Bændablaðið - 06.10.2016, Qupperneq 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016
Í stjórnarfrumvarpi um breytingu
á lögum um umgengni um
nytjastofna sjávar og fleira er
sérstaklega verið að taka á nýt-
ingu á þangi og þara. Er ástæða
breytinganna sögð aukinn áhugi
fyrir slíkri nýtingu og því þurfi að
bregðast við með bættum reglum
og eftirliti. Ástæðan er líka aðild
Íslands að alþjóðasamningum og
skuldbindingar um verndun haf-
svæða og lífríkis.
Frumvarpið var kynnt á vef ráðu-
neytisins 15. febrúar sl. og var gefinn
þriggja vikna frestur til umsagna. Þá
var haldinn sérstakur kynningarfund-
ur um það í ráðuneytinu, sem var vel
sóttur, en á fundinum gafst einnig
tækifæri til að kynna áformaðar rann-
sóknir Hafrannsóknastofnunar og
fleiri aðila í Breiðafirði. Fundurinn
var tekinn upp og er aðgengilegur á
vef ráðuneytisins, www.anr.is.
Fjöldi umsagna
Eftirgreindir aðilar sendu inn
umsagnir: Axel Helgason,
Breiðafjarðarnefnd, Fjórðungs-
samband Vestfirðinga, Hafna-
samband Íslands, Hrafnkell
Karlsson, Íslensk bláskel og sjáv-
argróður, Jón Helgi Jónsson, Kári
Lárusson, Kjartan Eggertsson,
Náttúrustofa Vesturlands,
Orkustofnun, Ragnar Aðalsteinsson
hrl. f.h. Félagsbúsins Miðhrauni 2,
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á
Snæfellsnesi, Reynir Bergsveinsson,
Samband íslenskra sveitarfé-
laga, Samtök eigenda sjávarjarða,
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi,
Samtök smærri útgerða, sveitarstjórn
Reykhólahrepps, Vör – sjávarrann-
sóknarsetur og Þörungaverksmiðjan
hf.
Í frumvarpsdrögunum segir að
margar gagnlegar athugasemdir og
ábendingar hafi borist sem leitast var
við að taka tillit til og að nokkru er
greint frá í athugasemdum þessum,
eftir því sem efni og ástæður eru til.
„Samráð var haft innan stjórnsýsl-
unnar við undirbúning þessa frum-
varps, en það var samið af starfshópi
sem í sátu fulltrúar atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytisins, Fiskistofu
og Hafrannsóknastofnunar.“
Rannsóknir hófust á þara
um 1950
Forsagan er rakin til yfirlits um
nýtingu sjávargróðurs í iðnaðar-
skyni. Um 1950 hófust rannsóknir
á vegum Rannsóknarráðs ríkisins á
þaramiðum í Breiðafirði og á árunum
þar á eftir voru gerðar athuganir á
framleiðslu alginsalta úr þara. Eftir
1956 fóru síðan fram rannsóknir á
þaramiðum, öflunaraðferðum og
þaraþurrkunaraðferðum á vegum
raforkumálastjóra. Á árunum 1968–
71 voru þannig fundin og kortlögð
þaramið sem talið var að gætu staðið
undir allt að 10–12 þúsund tonna
framleiðslu.
Verksmiðja gangsett á Reykhólum
1975
Þegar á reyndi voru markaðshorfur
ekki góðar fyrir þara en töluverður
áhugi var á klóþangi, þ.e. þangmjöli,
til nota í landbúnaði í Bandaríkjunum
og alginframleiðslu í Skotlandi. Í
framhaldi þessa var sett upp sérhæfð
verksmiðja til þurrkunar á þangi og
þara á Reykhólum, sem hóf starfsemi
árið 1975. Nýtir verksmiðjan endur-
nýjanlegt hráefni úr sjónum og notar
jarðhita við þurrkun þess.
Verksmiðjan byggir á nýtingu á
klóþangi sem slegið var með sérbún-
um sláttuprömmum frá vori og fram
á haust, eftir því sem sjávarföll og
veðurlag leyfðu. Eftir slátt er við-
komandi svæði jafnan hvílt í 4–5 ár
til að leyfa endurvöxt. Hrossaþari
er einnig nýttur en hann er fyrst og
fremst á 3–15 m dýpi en stórþari
utar, þar sem meiri ölduhreyfing er,
á 2–20 m dýpi. Þari vex að hluta
til innan netlaga sjávarjarða, sem
eru 60 faðmar eða 115 metrar frá
stórstraumsfjöruborði. Hefur þarinn
verið sóttur af skipi (Karlsey) með
sérútbúnum öflunartækjum, þ.e.
