Bændablaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016
Í tilefni þess að mikil jarð-
skjálftahrina hefur verið við
Kötlu undanfarið er gaman
að rifja upp þjóð- og goðsögur
sem tengjast jarðhræringum og
jarðskjálftum.
Allar þjóðir sem búa á jarð-
skjálftasvæðum eiga sínar þjóð-
og goðsögur sem útskýra orsök
þeirra. Þó að þessi trú samræm-
ist ekki þekkingu nútímavísinda
á fyrirbærinu er hún um margt
merkileg og lýsir hugmynda-
fræði fólks sem er að búa sér til
skýringar á fyrirbærum sem það
skilur ekki.
Samkvæmt norrænni goðafræði
verða jarðskjálftar þegar Sigyn,
kona. Loka, tæmir skálina sem hún
heldur undir gini eiturnöðrunnar
sem hangir yfir honum. Eitrið úr
slöngunni drýpur þá í andlit Loka
og hann hristir sig svo hressilega
að jörðin nötrar og skelfur.
Indíánar í Mexíkó segja að
jarðskjálftar eigi sér stað þegar
undirheimaguðinn El Diablo og
djöflar hans ferðast um neðanjarð-
ar til þess að koma af stað ófriði
einhvers staðar á jörðinni.
Kaliforníuindíánar hafa
aðra skýringu á jarðskjálftum.
Goðsagnir þeirra herma að í
árdaga hafi bara verið til vatn.
Andinn mikli ákvað því að skapa
löndin og kom þeim fyrir á bakinu
á þremur skjaldbökum. Dag einn
varð skjaldbökunum sundurorða
og fóru þær að rífast og synti hver
þeirra í sína áttina. Við það hristust
löndin og skulfu. Skjaldbökurnar
gátu ekki synt langt þar sem
löndin eru þung. Þær sneru því
við og sættust. En annað slagið
lendir þeim saman aftur og synda
þær þá hver í sína áttina og sagan
endurtekur sig.
Í Perú trúðu innfæddir að
skjálftar ættu sér stað þegar
guðinn mikli gekk um jörðina
í þeim tilgangi að kasta tölu á
mennina. Til þess að flýta fyrir
talningunni hljóp fólkið út úr
húsum sínum og hrópaði: „Hér
er ég, hér er ég!“
Indverskar goðsagnir skýra
jarðskjálfta með því að einn hinna
fjögurra fíla sem halda jörðinni
uppi sé orðinn þreyttur á byrðinni
og beygi sig örlítið til að létta á
þunganum.
Hirðingjar í Síberíu telja aftur
á móti að jörðin hristist þegar
sleðahundar guðsins Tuli klóra
af sér flærnar.
Í Mongólíu og Kína er til
saga sem segir að jarðskjálftar
og jarðhræringar stafi af því að
froskurinn sem ber jörðina á bak-
inu hristi sig lítillega. Menn þar
eystra leyfa sér ekki að hugsa það
til enda hvað muni gerast ef frosk-
urinn tekur upp á því að hoppa en
afleiðing þess er heimsendir.
Í japönskum goðsögnum er
sérstakur guð sem ver þjóðina
fyrir jarðskjálftum. Guðinn, sem
kallast Kashima, heldur töfrasteini
sínum yfir risastórri leirgeddu ein-
hvers staðar neðanjarðar. Kashima
þarf stanslaust að halda vöku sinni
því að ef hann slakar á eitt andar-
tak byrjar geddan að sprikla og
jörðin hristist.
Þrátt fyrir að lönd og höf skilji
að þjóðir má finna ótrúlegan
samhljóm í þjóð- og goðsögum
þeirra. Margar þjóðir tengja jarð-
skjálftana við risastór dýr sem
annaðhvort hrista sig eða hreyfa
og koma jörðinni á stað með því.
Einnig er freistandi að hugsa
sér einhverja tengingu á milli
hlutverka Sigynjar í norrænni
goðafræði og Kashima í þeirri
japönsku.
Afleiðingar jarðskjálfta og
eldgosa sem þeim geta fylgt geta
verið skelfilegar og sjálfur kýs ég
að trúa frekar á skýringar jarð-
vísindamanna en trúa þjóð- og
goðsögnum. /VH
Katla urrar
STEKKUR
Hæstu tré sem vaxa á Vestfjarða-
kjálkanum nálgast nú tuttugu
metra hæð og má búast við að
þeirri hæð verði náð á næsta
ári. Hnífjafnt er nú í kapphlaupi
alaskaaspar í Dýrafirði og sitka-
grenis í Reykhólasveit.
