Bændablaðið - 23.03.2017, Page 2

Bændablaðið - 23.03.2017, Page 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Ormsstaðir sneru viðskiptum sínum til Stjörnugríss á dögunum, eftir 49 ára viðskiptasögu við Sláturfélag Suðurlands (SS). Ákvörðunin er tekin, að sögn bóndans, til að styðja við íslenska kjötframleiðslu. Guðný Tómasdóttir, svínabóndi á Ormsstöðum, segir að ákvörðunin um að flytja sig til Stjörnugríss hafi ekki snúist fyrst og fremst um pen- inga. „Þetta snerist aðallega um vilja okkar til að standa með íslenskri framleiðslu, vera stoltir af henni og kynna styrkleika hennar,“ segir Guðný en Ormsstaðir hafa lagt framleiðslu sína inn til SS frá árinu 1968. Þegar Ormsstaðir söðluðu um var einungis eitt íslenskt gyltubú eftir í föstum við- skiptum við SS. Mikið framboð af ódýru innfluttu kjöti „Þrátt fyrir aukna eftirspurn á svína- kjöti á undanförnum árum, vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og aukinnar innlendrar neyslu, höfum við ekki fundið fyrir því í hærra verði til bænda. Það skýrist af því að samhliða þessu hefur innflutningur á svínakjöti stóraukist. Þegar við höfum óskað eftir betra verði hefur okkur verið svarað með því að benda á að það sé mikið framboð af ódýru innfluttu kjöti og það hefur haldið verðinu til okkar niðri,“ útskýrir Guðný. Hún segir þetta vera mikil von- brigði enda hafi þau – eins og aðrir svínabændur á Íslandi – keppst við að auka gæði framleiðslunnar. „Það höfum við meðal annars gert með markvissri vinnu við að bæta aðbúnað dýranna sem og með því að lágmarka alla lyfjagjöf til þeirra þannig að hún er með því langminnsta sem þekkist í heiminum. Það er því að okkar mati afar ósanngjarnt af fyrirtæki eins og SS, sem er samvinnufélag bænda, að leggja innfluttar afurðir af dýrum, sem alin eru við allt aðrar og verri aðstæður en þekkist hér á landi, að jöfnu við okkar afurðir. Okkur hefur því einfaldlega ekki þótt SS standa nægilega vel með íslenskum svínabændum og höfum þess vegna tekið þessa ákvörðun,“ segir Guðný. Allar afurðir íslenskar Að sögn Guðnýjar notar Stjörnugrís eingöngu íslenska framleiðslu og með því að færa viðskiptin þangað telji þau sig standa betur á bak við innlenda framleiðslu. „Neytendur geta gengið að því sem vísu að allar afurðir frá Stjörnugrís eru íslensk framleiðsla. Þar er íslenskri framleiðslu ekki blandað saman við innflutt kjöt sem neytendur geta ekki nálgast fullnægjandi upplýs- ingar um; varðandi uppruna, aðbúnað og lyfjagjöf.“ Þegar Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri SS, er inntur eftir því hvort þessi umskipti Ormsstaða muni leiða til þess að vægi innflutts svínakjöts í framleiðslu þeirra muni aukast, segir hann að SS hafi skyldum að gegna gagnvart eigendum sínum (bændum), starfsfólki, neytendum, viðskiptavinum og samfélagi. „Einn af lykilþáttum rekstrarins er að tryggja nægjanlegt hráefni til framleiðslunnar. Þannig kaupir félagið iðulega hráefni af öðrum sláturleyfishöfum innan- lands og sú staða hefur oft komið upp í gegnum tíðina að vegna skorts innan- lands hefur félagið neyðst til að flytja inn nauta- og svínakjöt til að tryggja vöruframboð og eðlilega starfsemi,“ segir Guðmundur. Umbúðum breytt ef nauðsyn krefur SS hefur um nokkurn tíma notað slag- orðið „íslensk framleiðsla – íslenskt kjöt“ – til að mynda á umbúðum á unnum kjötvörum og eins hefur það verið að finna á vef félagsins, sem yfirskrift yfir vöruflokkana sem í boði eru. Guðmundur segir að félag- ið hafi ávallt getið þess á umbúðum þegar um innflutt kjöt sé að ræða eða blöndu af íslensku og innfluttu kjöti. „SS framleiðir margs konar vörur undir mörgum vörumerkjum og mun hér eftir sem hingað til merkja vörur sínar í samræmi við eigin stefnu og gildandi lög og reglugerðir. Þannig verður umbúðum breytt ef nauðsyn krefur.