þarakló.
Um og yfir 20 þúsund tonn
af þara
Í greinargerð Karls Gunnarssonar
hjá Hafrannsóknastofnun, sem
fylgir frumvarpinu, er gerð nánari
grein fyrir öflun þangs og þara í
Breiðafirði. Þar kemur fram að
undanfarin ár hafi afli klóþangs
numið um eða yfir 15.000 tonnum
árlega og samanlagður afli hrossa-
þara og stórþara um eða undir 5.000
tonnum. Á árinu 2013 var landað
15.000 tonnum af þangi, 4.500 tonn-
um af hrossaþara og 3.000 tonnum af
stórþara, eða samtals 22.500 tonnum.
Við samþykkt frumvarpsins myndi
álögð veiðigjöld vegna slíks afla
nema 20,9 milljónum króna. Þá er
búið að draga frá 1,6 milljóna króna
afslátt.
Í geinargerð Hafrannsókna-
stofnunar er bent á að við kynn-
ingu frumvarpsins hafi komið fram
veruleg gagnrýni á þessa tillögu og
var m.a. bent á að bera þurfi hæð
veiðigjalds á sjávargróður saman við
veiðigjald á aðra nytjastofna sjávar,
en það virðist auðhægast að gera
með því að bera saman útflutnings-
verðmæti. Þá segir:
„Árið 2013 nam útflutnings-
verðmæti íslenskra sjávarafurða
272 ma.kr. en veiðigjöld námu 9,7
ma.kr (af því var svonefnt almennt
veiðigjald 4,9 ma.kr). Með því
námu veiðigjöld 3,57% af útflutn-
ingsverðmæti (af því nam almennt
veiðigjald 1,8% af útflutningsverð-
mæti). Árið 2013 nam útflutnings-
verðmæti þangmjöls 491 m.kr., en
miðað við framangreinda tillögu um
1 kr./kg hefði veiðigjald numið 4,3%
af útflutningsverðmæti. Það er of
hátt og nærtækara virðist að líta til
samanburðar til álagningarhlutfalls
almenns veiðigjalds sem yfirfært á
þangmjöl hefði numið 8,84 m.kr.
(1,8%).“
Í meirihlutaeigu dótturfélags
FMC samsteypunnar
Fyrirtækið FMC Biopolymer, er sam-
kvæmt frumvarpinu meirihlutaeig-
andi verksmiðjunnar á Reykhólum.
Er það sagt langstærsti framleiðandi
alginata og tengdra afurða úr þara í
Noregi. Þetta fyrirtæki hefur reyndar
skipt um nafn samkvæmt athugun
Bændablaðsins og heitir nú FMC
Health and Nutrition.
Starfsstöð fyrirtækisins á Karmøy
í Rogalandi vann árið 2010 úr um
150 þús. tonnum af stórþara. Þá eru
slegin um 50 þús. tonn af klóþangi
á hverju ári í Noregi.
Frá öðrum löndum má nefna að
á Írlandi eru slegin um 30 þús. tonn
af klóþangi á ári og í Kanada um 14
þús. tonn.
Á Grænlandi hafa verið gefin út
fjögur leyfi til öflunar þangs eða þara
en engin vinnsla er þó hafin.
Bent er á í frumvarpinu að aukinn
áhugi sé á nýtingu þangs og þara
við Ísland.
„Hið minnsta tveir aðilar hyggj-
ast hefja slíka starfsemi á næstunni,
eins og m.a. hefur komið fram í
fjölmiðlum. Líklegt virðist að þessi
aukni áhugi tengist góðum mark-
aðsaðstæðum, en aukin eftirspurn
virðist eftir þessum þörungum til
notkunar í alls kyns iðnaði, m.a. sem
svonefnd hleypiefni og íblöndunar-
efni í áburði. Ýmsar þörungaafurðir
eru ákjósanlegar til að bæta bragð,
útlit og hollustu matvara og er aukin
eftirspurn eftir þeim í líftækni og
jafnvel til lækninga. Í ljósi þessa er
full ástæða fyrir stjórnvöld að fylgj-
ast vel með þróun nýtingar þarans og
þó einkum þangsins, efla rannsókn-
ir á þessu sviði og setja reglur um
skráningu og eftirlit með nýtingunni,
eins og lagt er til með frumvarpinu.“
/HKr.
