirný eru kunnar fyrir að standa að hinum vel sótta Matarmarkaði Búrsins sem haldin hefur verið á nokkurra mánaða fresti í Hörpu hins síðustu ár. Íslenskur fyrirlestur um matarsóun Dóra hélt einnig fyrirlestur á nor- rænni málstofu, þar sem hún kynnti farsælt verkefni um matarsóun, samnorrænt verkefni sem gengur undir nafninu Zero Waste. Þannig hefur hún staðið fyrir nokkrum uppákomum á Íslandi í sam- starfi við Vakanda, Landvernd og Kvenfélagasambandið: málþingi, ruslamatarviðburðum og svoköll- uðum diskósúpu-viðburði – þar sem eldað er úr grænmetisafgöng- um sem átti að henda. Tilgangurinn er að benda á verðmætin sem liggja í afgöngum og hráefni sem er um það að lenda í ruslinu (sjá frekar á matarsoun.is). Hún hefur gagnrýnt matarsóun í virðiskeðjunni – frá frumframleið- anda til neytanda – og sagt að alltof mikið af góðu hráefni fari til spilis, sem sé afleitt í því ljósi að margt fólk eigi varla til hnífs og skeiðar. Hátíðin hefur alltaf verið haldin innandyra, á svæði sem heitir Lingotto og Fíatverksmiðjurnar notuðu undir bílasmíði sína. Slow Food-hreyfingin breytti fyrir- komulaginu að þessu sinni, færði hátíðina undir bert loft í stóran almennings- og skrúðgarð – auk þess sem viðburðum var dreift um miðborgarhluta Torino. Um leið var öllum hleypt ókeypis inn á hátíðina, enda var það talið tilhlýðilegt á tutt- ugu ára afmælisári hátíðarinnar að gera boðskapinn þannig aðgengi- legan. /smh Gunnar Bragi Sveinsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett fram drög að reglugerð þar sem að framleiðendum og inn- flytjendum er skylt að uppruna- merkja kjötafurðir af svínum, sauðfé, geitum og alifuglum. Er þetta gert í því augnamiði að tryggja rétt neytenda til að vita frá hvaða landi þær kjötvörur eru sem þeir kaupa. Sambærilegar reglur eru nú þegar í gildi hér á landi um upp- runamerkingar á nautakjöti, en hafa verið í gildi varðandi svína-, kinda-, geita- og alifuglakjöt í ESB ríkjunum síðan 2014. Í kjölfar kúariðumálsins svo- kallaða úti í Evrópu árið 2000 setti Evrópusambandið (ESB) reglur um upprunamerkingar sem síðan voru innleiddar í EES regluverkið sem Ísland er aðili að. Hægt hefur gengið að innleiða þær hér á landi og hafa þær reyndar tekið margvíslegum breytingum hjá ESB síðan. Eigum rétt á að vita hvaðan varan kemur „Það hefur verið mér mikið kapps- mál að vinna að bættum uppruna- merkingum matvæla frá því ég kom í landbúnaðarráðuneytið. Þessi reglugerð er liður í þeirri vinnu. Við eigum rétt á að vita hvaðan varan kemur sem við neytum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson í fréttatil- kynningu um málið. Formaður Bændasamtakanna krafðist upprunamerkingar 2014 Mikil umræða hefur verið um upp- runamerkingar matvöru á undanförn- um misserum og árum. Hafa neyt- endur ítrekað m.a. kvartað yfir skorti á slíkum upplýsingum um uppruna á innfluttu kjöti sem framleitt er við aðstæður sem engin leið er að vita hverjar eru. Í ársbyrjun 2014 krafðist Sindri Sigurgeirsson, formaður Bænda- samtaka Íslands, þess að reglur um upprunamerkingar yrðu teknar upp strax en ekki beðið með það fram í desember eins og þá stóð til. Einnig að þær reglur næðu til merkinga á mjólkurvörum. Skemmst er frá að segja að lítið gerðist í málinu nema það sem gert var að frumkvæði fyr- irtækja. Það var þó framkvæmt með mjög mismunandi hætti og án þess að það væri stutt af reglugerð. ESB reglugerðin virðist taka af öll tvímæli en er ekki virt Samkvæmt lið 2.a í 26. grein reglu- gerðar ESB nr. 1169/2011, sem inn- leidd var innan ESB með reglugerð nr. 1294/2014, skal merkja matvæli með upplýsingum um