“ Þegar blaðamaður skoðaði umbúð- ir á unnum kjötvörum frá SS um miðja síðustu viku var merkið „íslensk fram- leiðsla – íslenskt kjöt“ að finna á þeim í einhverjum tilvikum. Á öðrum var hvergi getið um uppruna þess kjöthrá- efnis sem notað var til framleiðslunn- ar. Guðmundur útskýrir þetta þannig að SS líti svo á að ef annað er ekki tilgreint sérstaklega, sé kjötið íslenskt. Þess skal getið að þó að reglugerð hafi tekið gildi um síðustu áramót, sem kveður á um að skylt sé að til- greina upprunaland allra kjötafurða, gildir hún ekki um unnar kjötvörur. Þá ákvarðast uppruninn af þeim stað þar sem varan undirgekkst síðustu umtals- verðu umbreytingu. Skinka eða beikon sem unnið er á Íslandi þarf því ekki að upprunamerkja. Guðmundur segist ekki vilja ræða málefni eða viðskipti einstakra félagsmanna í fjölmiðlum, það sé ekki viðeigandi. „Almennt er það svo að svínabændur líkt og allir aðrir bændur hafa frjálst val um það hvert þeir beina afurðaviðskiptum sínum og sem betur fer eru bændur ekki bundnir á klafa í þeim efnum. Innleggjendur flytja sig milli afurðastöðva á eigin forsendum eftir því sem þeir telja hagsmunum sínum best borgið hverju sinni.“ Svínakjöt eina kjöttegundin sem hækkaði til bænda „Sláturfélagið ákveður það afurða- verð sem það greiðir bændum hverju sinni þar sem tekið er tillit til stöðu viðkomandi kjöttegundar á markaði innanlands og utan, hráefnisþarfar félagsins, birgðastöðu og fleiri þátta. Verð á kindakjöti breytist yfirleitt einu sinni á ári en verði á öðrum kjöttegundum er breytt oftar eftir því sem aðstæður krefja. Þannig lækkaði verð á kindakjöti sl. haust, hrossakjöt lækkaði sömuleiðis en nautgripaverð hélst óbreytt allt síðasta ár. Eina kjöt- tegundin sem hækkaði til bænda var svínakjöt. Þá hefur félagið ákveðið að greiða 2,5% viðbót á allt afurða- innlegg ársins 2016 og sýnist okkur að félagið hafi þar með greitt hæsta afurðaverð landsins í fyrra,“ segir Guðmundur. /smh Fréttir Svínabændurnir á Ormsstöðum færa viðskiptin frá Sláturfélagi Suðurlands eftir um 50 ára viðskiptasögu: Vilja standa með íslenskri framleiðslu Guðný Tómasdóttir, svínabóndi á Ormsstöðum í Grímsnesi. Mynd / smh Upptaka félagsgjalda hjá Bændasamtökum Íslands: Fyrstu skref í innheimtu félagsgjalda lofa góðu Í fyrstu viku marsmánaðar voru bændum sendir gíróseðlar vegna félagsgjalda Bændasamtakanna fyrir árið 2017. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkra mánuði en eftir að búnaðargjaldið var fellt niður var ákveðið að taka upp hefðbundin félagsgjöld hjá samtökunum. Með þeirri aðgerð var létt af um 600 milljóna króna útgjöldum af landbúnaðinum, en hluti þessara fjármuna fór til Bændasamtakanna, eða um 130 milljónir króna. Starfsfólk BÍ hefur á síðustu dögum verið önnum kafið við að ræða við félagsmenn um gjaldið og uppfæra félagatalið í samræmi við nýjar upplýsingar. Margir nýttu sér bændatorgið við að yfirfara sínar skráningar og þá hefur fjöldi tölvu- pósta og símtala borist starfsfólki BÍ. Guðbjörg Jónsdóttir er verkefn- isstjóri við upptöku félagsgjaldanna og hún segir viðtökur bænda almennt góðar. „Nú höfum við stigið það skref að senda bændum gíróseðla ásamt upplýsingabréfi. Töluvert álag hefur verið á starfsmönnum Bændasamtakanna síðustu daga sem hafa sinnt fyrirspurnum og leiðréttingum á sjálfu félagatalinu. Einnig hafa aðildarfélögin og starfs- menn Ráðgjafarmiðstöðvar landbún- aðarins