Aukinn áhugi sagður vera á frekari nýtingu þangs og þara við Ísland sem kalli á hertar reglur:
Um 20 þúsund tonnum af þangi og
þara landað í Breiðafirði árlega
Úr greinargerð Hafrannsóknastofnunar með frumvarpinu.
MC Biopolymer, meirihlutaeigandi Þörunga-
verksmiðjunnar á Reykhólum, heitir nú FMC
Health and Nutrition. Þörungaverksmiðjan er
með alþjóðlega lífræna vottun, sem og íslenska og
bandaríska. Þar sem Þörungaverksmiðjan flokkast
sem hlutdeildarfélag er það ekki skráð á heimasíðu
móðurfélagsins FMC Corporation sem eitt af þess
eigin fyrirtækjum.
FMC Health and Nutrition er hluti af samsteypu
sem heitir FMC Corporation sem rekur uppruna sinn til
Kaliforníu í Bandaríkjunum árið 1883. Það þjónustar
nú landbúnað, iðnað og neytendamarkað um allan
heim. Stjórnarformaður og forstjóri móðurfélagsins
heitir Pierre Brondeau.
FMC er með um 6.000 starfsmenn víða um heim
og heildarveltan var um 3,3 milljarðar dollara á árinu
2015. Á öðrum ársfjórðungi 2016 var veltan 810 millj-
ónir dollara, eða heldur meiri en á fyrsta ársfjórðungi.
Þar af námu tekjur MC Health and Nutrition fyrirtækj-
anna 45 milljónum dollara. Verð á hlutum í FMC voru
þann 26. september sl. á markaði NYSE 48,3 dollarar
og hefur farið mjög vaxandi. Var verðið á hlut um 33
dollarar fyrir einu ári.
Inni í rekstrinum er starfsemi fyrirtækisins
Cheminova sem FMC yfirtók í apríl 2015. Starfsemin
markast af þrem grunneiningum sem eru FMC
Agricultural Solutions, FMC Health and Nutrition
(áður FMC Biopolymer) og FMC Lithium.
FMC Health and Nutrition fyrirtækin eru víða.
Í Evrópu eru þrjú þeirra staðsett í Belgíu. Eitt er í
Frakklandi, annað á Írlandi, eitt í Noregi, Póllandi,
Spáni og í Bretlandi.
Framleiðslan miðast mikið við þarfir landbúnað-
ar og matvælaframleiðslu. Úr þara og þangi er m.a.
framleitt fóður og alginöt sem eru íblöndunarefni í
ótrúlega fjölbreyttar fæðutegundir. Þar má t.d. nefna
bjór, en þar nýtist efnið til að viðhalda froðu. Þá er
það líka notað í ísgerð og margvíslega matvælafram-
leiðslu. Eins er alginat, sem unnið er úr þangi og þara,
notað í margvíslegum öðrum iðnaði m.a. í prentiðnaði,
textílframleiðslu og lyfjaframleiðslu. Auk þess tengist
starfsemi FMC lyfjageiranum í gegnum FMC Lithium.
Hluti af FMC samsteypunni
volundarhus.is · Sími 864-2400
VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m²
án fylgihluta.
með fylgihlutum og
byggingarnefndar teiknisetti.
Grunnmynd og nánari
upplýsingar á heimasíðu
www.volundarhus.is
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 4,7m²
m/opnanlegum glugga
kr. 189.900,- án fylgihluta
kr. 219.900,- m/fylgihlutum
70 mm bjálki / Tvöföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m²
kr. 299.900,- án fylgihluta
kr. 359.900,- m/fylgihlutum
TILBOÐ - GARÐHÚS 4,4m²
kr. 169.900,- án fylgihluta
kr. 199.900,- m/fylgihlutum
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
50% afsláttur
af flutningi á
GARÐHÚSUM og
GESTAHÚSUM
á allar þjónustu-
stöðvar Flytjanda.
GESTAHÚS og
GARÐHÚS
sérhönnuð fyrir
íslenskar aðstæður
Sjá fleiri
GESTAHÚS og
GARÐHÚS á tilboði
á heimasíðunni
volundarhus.is ATH! 34 mm bjálki / Tvöföld nótun
RISA HAUSTTILBOÐ
Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM
Þörungaverksmiðjan á Reykhólum. Mynd / HKr.
Þörungaverksmiðjan nýtir jarðhita
við þurrkun þangs og þara. Mynd / HKr.