Bændablaðið - 06.10.2016, Page 44

Bændablaðið - 06.10.2016, Page 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Guðmundur Jóhannsson ábyrgðarmaður í nautgriparækt mundi@rml.isÖflug naut úr 2010-árganginum Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum þann 29. september sl. að setja sjö naut úr 2010-árgangin- um í notkun sem reynd naut til viðbótar þeim sem áður voru komin til notkunar. Þetta var gert á grunni þess að nú í september var keyrt nýtt kynbótamat fyrir afurðaeiginleika. Þessi sjö naut eru Kústur 10061 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, Lúður 10067 frá Brúnastöðum í Flóa, Sólon 10069 frá Bessastöðum á Heggstaðanesi, Dropi 10077 frá Fossi í Hrunamannahreppi, Neptúnus 10079 og Úranus 10081 frá Hvanneyri í Andakíl og Úlli 10089 frá Dæli í Fnjóskadal. Þarna eru á ferðinni geysilega öflug naut sem sést best á heildar- einkunn þeirra en sem dæmi standa bæði Dropi 10077 og Úranus 10081 með 115 sem skipar þeim í hóp allra hæstu nauta. Sem stendur er Bambi 08049 efstur með 119 í heildar- einkunn og næstir koma Koli 06003 með 118 og Birtingur 05043 með 117. Dropi 10077 og Úranus 10081 koma næst á eftir þeim. Nautsfeður næstu mánuði verða Strákur 10011, Lúður 10067, Dropi 10077, Úranus 10081 og Úlli 10089. Áfram eru menn beðnir um að til- kynna um kálfa undan Keip 07054, Bláma 07058, Gusti 09003, Bolta 09021 og Fossdal 10040. Þau naut sem falla úr notkun eru Logi 06019, Rjómi 07017, Flekkur 08029, Gói 08037, Gæi 09047, Ferill 09070, Dráttur 09081 og Drangi 10031. Þessi naut falla út af ýmsum ástæðum en flest þó vegna lítillar notkunar. Logi 06019 telst vera fullnotaður enda búinn að vera mjög lengi í notkun, sæði úr Flekk er nánast uppurið og Ferill er tekinn úr notkun vegna lágs fanghlutfalls. Rétt er að líta aðeins nánar á þau naut sem koma ný til notkunar nú en þarna eru eins og áður sagði á ferðinni öflug naut. Kústur 10061 er frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, faðir er Gyllir 03007 og móðir Litla-Skessa 322 Tópasdóttir 03027. Dætur Kústs eru mjólkurlagnar með fremur há hlutföll verðefna í mjólk. Þetta eru fremur stórar kýr, í góðu meðallagi háfættar, boldjúp- ar en útlögulitlar með aðeins veika yfirlínu. Malirnar eru frekar grannar, beinar en þaklaga. Fótstaða er bein og sterkleg en aðeins hallandi um kjúkur. Júgurgerðin er mjög góð, júgurfesta mikil, júgurband áberandi og júgrin vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilega grannir og stuttir og ákaflega vel settir. Mjaltir eru í með- allagi og lítið er um galla í mjöltum. Skap þessara kúa er nokkuð mikið. Lúður 10067 er frá Brúnastöðum í Flóa, faðir er Gyllir 03007 og móðir Flauta 343 Ófeigsdóttir 02016. Dætur Lúðurs eru mjólkurlagnar, fituhlutfall í mjólk er um meðallag en próteinhlutfall gríðarhátt. Þetta eru fremur stórar kýr, nokkuð háfætt- ar, boldjúpar með miklar útlögur en nokkuð veika yfirlínu. Malirnar eru fremur breiðar, aðeins hallandi og þaklaga. Fótstaða er bein og sterkleg. Júgurgerðin er úrvalsgóð, júgurfesta mjög mikil, júgurband mjög áberandi og júgrin ákaflega vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilega grannir og stuttir og ákaflega vel settir. Mjaltir eru úrvalsgóðar og lítið er um galla í mjöltum. Skap þessara kúa er um meðallag. Sólon 10069 er Bessastöðum á Heggstaðanesi, faðir er Ás 02048 og móðir Sólsrönd 254 Glannadóttir 98026. Dætur Sólons eru mjólkurlagnar, fituhlutfall í mjólk er í góðu meðal- lagi og próteinhlutfall hátt. Þetta eru ágætlega stórar kýr, háfættar, prýði- lega boldjúpar með ágætar útlögur og fremur beina yfirlínu. Malirnar eru meðalbreiðar, beinar og fremur flatar. Fótstaða er mjög góð, bein, rétt og sterkleg. Júgurgerðin er góð, júgurfesta