Bændablaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 49
49 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 Mánablóms-vettlingar frá DROPS Design HANNYRÐAHORNIÐ Gallery Spuni DROPS Design: Mynstur nr fa-321 Garnflokkur A Stærð: Ein stærð Efni: DROPS FABEL frá Garnstudio 50 gr litur nr 400, svartur 50 gr litur nr 623, bleikt ský DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3 – eða sú stærð sem þarf til að 24 l og 32 umf með mynstri verði 10 x 10 cm. DROPS SOKKAPRJÓNR NR 2,5 – fyrir stroff. MYNSTUR: Sjá teikningu A.1 til A.4. Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni. HÆGRI VETTLINGUR: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 64 l á sokkaprjóna nr 2,5 með svörtu. Prjónið 1 umf sl, síðan eru prjónaðar 10 umf stroff (= 1 l sl, 1 l br). Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3 og prjónið 1 umf sl með svörtu þar sem fækkað er um 4 l jafnt yfir = 60 l. Prjónið síðan mynstur hringinn eftir mynstri A.1 (= 5 mynstureiningar í umf). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er prjónuð 1 umf sl með svörtu þar sem fækk- að er um 4 l jafnt yfir = 56 l. Prjónið síðan mynstur hringinn eftir teikningu A.2 (= 7 mynstureiningar í umf). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónuð 1 umf slétt með svörtu þar sem aukið er út um 4 l jafnt yfir = 60 l. Prjónið síðan mynstur hringinn eftir mynstri A.3. Þegar prjónað hefur verið upp að 3 heilu svörtu rúðunum í A.3, prjónið A.4 síðan yfir þessar 3 l fyrir þumal (hinar l halda áfram í A.3). Aukið út í A.4 eins og sýnt er í mynstri (í umf á eftir útaukningu er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist göt). Þegar aukið hefur verið út alls 6 sinn- um á hvorri hlið (= 15 l fyrir þumal), eru prjónaðar 3 umf án útaukningar eins og sýnt er í A.4, síðan eru 15 þumal-l settar á 1 band. Fitjið upp 3 nýjar l yfir l á bandi = 60 l á prjóni. Haldið áfram hringinn eftir A.3. Þegar úrtaka byrjar efst á vettling, fellið af með svörtu hvoru megin við 3 l á hvorri hlið (1 l bleikt ský, 1 l svartur og 1 l bleikt ský). Eftir úrtöku eru 12 l eftir á prjóni. Klippið frá og dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. Allur vettlingurinn mælist ca 30 cm. ÞUMALL: Setjið til baka þær 15 þumal-l á sokkaprjóna nr 3. Prjónið upp 9 l í kantinn fyrir aftan þuma = 24 l. Haldið áfram hringinn eftir mynstri A.4. Þegar úrtakan byrjar efst á þumli, fellið af með bleiku skýi hvoru megin við 1 l svörtu á hvorri hlið. Eftir úrtöku eru 8 l eftir á prjóni. Klippið frá og dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp og prjónið eins og hægri vettlingur, en þær 3 l fyrir þumal eru prjónaðar í 2.-3. og 4. l frá vinstri hlið í mynstri A.3. Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 8 9 7 2 9 7 2 3 1 2 8 6 5 6 5 7 8 3 4 7 1 5 4 7 8 2 2 4 3 9 5 9 6 1 2 7 9 1 3 4 Þyngst 8 6 9 3 5 2 1 1 5 4 3 9 8 7 6 1 9 2 4 7 3 9 1 8 5 8 2 9 7 3 6 7 8 1 4 2 2 3 9 7 9 6 1 5 9 1 8 7 6 2 5 1 8 6 5 4 6 2 3 8 4 9 2 3 7 2 3 5 8 7 1 5 2 7 1 3 2 2 9 5 6 6 7 4 1 8 3 3 5 6 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Fyrsta minningin þegar ég eignaðist Sóla Elísabet Arndís heldur upp á eit- urslöngur en man fyrst eftir því þegar hún eignaðist Sóla, gullfisk- inn sinn. Nafn: Elísabet Arndís Snæ björns- dóttir. Aldur: 4 ára. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Kópavogi. Skóli: Leikskólinn Sólhvörf. Hvað finnst þér skemmtilegast í skól- anum? Að fara í listasmiðju og gera grímur og kórónur. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Eiturslanga. Uppáhaldsmatur: Pasta. Uppáhaldshljómsveit: Páll Óskar. Uppáhaldskvikmynd: Storks sem ég sá í gær í bíó. Fyrsta minning þín? Þegar ég eign- aðist gullfisk sem heitir Sóli. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð- færi? Ég æfi fimleika. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Vinna í bíói. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að fara í vatnsrenni- brautagarð. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Já ég fór í vatnsrennibrauta- garð. Næst » Elísabet skorar á Þóreyju Maríu Einars- dóttur, vinkonu sína, sem er í Ísaksskóla. Vantar þig íslenskan lopa? Álafosslopi - Plötulopi - Léttlopi - Einband - Bulkylopi - Kambgarn Heimasíðan gefjun.is býður upp á lopa frá Ístex á lægsta fáanlega verði ! Sendum um allt land! www.galleryspuni.is 25% afsláttur af Merino garni. 7. sept - 7. okt A.1 12 A.2 8 A.3 A.4 3 = bleikur = svartur = sláið uppá prjóninn á milli 2 l = 2 l slétt saman með svörtu = takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl með svörtu, steypið óprjónuðu l yfir = 2 l slétt saman með bleiku = takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl með bleiku, steypið óprjónuðu l yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.