Starfsfólk landshlutaverkefna í
skógrækt sem nú er hluti af hinni
nýju stofnun, Skógræktinni, hafa hist
árlega á nokkurs konar landsmóti
til að bera saman bækur sínar og
kynnast nytjaskógrækt á lögbýlum í
mismunandi landshlutum. Að þessu
sinni var komið saman á Reykhólum
21.–22. september.
Í tengslum við landsmótið var
efnt til trjámælinga þar sem vitað var
um hæstu tré á Vestfjarðakjálkanum.
Ekki er vitað betur en að nú berjist
myndarleg alaskaösp við Miðbæ
í Haukadal í Dýrafirði um titilinn
hæsta tré Vestfjarða við ekki síður
myndarlegt sitkagrenitré í hinni
ástsælu Barmahlíð í Reykhólasveit.
Mælingin nú sýnir að öspin hefur
náð greninu og sennilega ná bæði
þessi tré að rjúfa 20 metra múrinn á
næsta sumri.
Á eftir að taka sumarið út
Grenið í Barmahlíð mældist nú 19,6
m og hefur bætt við sig 60 cm síðustu
tvö sumur. Öspin mældist 19,7 m og
hefur hækkað um 140 cm á tveimur
sumrum. Sæmundur Þorvaldsson,
skógfræðingur hjá Skógræktinni á
Vestfjörðum, bendir þó á að hafa beri
í huga að grenið eigi eftir að taka út
góða sumarið 2016, ef svo má segja,
en hagstætt veður nýliðins sumars
hafi þegar nýst öspinni. Frá þessu er
sagt á vef Skógræktarinnar, skogur.
is. /MÞÞ
Æsispennandi kappvöxtur alaskaaspar
og sitkagrenis á Vestfjörðum
Skógfræðingar beina tækjum sínum að sitkagrenitrjánum í Barmahlíð. Frá vinstri: Kristján Jónsson, Valgerður Erlingsdóttir og Rakel Jónsdóttir.
Myndir / Sæmundur Kr. Þorvaldsson
Valgerður Jónsdóttir og Arnlín Óladóttir við hæsta sitkagrenitréð í Barmahlíð,
Sitkagrenitrén í Barmahlíð vaxa vel
og það hæsta mælist nú 19,6 metrar
á hæð.
Hröfnum líkar sérlega vel við asp-
ir, ekki einungis til að sitja þar og
krunka heldur naga þeir gjarnan
efstu greinar og toppa auk þess að
taka kvisti úr þeim til hreiðurgerðar.
Hugsanlega gætu heimilishrafnarnir
í Miðbæ komið í veg fyrir að öspin
þar nái nokkurn tíma 20 m hæð enda
hlunkast þeir niður í öspina af full-
komnu kæruleysi.
Brunavarnir Austur-Húnavatnssýslu:
Viðhaldsþörf tækjabúnaðar orðin mikil
Tækjabúnaður Brunavarna
Austur-Húnavatnssýslu er far-
inn að eldast og er viðhaldsþörf
orðin mikil. Þetta koma fram á
stjórnarfundi BAH sem haldinn
var nýlega.
Fram kom á fundinum að mark-
mið Brunavarna væri að fjárfesta
í endurnýjun tækjakosts slökkvi-
bíls á næstu árum þannig að hann
gæti þjónað bæði því hlutverki
að vera tankbíll og dælubíll og að
BAH þurfi mikinn stuðning frá
sveitarfélögunum á svæðinu við
þetta metnaðarfulla og risavaxna
verkefni.
Eldvarnareftirlit í góðu horfi
Mikil ánægja kom fram á fund-
inum með að eldvarnareftirlit á
svæðinu væri komið í gott horf.
Vel gangi að sinna eldvarnar-
eftirliti og sé eldvarnareftirlit til
sveita langt komið. Mikil vinna
þurfi þó að eiga sér stað við að
yfirfara fasteignir í eigu sveitarfé-
laganna að teknu tilliti til eldvarna.
Handbært fé tæp 300 þúsund
Ársreikningur BAH fyrir árið 2015
var lagður fram til samþykktar á
fundinum og kom þar fram að
rekstrartekjur hafi numið 365
þúsund krónum og rekstrargjöld
14,3 milljónum króna. Framlög
sveitarfélaganna námu 16 millj-
ónum króna. Rekstrarniðurstaða
ársins nam 1,9 milljónum króna.
Bókfært eigið fé í árslok nam 9
milljónum króna. Handbært fé í
árslok var 292 þúsund krónur.
/MÞÞ