Bændablaðið - 06.10.2016, Page 32

Bændablaðið - 06.10.2016, Page 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 Local Food Festival-matarmenningarhátíðin á Akureyri: Metfjöldi gesta sótti hátíðina heim Mikið fjölmenni sótti Local Food Festival-matarmenningarhátíðina sem fram fór á Akureyri um síð- astliðna helgi. Gestafjöldinn er áætlaður á milli 15 til 16 þúsund manns sem gerir sýninguna að þeirri fjölsóttustu fram til þessa. Sýningin var hin glæsilegasta og lögðu sýnendur mikinn metnað í að gera hana sem best úr garði. Ýmsar keppnir voru einnig í gangi og vöktu þær athygli gesta. Tilgangur Local Food- hátíðarinnar er að vekja athygli á Norðurlandi og þeirri miklu mat- vælaframleiðslu sem þar fer fram, fjölbreyttu úrvali veitingastaða, mat- armenningu og annarri framleiðslu sem tengist matvælum. Norðurland er stærsta mat- vælaframleiðslusvæði landsins og er sýningin því kjörinn vettvangur fyrirtækja og einstaklinga í geiranum til að vekja athygli á framleiðslu, matarmenningu, matartengdri ferða- þjónustu og verslun. Aron Bjarni Davíðsson á Múla- bergi fór með sigur af hólmi í keppni meðal kokkanema. Þá öttu þeir Einar Geirsson og Jónas Jóhannsson kokkaeinvígi á hátíðinni sem margir fylgdust grannt með. Áttu þeir félagar að elda tveggja rétta máltíð á sextíu mínútum. Ámundi Rögnvaldsson á R5 bar var sigurvegari í kokteila- keppninni sem einnig var efnt til. Þórhildur Lilja Einarsdóttir átti köku ársins. Bás Kjarnafæðis var valinn fallegasti básinn, Segull 67 átti frumlegasta básinn á sýningunni og Langabúr fékk frumkvöðlaverð- laun ársins. /MÞÞ Fullt var út úr dyrum á Local Food Festival sem haldin var á Akureyri um síðustu helgi. Á innfelldu myndinni er Jón Birgir Tómasson, matreiðslunemi á Bautanum, sem stóð sig einkar vel á Myndir / MÞÞ Bautans á Akureyri sló ekki slöku við á Local Food-hátíðinni, en gestir fengu að bragða á bæði samlokum og hamborgurum frá fyrirtækinu. - ingunni Local Food í Íþróttahöllinni, m.a. la mbalæri sem féll vel í kramið h já gestum. Guðni Hannes Guðmundsson (hér til vinstri) sem á og rekur verslunina Langabúr ásamt eig- inkonu sinni Indu Björk Gunnars- gefa gestum að smakka á ostinum, kúluskít sem hann hefur búið til og selur í verslun sinni. Langabúr var opnað fyrir síðustu jól og þar má m.a. nálgast eigin framleiðslu Guðna sem er mjólkurfræðingur en einnig er þar í boði varningur frá -

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.