Bændablaðið - 23.03.2017, Side 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017
Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum
á landinu og á öll lögbýli landsins.
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti
gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi).
Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 5.100 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar −
SKOÐUN
Þótt sumir vilji meina að Guð almáttug-
ur hafi skapað heiminn úr engu, hefur
samt enginn getað sýnt fram á að nokk-
ur hlutur eða verðmæti í mannheimum
verði til úr engu. Nema það sé raunin
um ógnargróða bankanna.
Ríkissjóður gaf út sína fyrstu íslensku
mynt árið 1922 og var gengi hennar skráð
þann 13. júní sama ár. Síðan hefur ríkis-
sjóður og Seðlabanki Íslands eftir stofnun
hans 7. apríl 1961, farið með alla peninga-
útgáfu á Íslandi samkvæmt lögum sem
Alþingi hefur sett. Samkvæmt lögum um
Seðlabanka Íslands hefur hann einkarétt til
þess að gefa út peningaseðla og láta slá og
gefa út mynt eða annan gjaldmiðil sem geti
gengið manna á milli í stað peningaseðla
eða löglegrar myntar.
Já, mikið rétt, samkvæmt lögum fer
Seðlabankinn með peningaútgáfuvaldið,
en í raun er búið að framselja þetta vald
þegjandi og hljóðalaust til bankanna í kjöl-
far tölvuvæðingar peningakerfisins.
Talandi um að „kvótagreifar“ hafi fengið
eitthvað gefins, þá er það í raun brandari
og smámunir í samanburði við það sem
viðgengst í peningakerfi landsmanna. Þótt
hrópað sé í sölum Alþingis og á torgum
um að taka eigi „eðlilegt“ gjald af þeim
veiðirétti sem útgerðum landsins er veittur,
þá heyrist ekki múkk um að leggja gjald á
sjálftöku bankanna vegna útgáfu á rafmynt.
Ekkert venjulegt fyrirtæki í landinu,
ekki einu sinni útgerðirnar, fá sitt hráefni
endurgjaldslaust. Alþingi og stjórnvöld
hafa hins vegar látið það átölulaust að
íslenskir bankar geti búið til sitt hráefni úr
engu. Þeir geta gefið út rafkrónur til útlána
og þegið fyrir það hátt afgjald, án þess að
hafa nokkurn tíma greitt svo mikið sem
eina krónu fyrir afnotaréttinn af rafkrónun-
um til Seðlabankans. Með öðrum orðum,
bankarnir og stjórnendur þeirra eru orðnir
ígildi Guðs almáttugs og búa til verðmæti
úr engu með útgáfu rafpeninga sem enginn
getur fest hendur á. Svo eru menn svo hissa
á exeltölum um ofsagróða þessara stofnana.
Þessi peningaútgáfa byggir ekki á
neinum raunverðmætum og er því ekki
til í fræðilegum skilningi. Rafpeningarnir
eru því ekkert annað en sýndarverðmæti
sem búin eru til í exelskjali. Til að búa til
raunverðmæti sem bakka upp þessa útgáfu,
taka bankarnir svo fyrirframgjald af lán-
takendum í formi vaxta, lántöku- og þjón-
ustugjalda. Þar njóta þeir svo ótrúlegrar og
dyggrar aðstoðar Seðlabanka Íslands og
peningastefnunefndar sem hefur í fjölmörg
ár tekið ákvörðun um ofurháa stýrivexti.
Allt lýtur þetta svo samkvæmt lögum yfir-
stjórnar viðkomandi ráðherra.
Þessir háu stýrivextir, sem nú eru 5%,
gera bönkunum kleift að rökstyðja ofuraf-
gjald fyrir að lána krónur sem þeir eiga í
raun ekkert í og hafa aldrei átt. Þeir búa
bara til peninga sem Seðlabankinn hefur
aldrei gefið út. Þannig verður til mikil
þensla í þjóðfélaginu vegna flæðis og
útgáfu peninga sem enginn hefur stjórn á.
Seðlabankinn kyndir svo stöðugt undir öllu
saman með ákvörðunum um hreint fárán-
lega háa vexti í stað þess að rukka bankana,
eða öllu heldur, að stefna þeim fyrir dóm
fyrir ólöglega útgáfu á íslenskum krónum.
Til viðbótar hefur ofurvaxtahelstefna
Seðlabankans þau áhrif að Ísland er með
einhverja hæstu vexti í heimi. Eðlilega
vilja erlendir fjárfestar ekki fara út úr
slíku umhverfi á meðan hægt er að græða
óstjórnlega á þeim vaxtamun sem það
gefur. Það þýðir svo að krónan rýkur upp
í verðgildi sem engin innistæða er fyrir.
