Bændablaðið - 06.10.2016, Page 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016
„Þetta ætlar greinilega að slá
í gegn enda hafa viðtökurnar
verið eftir því, upplifun gesta er
frábær og allir í skýjunum með
þessa nýjung hjá okkur Möggu,“
segir Jóhann Helgi Hlöðversson,
ferðaþjónustubóndi í Vatnsholti
í Flóahreppi. Hann og eiginkona
hans, Margrét Ormsdóttir, hafa
opnað nýjan veitingastað sem heit-
ir Blind Raven.
Þar borða gestir í kolsvarta myrkri
þar sem meistarakokkurinn Úlfar
Finnbjörnsson sér um matreiðsluna.
Þjónarnir eru með nætursjónauka á
höfðinu þannig að þeir sjái hvað þeir
eru að gera. „Fólk velur af matseðl-
inum áður en það fer inn í salinn en
þá erum við að tala um rauðan lit
fyrir kjöt, bláan lit fyrir sjávarrétti,
grænan lit fyrir grænmetisrétti og
hvítur litur er fyrir óvissu rétt,“ segir
Jóhann Helgi. Eftir að búið er að
borða í myrkrinu er fólk leitt inn í
ljósið þar sem það fær að sjá mat-
seðilinn og hvað það var að borða.
„Þetta er frábær upplifun fyrir fólk
svo ekki sé minnst á skemmtunina
sem fylgir því að hafa ekki hugmynd
hvað er á disknum fyrir framan sig.
Sumir enda á því að borða með fingr-
unum því þeir ná matnum ekki upp
með hnífapörunum eða hitta ekki
á munninn með þeim. Þetta er að
heppnast stórkostlega,“ bætir Jóhann
Helgi við. /MHH
KOMDU MEÐ Á
AGROMEK
Agromek Landbúnaðarsýningin er stærsta landbúnaðarsýning Norður Evrópu og er haldin í Herning í Danmörku
annað hvert ár. Jötunn í samstarfi við Snorra Sigurðsson hafa ákveðið að efna til hópferðar á sýninguna þar sem
blandað verður saman heimsóknum til bænda og fræðsluerindum danskra og íslenskra ráðgjafa.
Bókanir og upplýsingar um ferðina veita
vélasölumenn í síma 480 0400
Áætlaður kostnaður pr. þáttakanda er kr.
140.000,-
Miðvikudagurinn 30. nóv.
08:00 Brottför með Icelandair flugi FI 204
12:00 Lending í Kaupmannahöfn. Ekið með rútu frá Kaupmannahöfn
til Sjálandsodda með bændaheimsókn á leiðinni.
16:45 Hraðferja til Árósa sem siglir á allt að 75km hraða.
18:00 Komið á hótel í miðbæ Árósa (3 nætur).
20:00 Kvöldverður og stutt kynning á dagskrá.
Fimmtudagurinn 1. des.
09.00 Brottför frá Hóteli á Sýningu í Herning (allur dagurinn).
19.00 Komið tilbaka á Hótel í Árósum.
20.00 Kvöldverður og Keila í miðbæ Árósa
Föstudagurinn 2. des.
08.00 Brottför frá Hóteli.
08.30 Heimsókn til Seges sem er RML danskra bænda. Kynning á
starfsemi Seges og stutt fræðsluerindi frá nokkrum
Landsráðunautum Seges um áhugaverð efni.
12.00 Brottför frá Seges og farið aftur á sýningu í Herning.
18.00 Brottför af sýningu og heimsókn til bónda á leiðinni
tilbaka til Árósa.
20.00 Kvöldmatur í nágrenni hótelsins í Árósum.
ATH. Þeir sem vilja geta notað daginn frekar í Árósum.
Laugardagurinn 3. des.
08.00 Brottför frá hóteli. Ekið suður Jótland, yfir Fjón og Sjáland með
heimsóknum til bænda og/eða fyrirtækja.
18.00 Komið á hótel í Kaupmannahöfn.
20.00 Kvöldverður í nágrenni hótelsins.
Sunnudagurinn 4. des.
11.00 Brottför frá hóteli út á Flugvöll
13.20 Flug Icelandair FI 205 til Keflavíkur
15.30 Lending í Keflavík.
Drög að dagskrá ferðarinnar eru eftirfarandi:
Þar sem aðeins 50 sæti eru í boð er miðað við að
hámarki 2 miða á hvert lögbýli og fyrstur kemur
fyrstur fær.
Innifalið: Flug, rútuferðir, gisting með
morgunverði og kvöldverður alla dagana.
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is
ararstjóri: F
norri Sigurðsson S
sviðstjóri hjá SEGES
Borðað í kolsvörtu myrkri
Blind Raven er fyrsti myrkvaði veitingastaðurinn á Íslandi en nokkrir slíkir staðir eru til erlendis og njóta mikillar
vinsælda. Myndir / MHH
Gestir velja liti af matseðlinum áður
en þeir fara í myrkvaðan salinn í
Vatnsholti. Í byrjun verður eingöngu
opið fyrir hópa en hægt er að senda
fyrirspurnir á info@hotelvatnsholt.is.