í góðu meðallagi, júgur- band nokkuð áberandi og júgrin vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilega grannir, stuttir og vel settir. Mjaltir eru í góðu meðallagi og lítið er um galla í mjöltum. Skap þessara kúa er nokkuð. Dropi 10077 er frá Fossi í Hrunamannahreppi, faðir er Glæðir 02001 og móðir Sletta 349 Stígsdóttir 97010. Dætur Dropa eru mjólkurlagnar, fituhlutfall í mjólk er nokkuð undir meðallagi en próteinhlutfall er hátt. Þetta eru meðalstórar kýr, háfætt- ar, fremur bolgrunnar með litlar útlögur og aðeins veika yfirlínu. Malirnar eru tæplega meðalbreiðar, nokkuð beinar en þaklaga. Fótstaða er mjög góð, bein, rétt og sterkleg. Júgurgerðin er frábær, mikil júgur- festa, mjög áberandi júgurband og júgrin sérstaklega vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilega grannir og stuttir og vel settir. Mjaltir eru góðar og mjög lítið er um galla í mjöltum. Skap þessara kúa er gott. Neptúnus 10079 er frá Hvanneyri í Andakíl, faðir er Flói 02029 og móðir Sokka 219 Hegradóttir 03014. Dætur Neptúnusar eru prýðilega mjólkurlagnar og efnahlutföll í mjólk eru há. Þetta eru tæplega meðalkýr að stærð, fremur háfættar, boldjúpar með góðar útlögur og beina yfirlínu. Malirnar eru breiðar, nokkuð beinar og flatar. Fótstaða er mjög góð, bein, rétt og sterkleg. Júgurgerðin er öflug, góð júgurfesta, áberandi júgurband og júgrin mjög vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilega grannir og stuttir og vel settir. Mjaltir eru úrvalsgóðar og mjög lítið er um galla í mjöltum. Skap þessara kúa er um meðallag. Úranus 10081 er frá Hvanneyri í Andakíl, faðir er Síríus 02032 og móðir Urður 1229 Laskadóttir 00010. Dætur Úranusar eru gríðarlega mjólkurlagnar en fituhlutfall í mjólk er undir meðallagi en próteinhlut- fall liggur nærri því. Þetta eru stórar kýr, háfættar, boldjúpar með miklar útlögur en aðeins veika yfirlínu. Malirnar eru breiðar, eilítið hallandi og nokkuð flatar. Fótstaða er góð, bein, rétt og sterkleg. Júgurgerðin er öflug, mikil júgurfesta, áberandi júgurband og júgrin ákaflega vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilega grannir og stuttir en örlítið gleitt sett- ir. Mjaltir eru frábærar og mjög lítið er um galla í mjöltum. Skap þessara kúa er mjög gott. Úlli 10089 er frá Dæli í Fnjóskadal, faðir er Ófeigur 02016 og móðir Rán 476 Hyggsdóttir 05008. Dætur Úlla eru ákaflega mjólk- urlagnar með hátt próteinhlutfall í mjólk og fituhlutfall nærri meðal- lagi. Þetta eru stórar og mjög háfætt- ar kýr, boldýpt í meðallagi, útlögur fremur litlar en yfirlína nokkuð bein. Malirnar eru fremur grann- ar, beinar og þaklaga. Fótstaða er bein og sterkleg en aðeins þröng. Júgurgerðin er mjög góð, júgurfesta í góðu meðallagi, júgurband mjög áberandi og júgrin vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilega grannir og stuttir og prýðilega settir. Mjaltir eru góðar og lítið er um galla í mjöltum. Skapið er í meðallagi. Þessi naut eru sett í notkun með algjöran lágmarksfjölda dætra með afurðaupplýsingar í nokkrum tilvik- um. Það er því ljóst að afurðamat þeirra getur tekið breytingum við næstu keyrslur á kynbótamati. Hins vegar er staða þeirra hvað þá þætti varðar mjög sterk þannig að fagráð taldi óhætt að setja þau í notkun og endurnýja þannig hóp reyndra nauta allverulega. Segja má að afkvæmadómi 2010-árgangsins sé að mestu lokið. Á þessum tímapunkti eru aðeins tvö naut sem ekki eru komin með tilskilinn dætrafjölda með afurða- upplýsingar. Góðar líkur eru á að annað þeirra muni koma til notkunar en tvísýnna með hitt. Þau reyndu naut sem áfram verða í notkun standa öll vel við fyrri dóm. Þetta eru Keipur 07054, Blámi 07058, Blómi 08017, Þáttur 08021, Gustur 09003, Bolti 