Eitt er samt öruggt – mismunurinn verður
auðvitað á endanum sóttur í ykkar vasa,
kæru lesendur. /HKr.
Allt úr engu
Ísland er land þitt
Toppskarfur með unga sína í Litlaklakki í Dímunarklökkum í Breiða rði. Hann verpir á sjávarklettum í Vestur- og Suður-Evrópu, Suðvestur-Asíu
og Norður-Afríku. Hann hefur oftast vetursetu á svipuðum slóðum og hann verpir, nema þeir fuglar sem verpa allra nyrst. Við Ísland er ein mesta
skarfabyggðin við Breiðafjörð en þar voru talin árið 1975 um 6.600 hreiður og er það einnig aðalvarpsvæði hans. Á veturna er hann við ströndina
um allt Vesturland, frá Vestmannaeyjum og Faxa óann og allt norður fyrir Vest rði, á Ströndum og inn á Húna óa. Mynd / HKr.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur
verið með til umsagnar drög að frumvarpi til
breytinga á búvörulögum sem raska mjög
starfsskilyrðum mjólkuriðnaðarins.
Í frumvarpinu eru lagðar til ýmsar breytingar
sem eru eðlilegar. Flestar þeirra eru einfaldlega
lagfæringar eða leiðréttingar sem þarf að gera á
þeim lögum sem samþykkt voru við afgreiðslu
búvörusamninganna á Alþingi í september síð-
astliðnum. Um þær breytingar er full sátt og
þær eru reyndar meirihluti frumvarpsins, eða
átta greinar af tíu.
En þær tvær sem eftir standa er ekki hægt að
fallast á. Það eru annars vegar ákvæði um heim-
ildir til verðtilfærslu og hins vegar um heimildir
til verkaskiptingar. Í frumvarpinu er ekki að
finna fullnægjandi rökstuðning fyrir þessum
breytingum. Þar er til dæmis hvergi vikið að því
hvort búið sé að greina mögulegar afleiðingar
þessara tillagna fyrir bændur eða neytendur.
Það virðist því ekki hafa verið gert. Vísað er til
þess af hendi ráðuneytisins að breytingarnar sem
lagðar eru til séu sniðnar eftir fyrirkomulaginu í
Noregi og Hollandi. Í vandaðri umsögn Samtaka
afurðastöðva í mjólkuriðnaði um frumvarps-
drögin er gerð skýr grein fyrir því að svo er
einmitt ekki.
Frá því að fyrstu hagræðingaraðgerðir kúa-
bænda hófust árið 1991 með þjóðarsáttarsamn-
ingunum hefur verið gerð hagræðingarkrafa á
bændur og fyrirtæki þeirra í mjólkuriðnaði. Þær
aðgerðir, þ.e. skipulagsbreytingar í mjólkur-
vinnslu, sem og fyrirkomulagi í sölu og dreifingu
mjólkurvara, hafa skilað sér í kostnaðarlækkun
með fækkun afurðastöðva og sérhæfingu þeirra.
Í greinargerð með frumvarpi til breytinga á
búvörulögum sem samþykkt var á Alþingi hinn
28. maí 2004 (lög nr. 85/2004) sagði meðal
annars:
„Með breytingunum er verið að styrkja
framangreindan grundvöll til hagræðingar og
tryggja eðlilega að sú hagræðing njóti enn um
sinn undanþágu frá gildissviði samkeppnislaga
ef það er gert í þeim tilgangi að halda niðri
kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu
mjólkurafurða.“
Þessi hagræðing hefur skilað sér beint til
neytenda og sannreynt hefur verið að þessi
aðferð hefur haldið verði á mjólkurvörum niðri.
Hagræðing hefur skilað sér í lægra verði
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skilaði
skýrslunni „Mjólkurframleiðsla á Íslandi – Staða
og horfur“ til landbúnaðar- og sjávarútvegsráð-
herra árið 2013. Með skýrslunni var leitast við
að greina uppbyggingu mjólkurframleiðslu hér
á landi og þróun hennar síðustu árin á undan.