rétt uppruna- land eða upprunastað ef skortur á slíkum upplýsingum gæti villt um fyrir neytendum hvað varðar upp- runa matvælanna. Þar segir: „Þetta á einkum við ef upplýs- ingar sem fylgja matvælunum eða merkingin í heild gefur í skyn að matvælin séu upprunnin í öðru landi eða á öðrum stað. Þá skal taka fram á umbúðum þegar upprunaland eða upprunastaður matvæla er gefinn upp, en uppruni megininnihaldsefn- isins er ekki sá sami. Þá skal einnig gefa upp upprunaland eða uppruna- stað megininnihaldsefnisins eða gefa upp að uppruni þess sé annar.“ Eins og margoft hefur komið fram í fréttum virðist verulegur mis brestur á þessu á umbúðum vöru sem flutt hefur verið til Íslands. Hefur kjúklingakjöt sem pakkað er í Danmörku sérstaklega verið nefnt í því sambandi. Miklir kjötflutningar þvert á landamæri Evrópu hafa líka valdið tortryggni vegna ítrekaðra frétta af misferli og blekkingum þar sem t.d. hrossakjöt hefur verið selt sem nautakjöt í tilbúnum réttum. Þá birti Matvælastofnun m.a. á vef sínum í nóvember 2013 að fram hafi komið fullyrðingar um að innflutt kjúklingakjöt væri selt sem ferskt og í umbúðum íslenskra framleiðenda í verslunum hér á landi. Bent var á í máli MAST að heiti og staðsetning fyrirtækja sem eru ábyrg fyrir vörunni segði ekki til um uppruna hennar. Reglur um lyfjaleifar í matvöru í undirbúningi „Neytendur verða betur upplýstir en það vilja þeir ef marka má könnun sem gerð var 2014 en þar sögðu 83% að það skipti þá máli að vita upprunalandið. Þá setti ég einnig af stað vinnu um hvernig upplýsa megi neytendur um lyfjaleifar í matvöru, vonandi koma fram tillögur um það fljótlega,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson um reglugerðardrögin. Samkvæmt ákvæðum EES samn- ingsins ber að tilkynna reglugerðina til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Berist ekki neikvæð umsögn innan þriggja mánaða getur Ísland látið reglugerðina taka gildi. Miðað við þessar forsendur er reiknað með að reglugerðin taki gildi um miðjan jan- úarmánuð 2017. Matvælafyrirtæki fá þannig tíma til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að uppfylla kröfur reglugerðarinnar. Skýr krafa neytenda Í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir SA, SI, SVÞ, SAF, BÍ og NS í júlí 2014 kom fram að rúmlega tveir þriðju landsmanna telja að það sé óásættanlegt að upprunalands hrá- efnis sé ekki getið á umbúðum unn- inna matvæla. Dæmi um slíkar afurð- ir eru innfluttar svínasíður, reyktar og sneiddar niður, t.d. í beikon. Samkvæmt gildandi reglum telst land vera upprunaland ef umtals- verð umbreyting vörunnar hefur þar átt sér stað. Tæpur helmingur telur slíkar merkingar algerlega óásætt- anlegar og fjórðungur telur þær að litlu leyti ásættanlegar. Aðeins tíundi hver telur skort á upplýsingum vera að mestu eða öllu leyti í lagi. Í skoðanakönnun meðal kjósenda sem birt var í Bændablaðinu í sumar koma fram að 88,3% þeirra töldu að það skipti öllu, mjög miklu eða frekar miklu máli að upplýsingar um uppruna séu á umbúðunum. Þá vilja 82,3% kjósenda fremur íslenskt kjöt en erlent. Einungis 1,2% vildi frekar erlent kjöt. Vandi kjósenda hefur þó verið mikill misbrestur á upprunamerkingum matvælanna. Ný reglugerð mun vonandi taka af öll tvímæli í þessum efnum. /HKr. Gunnar Bragi Sveinsson. Sindri Sigurgeirsson. Salone del Gusto Terra Madre 2016: Slow Food-hugsjóninni hampað í Tórínó – Dóra Svavarsdóttir bauð upp á saltfisk og hangikjöt í Terra Madre-eldhúsinu Agata og Dóra í Terra Madre-eldhú- sinu. Mynd / Guðjón Gunnarsson Birki með reklum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.