Bændablaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 Local Food Festival-matarmenningarhátíðin á Akureyri: Metfjöldi gesta sótti hátíðina heim Mikið fjölmenni sótti Local Food Festival-matarmenningarhátíðina sem fram fór á Akureyri um síð- astliðna helgi. Gestafjöldinn er áætlaður á milli 15 til 16 þúsund manns sem gerir sýninguna að þeirri fjölsóttustu fram til þessa. Sýningin var hin glæsilegasta og lögðu sýnendur mikinn metnað í að gera hana sem best úr garði. Ýmsar keppnir voru einnig í gangi og vöktu þær athygli gesta. Tilgangur Local Food- hátíðarinnar er að vekja athygli á Norðurlandi og þeirri miklu mat- vælaframleiðslu sem þar fer fram, fjölbreyttu úrvali veitingastaða, mat- armenningu og annarri framleiðslu sem tengist matvælum. Norðurland er stærsta mat- vælaframleiðslusvæði landsins og er sýningin því kjörinn vettvangur fyrirtækja og einstaklinga í geiranum til að vekja athygli á framleiðslu, matarmenningu, matartengdri ferða- þjónustu og verslun. Aron Bjarni Davíðsson á Múla- bergi fór með sigur af hólmi í keppni meðal kokkanema. Þá öttu þeir Einar Geirsson og Jónas Jóhannsson kokkaeinvígi á hátíðinni sem margir fylgdust grannt með. Áttu þeir félagar að elda tveggja rétta máltíð á sextíu mínútum. Ámundi Rögnvaldsson á R5 bar var sigurvegari í kokteila- keppninni sem einnig var efnt til. Þórhildur Lilja Einarsdóttir átti köku ársins. Bás Kjarnafæðis var valinn fallegasti básinn, Segull 67 átti frumlegasta básinn á sýningunni og Langabúr fékk frumkvöðlaverð- laun ársins. /MÞÞ Fullt var út úr dyrum á Local Food Festival sem haldin var á Akureyri um síðustu helgi. Á innfelldu myndinni er Jón Birgir Tómasson, matreiðslunemi á Bautanum, sem stóð sig einkar vel á Myndir / MÞÞ Bautans á Akureyri sló ekki slöku við á Local Food-hátíðinni, en gestir fengu að bragða á bæði samlokum og hamborgurum frá fyrirtækinu. - ingunni Local Food í Íþróttahöllinni, m.a. la mbalæri sem féll vel í kramið h já gestum. Guðni Hannes Guðmundsson (hér til vinstri) sem á og rekur verslunina Langabúr ásamt eig- inkonu sinni Indu Björk Gunnars- gefa gestum að smakka á ostinum, kúluskít sem hann hefur búið til og selur í verslun sinni. Langabúr var opnað fyrir síðustu jól og þar má m.a. nálgast eigin framleiðslu Guðna sem er mjólkurfræðingur en einnig er þar í boði varningur frá -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.