Þar kom skýrt fram að opinberir styrkir til land-
búnaðarframleiðslu hér á landi hafa lækkað
sem hlutfall af landsframleiðslu á undanförn-
um árum. Þrátt fyrir þetta hefur náðst árangur
í að ná niður verði á helstu mjólkurvörum og
auka framleiðslu. Þar segir einnig að raunverð
á nýmjólk, rjóma, skyri, jógúrt, smjöri og osti
hafi verið lægra árið 2013 en 2003 og að þó svo
verð á mjólkurvörum fari hækkandi hafi verðið
ekki haldið í við þróun á vísitölu neysluverðs. Í
skýrslunni segir einnig að hagkvæmni hafi aukist
mikið í rekstri íslenskra kúabúa árin á undan
og að meðalnyt á hverja íslenska kú hafi aukist
um u.þ.b. 45% frá 1994–2012. Í skýrslunni var
ekki sýnt fram á að annað fyrirkomulag myndi
skila meiri ávinningi. Þessi hagræðing í mjólk-
urframleiðslu hefur því skilað sér í lægra verði
til neytenda en lágmarksverð til bænda hefur
jafnframt hækkað umfram almennt verðlag síðan
2003. Þannig hafa bæði bændur og neytendur
haft ávinning af núverandi fyrirkomulagi sem
grundvallast á því að mjólkuriðnaðurinn, sem
ekki hefur frelsi til að verðleggja afurðirnar
að vild, hefur getað unnið sameiginlega að því
að ná hagræðingunni fram, á grundvelli m.a.
undanþágu frá samkeppnislögum.
Árið 2014 voru tekin saman gögn í skýrslu
(„Árangri skilað til neytenda og bænda –
Hagræðingaraðgerðir kúabænda 1991–2014“)
á vegum Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði
er sýnir jafnframt árangur af hagræðingunni.
Á það skal einnig bent að verðlag mjólkurvara
hefur bein áhrif á vísitölu neysluverðs og þar
með hag almennings í landinu.
Vísum málinu til samráðshóps um
endurskoðun búvörusamninga
Endurskoðun á samkeppnisumhverfi mjólkur-
iðnaðarins heyrir undir málefni samráðshóps
um endurskoðun búvörusamninga, sem þegar
hefur hafið störf og er ætlað að ljúka störf-
um fyrir lok árs 2018. Samkvæmt afgreiðslu
Alþingis á málinu átti þar að tryggja aðkomu
afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og
neytenda. Öll þau sjónarmið eru til staðar í
hópnum nema að afurðastöðvar fengu ekki
að tilnefna fulltrúa í breyttri skipan hópsins. Í
áliti meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis
sagði meðal annars um þau málefni sem fjall-
að er um í frumvarpinu:
„Mótað verði með hvaða hætti samkeppn-
islög gildi um mjólkuriðnað og skilgreint
verði hvaða breytingar þurfi að koma til í
söfnun og dreifingu mjólkurafurða til þess að
svo megi verða án þess að glata þeim jöfn-
unarmarkmiðum sem felast í núverandi fyrir-
komulagi. Einnig verði rýnt í starfsumhverfi
afurðastöðva með tilliti til staðsetningar og
mikilvægis fyrir þau byggðarlög sem þau
starfa í. Meirihlutinn telur nauðsynlegt að við
endurskoðunina verði af hálfu ríkisins sér-
staklega kannað hvernig landbúnaðarstefnan
geti enn frekar ýtt undir framleiðslu afurða
beint frá býli og vöruþróun sem byggist á upp-
runa eða landfræðilegri sérstöðu. Jafnframt
telur meirihlutinn rétt að örva og hvetja til
frekari sóknar fjölbreyttari flóru fyrirtækja í
frumvinnslu búvara og auk þess að huga að
fyrirkomulagi og framtíð menntunar starfs-
manna afurðastöðva í mjólkurfræði og kjöt-
iðnaði.“
Bændur telja einu leiðina í þessu máli að
þeim atriðum sem ágreiningur er um verði
vísað til umfjöllunar samráðshópsins eins og
löggjafinn hefur mælt fyrir um. Það er í sam-
ræmi við vilja Alþingis við afgreiðslu máls-
ins auk þess sem það er skynsamlegt að allt
starfsumhverfið verði skoðað í heild en ekki
einstakir þættir þess. Niðurstaða þeirrar vinnu
getur nýst við endurskoðun búvörusamnings
í nautgriparækt árið 2019. Breytingarnar sem
lagðar eru til eru það víðtækar að um þær
getur engin sátt orðið nema sú leið verði farin.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði
með breytingu sinni á skipan samráðshópsins
áherslu á víðtæka sátt um málefni landbún-
aðarins. Með þessu frumvarpi er ljóst að bara
eigi að viðhafa sátt um sum viðfangsefni en
önnur ekki.
Sindri Sigurgeirsson
formaður Bændasamtaka Íslands
sindri@bondi.is
Sátt um sumt
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson
smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefsíða blaðsins:
www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is
Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621