09021, Strákur 10011, Fossdal 10040 og Bætir 10086. Helstu breytingar sem urðu á afurðamati þeirra eru þær að; Blómi 08017 lækkaði aðeins hvað mjólkurmagn varðar, og lækkaði þess vegna um eitt stig í heildar- einkunn, Þáttur 08021 hækkaði aðeins fyrir afurðir en stendur í stað í heildareinkunn, Bolti 09021 hækk- aði aðeins í prótein% og þess vegna um eitt stig í heildareinkunn, Fossdal 10040 lækkaði fyrir afurðir og um tvö stig í heildareinkunn og Bætir 10086 lækkaði nokkuð fyrir afurðir og um þrjú stig í heildareinkunn. Þessi naut standa eftir sem áður með sterkan afkvæmadóm og verða áfram í notkun. Kynbótamat verður keyrt næst í nóvember að loknu október-upp- gjöri. Ég vil því biðja menn að hraða skýrsluskilum fyrir október eins og mögulegt er, ná fullum skilum og skila mjaltaathugun sem keyrð var nú í september. Þannig náum við sem mestum upplýsingum með í næstu keyrslu. Nafn og nr. Faðir Móðir, uppruni og móðurfaðir M jó lk F itu % P ró te in % A fu rð ir F rjó se m i F ru m ut al a G æ ða rö ð S kr ok ku r Jú gu r S pe na r M ja lti r S ka p E nd in g K yn bó ta ei nk un n H æ ð dæ tr a 2007054 Keipur 07054 T Þollur 99008 679, Þorvaldseyri, A-Eyjafjöllum Kaðall 94017 122 94 100 118 114 89 108 111 112 100 112 85 109 110 5,6 2007058 Blámi 07058 T Laski 00010 Doppa 122, Bláfeldi, Staðarsveit Punktur 94032 114 84 100 113 102 111 102 110 107 115 94 99 107 109 5,4 2008017 Blómi 08017* Náttfari 00035 Sól 082, Heggsstöðum, Andakíl Kaðall 94017 109 94 89 102 97 130 100 112 115 129 94 104 110 107 5,4 2008021 Þáttur 08021* Laski 00010 Snúra 254, Berjanesi, V-Landeyjum Roði 96978 89 120 123 101 81 93 100 80 102 121 113 114 114 104 5,8 2009003 Gustur 09003 T Laski 00010 Rán 384, Hóli, Sæmundarhlíð Hersir 97033 96 106 116 104 108 107 99 97 109 101 102 116 108 106 5,6 2009021 Bolti 09021 T Spotti 01028 Skinna 192, Birtingaholti 4, Hrunamannahr. Snotri 01027 119 92 104 119 75 87 115 111 110 102 112 97 98 107 6,6 2010011 Strákur 10011* Pontíus 02028 Hvönn 161, Naustum, Eyrarsveit Kaðall 94017 123 102 90 115 106 89 114 94 104 100 117 96 97 107 5,8 2010040 Fossdal 10040* T Glæðir 02001 Fossa 476, Merkigili, Eyjafirði Hamar 94009 114 88 104 114 94 114 84 98 132 98 93 106 110 110 5,8 2010061 Kústur 10061 Gyllir 03007 Litla-Skessa 322, Birtingaholti 4, Hrunam.hr. Tópas 03027 116 106 108 117 96 109 82 100 110 106 99 83 96 107 5,3 2010067 Lúður 10067* Gyllir 03007 Flauta 343, Brúnastöðum, Flóa Ófeigur 02016 112 98 126 122 94 99 111 100 120 100 117 100 98 112 5,6 2010069 Sólon 10069 Ás 02048 Sólströnd 354, Bessastöðum, Heggstaðanesi Glanni 98026 115 104 117 120 92 90 81 100 107 110 104 88 99 108 5,8 2010077 Dropi 10077* Glæðir 02001 Sletta 349, Fossi, Hrunamannahr. Stígur 97010 114 83 117 119 115 113 98 99 134 99 106 108 106 115 5,9 2010079 Neptúnus 10079 Flói 02029 Sokka 219, Hvanneyri, Andakíl Hegri 03014 105 107 116 112 99 86 92 102 113 109 113 96 95 106 5,5 2010081 Úranus 10081 Síríus 02032 Urður 1229, Hvanneyri, Andakíl Laski 00010 130 87 100 124 106 87 138 105 117 100 134 115 100 115 6,1 2010086 Bætir 10086* Síríus 02032 Bót 237, Núpstúni, Hrunamannahreppi Stöðull 05001 99 107 101 99 102 96 102 108 117 100 112 129 103 104 5,5 2010089 Úlli 10089* Ófeigur 02016 Rán 476, Dæli, Fnjóskadal Hryggur 05008 119 101 120 124 117 103 109 102 110 98 107 101 94 113 6,3 Nautsfaðir T: Tilkynna nautkálfa * Getur gefið hyrnd afkvæmi Kynbótaeinkunn = 0,44*afurðir + 0,08*mjaltir + 0,08*frumutala + 0,08*júgur + 0,08*ending + 0,08*spenar + 0,08*frjósemi + 0,08*skap Afurðir = 0,85*magn mjólkurpróteins + 0,15*prótein% NAUT 2016 - Reynd naut Nautastöðvar BÍ sem fyrirhugað er að nota sæði úr haustið 2016

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.