Bændablaðið - 23.03.2017, Side 7

Bændablaðið - 23.03.2017, Side 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Góð aðsókn á Matarmarkað Búrsins í Hörpu Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM Skarphéðinn Ásbjörnsson heitir maður einn mikill og margslunginn. Hann er fæddur Skagfirðingur og ólst þar upp til unglingsára, og hlaut atlæti gott og andlegt fóður sem títt er um þaðankomið fólk. Skarphéðins hefur ekki verið getið að neinu í þessum vísnaþáttum, en hagyrðingur er hann góður og hefur fætt af sér a.m.k. eina ljóðabók, „Rökkur“, sem hann tileink- aði Áslaugu Jónsdóttur frá Kimbastöðum, en henni þakkar Skarphéðinn þann ljóða- áhuga sem hann hefur ræktað með sér síðan. Skarphéðinn hefur síðan í haust verið að mylgra til mín vísum af ýmsu tagi og birtist hér lesendum sýnishorn af þeim afurðum. Einhverjir muna ugglítið eftir fellibylnum Matthíasi sem skók veröldina á sínum tíma, og sendi íbúum sunnanlands dágóð- ar skvettur. Að baki ítarlegum fréttaflutn- ingi í fjölmiðlum af þeim „hamförum“ orti Skarphéðinn: Matthías nú hryðjum hreytir, hratt um loftin skýjum þeytir, holdið inn að beini bleytir brjálæðisleg veðursmíð. Flæða ár um farveg lækja, frussi ofan skýin hrækja. Lýðir undan skúrum skrækja, skriður falla niður hlíð. Allt sem fýkur, hefur fokið, fyllist upp af regni kokið, enginn fær um enni strokið áhyggjulaus þessa tíð. Þrumuský um foldu flýgur ferlega á landið mígur, regn að beru baki smýgur, bleytir auman Frónsins lýð. Mennirnir sig gramir gretta er gengur yfir drullusletta, fossum á þá skúrir skvetta, skelfa þá í erg og gríð. Allt er vott af himnahlandi, hann er leiður þessi fjandi, svona er líf á Suðurlandi, sífellt rok og vætutíð. Nokkrir dáleikar eru með Skarphéðni og títtnefndum Einari Kolbeinssyni í Bólstaðarhlíð. Fyrir utan ágætt vald á vísna- gerð, eiga þeir saman áráttu þá að drepa dýr. Þar hafa þeir verið sem einn maður og með einn huga. En einnig hafa þeir ást við í vísnagerð, og þá ekki verið „gutlað í ódýru“. Þeir ortu eitt sinn „árstíðavísur“ undir oddhentum sléttubandahætti. Einar kveður vorvísu: Sunna skrýðir fjöllin fríð, foldin síðan hlýni, unna tíðum brjóstin blíð, birta á hlíðar skíni. Skarphéðinn orti svo um sumarið: Ljósin tæru skína skær, skartar mærin þokka. Rósin hrærist blómguð, blær bærir kæra lokka. Haustvísan er Einars: Dofnar tæra skinið skært, skartið kæra fölnar. Sofnar blærinn varmi vært, vallar hæran sölnar. Skarphéðinn lýkur svo samstarfinu með vetrarvísu: Fella prýði blómin blíð, björkin fríða grætur. Hrella víða stormar,stríð, stinnings hríðar nætur. Þetta ætti að geta glatt brageyru ykkar, lesendur góðir. En fyrir réttri viku sendi svo Skarphéðinn mér símavísu. Upphafinn af einhverri ótímabærri vorvelgju orti hann: Niðar lindin, laufgast börð, leiðum hrinda trega. Dansa vindar, vermir jörð vorið yndislega. 174 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Eyjólfur Friðgeirsson, eigandi Íslenskrar hollustu, gefur að smakka og fræðir gesti um vörur sínar úr náttúrunni sem eru af margvíslegu tagi; jurtate, krydd, sultur, söl, þari, fjallagrös og ýmislegt eira. Geitfjárafurðir frá Háafelli; kjöt, sápa, bað- sölt, krem og eira. Ljósmyndari Bændablaðsins brá sér í Hörpu síð- degis á sunnudaginn og fangaði stemninguna á Matarmarkaði Búrsins. Smáframleiðendur komu þar saman með vörur sínar, flestir með matvöru en einnig mátti finna smyrsl og heilsuvörur á markaðnum. Þessar voru ánægðar með ostasnakkið frá Lava Cheese. Omry Avraham rekur Krydd Tehúsið. Á Sólheimum er gróskumikil framleiðsla, t.a.m. súrkál, sultur, marmelaði og pastasósur. Urta Islandica kynnti fjölbreytt vöruúrval; salt- tegundir, jurtate, jurtasíróp, sultur og krydd. Lesið á innihaldslýsinguna á smyrsli sem minka- bændurnir á Syðra-Skörðugili framleiða. Ferðamenn gæða sér á gulrótarsmárétti úr smiðju Gísla Matthíasar Auðunssonar. Súkkulaði frá Omnom hefur mikið aðdráttara . Guðný Harðardóttir frá Gilsárstekk kom með Breiðdalsbita og kæfu að austan. Dóra Svavarsdóttir rekur Culina veitingar og býr til ljúfmetisvörur sem gestir bragða hér á. Gulrótinni var sérstaklega hampað á markaðn- um. Hér eru vörur frá SR grænmeti á Flúðum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.