lagt þessu verkefni lið og verið til aðstoðar í upplýsingagjöf,“ segir Guðbjörg. Tæplega 4800 innheimtuseðlar Sú ákvörðun var tekin að senda öllum félagsmönnum BÍ gíróseðla en alls voru sendir út tæplega 4.800 reikningar. Fyrir flest bú er upphæð- in 42 þúsund krónur en hægt er að sækja um lækkun fari velta ekki yfir 1,2 milljónir á ári. Félagatal Bænda sam- takanna er byggt upp á upplýsingum frá aðildar- félögum og víða þurfti að gera leiðréttingar og uppfæra upplýsingar eins og gengur. Allmargir ráku upp stór augu þegar jafnvel hjón fengu hvort sinn reikninginn eða eldri bændur, sem voru hættir búskap, fengu innheimtuseðil eins og þeir væru í fullum rekstri. Guðbjörg segir að vissulega hafi þetta verið nokkuð snúið en þetta væru þau gögn sem byggt væri á og unnið væri að leiðréttingum jafnóðum og athugasemdir bærust. „Ekki var möguleiki á að nálgast þetta verkefni nema með góðri þátt- töku félagsmanna sjálfra. Það hefur verið dýrmætt hversu góð viðbrögð hafa verið og sýnir félagslegan styrk bænda í raun. Starfsmenn samtakanna hafa í flestum tilfellum fundið fyrir jákvæðni og velvilja félagsmanna varðandi framkvæmd- ina,“ segir Guðbjörg. Hægt að sækja um lægra félagsgjald Hönnun á félagatalinu og útfærslan á því var unnin af tölvudeild BÍ í samstarfi við tölvufyrirtækið Stefnu á Akureyri. Guðbjörg segir að sam- hliða upp færslu á félagatali BÍ sé unnið að því að bæta upplýsingakerf- ið og sníða þá vankanta sem koma óhjákvæmilega upp. „Það lá t.d. ekki fyrir í öllum tilfellum hvernig para ætti saman hjón og samrekstraraðila saman á eitt gjald og hefur því þurft að gera talsverðar leiðréttingar. Í febrúar var opnað fyrir að bændur gætu leiðrétt og farið yfir sína aðild og það voru margir sem nýttu sér það. Þeir aðilar sem eru umfram tvo sem standa að búrekstri hafa einnig þurft að láta vita um það. Einnig eru farnar að berast umsóknir þeirra félagsmanna sem sækja um lægra gjald á grundvelli lágmarksveltu,“ segir Guðbjörg og á þar við rekstrar- aðila sem eru með undir 1,2 milljónir í árstekjur af búskapnum. Þeir geta sótt um að borga einungis 12 þúsund krónur í árgjald en njóta allra réttinda sem aðild veitir. Hvetur bændur til að hafa samband „Það liggur fyrir að fram undan er mikil vinna við að leiðrétta félagatöl- in, taka út þá sem hættir eru starfsemi og taka inn þá sem ekki hafa verið skráðir til þessa. Borið hefur á því að félagsmenn og félög í þeirra eigu hafi fengi tvöfalt gjald, en ástæðan er sú að bæði eru skráð sem félagsmenn í félagatali. Þetta þarf að leiðrétta. Við viljum endilega skrá sem fyrst allar leiðréttinga- og bakfærslur og bregð- ast fljótt við erindum þeirra bænda sem hafa samband,“ segir Guðbjörg sem hvetur jafnframt þá bændur sem telja sig vera í samtökunum og hafa ekki fengið greiðsluseðil fyrir félags- gjöldunum að láta í sér heyra. Nánari upplýsingar á bondi.is Eindagi á greiðsluseðlunum er mánu- dagurinn 27. mars en eftir hann fá þeir sem ekki hafa greitt áminningarpóst. Minnt er á að allar nánari upplýsingar um félagsgjöldin er að finna á vef Bændasamtakanna, bondi.is. Bændur geta haft samband í síma 563-0300 og í netfangið bondi@bondi.is /TB Starfsmenn Bændasamtaka Íslands hafa tekið á móti fyrirspurnum og skráningum í BÍ samkvæmt breyttu fyrir- komulagi eftir að búnaðargjaldið og innheimta þess var felld niður. Talið frá vinstri: Sigríður Þorkelsdóttir, Guð- björg Jónsdóttir, Sigurður Eyþórsson, Guðlaug Eyþórsdóttir, Erna Bjarnadóttir, Jóhanna Lúðvíksdóttir, Halldóra Ólafsdóttir og fremst er Auður Oddgeirsdóttir. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.