Bændablaðið - 23.03.2017, Síða 8

Bændablaðið - 23.03.2017, Síða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Fréttir „Ef í ljós kemur að um viðráðan- legt verkefni er að ræða munum við að öllum líkindum framkvæma það,“ segir Jón Stefánsson, oddviti í Eyjafjarðarsveit, en á fundi sveit- arstjórnar fyrr í mánuðinum var samþykkt að skoða möguleika á kolefnisjöfnun og upptöku kolefn- isbókhalds fyrir Eyjafjarðarsveit. Umhverfisnefnd hefur verið falið að skoða málið nánar. Landbúnaður er aðalatvinnu- vegur í Eyjafjarðarsveit og honum fylgir losun kolefnis. Jón segir að ekki liggi fyrir hversu mikil hún nákvæmlega er, fyrsta skrefið er að taka ákvörðun um að skoða hvort möguleiki sé á að taka upp kolefn- isbókhald fyrir sveitarfélagið. „Við höfum aðeins verið að skoða þetta og þær tölur sem við sjáum við laus- lega athugun segja okkur að svo- nefnt kolefnisfótspor frá landbúnaði á Íslandi geti verið á bilinu 12 til 80% af heildarlosun landsins. Þar á milli er auðvitað himinn og haf. Ef til vill ræðst þessi mikli munur af því hvernig framræsla mýrlendis er sett inn í jöfnuna. Við munum freista þess að láta reikna þetta nákvæm- lega fyrir okkur og þá kemur í ljós hver staðan er og framhaldið metið út frá henni,“ segir hann. Mikil umræða hefur undanfarið verið um losun kolefnis frá land- búnaði og að mati Jóns í heldur neikvæðum tón í garð bænda. „Landbúnaður hefur átt undir högg að sækja og bændum þykir á stund- um að sér vegið. Það er augljóst að mínu mati að í þeim efnum horfi menn ekki alltaf á heildarmyndina í samhengi,“ segir Jón. Mikil skógrækt og stór votlendissvæði vinna með okkur Tvennt vinnur mjög með sveitar- félaginu, mikil skógrækt og stór votlendissvæði, hvoru tveggja atriði sem skapa sterkt mótvægi við losun kolefnis. Jón segir bændur víða um land atkvæðamikla í skógrækt samhliða sínum búrekstri og þar séu Eyfirðingar engin undantekn- ing, víða megi sjá myndarlega skóga og skógarreiti á jörðum þar í sveit. Þá megi ekki líta fram hjá stórum votlendissvæðum sem er að finna í sveitarfélaginu. „Bændur og landeigendur hér í sveit hafa síst legið á liði sínu þegar að skógrækt og uppgræðslu lands kemur. Ég veit að margir þeirra hafa áhuga á að ráðstafa stórum svæðum af sínum jörðum undir enn frekari skógrækt. Landbúnaður er með blómlegra móti í Eyjafjarðarsveit og okkur er fullkunnugt um að honum fylgir töluverð kolefnislosun. Við því viljum við bregðast með því að taka til í okkar ranni. Fyrsta skrefið er að átta sig á umfanginu og þegar það er ljóst að skoða þá möguleika sem fyrir hendi eru til að jafna hana út.“ Viljum vera í fremstu víglínu Íbúar í Eyjafjarðarsveit eru ríflega 1.000 talsins og segir Jón að almennt séu þeir framsæknir í umhverfis- málum, vilji gjarnan vera í fremstu víglínu þegar að þeim málaflokki kemur. Þeir hafi nú stigið fyrsta skrefið, með ákvörðun um að kort- leggja kolefnisfótspor sveitarfélags- ins og í framhaldinu að kanna hvort raunhæft sé að Eyjafjarðarsveit geti orðið kolefnishlutlaust sveitarfélag í náinni framtíð. /MÞÞ Eyjafjarðarsveit kannar möguleika á kolefnisjöfnun og kolefnabókhaldi Þegar Rússar lokuðu landamær- unum árið 2014 fyrir mjólkurvör- ur frá Evrópusambandinu var það byrjun á mjög erfiðu tímabili fyrir finnska mjólkurbændur. Áður en mjólkurkvótarnir voru fjarlægðir í apríl árið 2015 áttu finnskir mjólkurbændur í erfiðleik- um en rússneski markaðurinn var þeim mjög mikilvægur. Í lok árs 2014 var útflutningur á mjólkurvörum til Rússlands upp á um 750 milljónir evra og þar vógu vörur með aukið virði þyngst, eins og ostur og smjör í neytendapakkn- ingum. Í Rússlandi voru margir efnamiklir neytendur sem keyptu vörurnar en salan stöðvaðist nán- ast á einni nóttu. Nú þurftu finnskir mjólkurbændur að hugsa nýjar leiðir og urðu þeir í staðinn að framleiða iðnaðarsmjör og mjólkurduft sem leiddi af sér tap upp á um 150 millj- ónir evra. Þetta var um 15 prósent af mjólkurverðinu sem hefur hríðfallið og ekki skilað sér aftur til bænda. Árið 2015 féll nettóinnkoma bænda um 40 prósent og í fyrra voru tölurnar ekki betri og því eru finnskir mjólkurbændur uggandi yfir stöðunni. Þrátt fyrir þetta hefur ekki verið mikið um gjaldþrot í greininni held- ur hafa bændurnir ýmist hætt, tekið meiri lán eða gert samninga þannig að þeir geti haldið áfram og stóla á að bjartari tímar séu fram undan. /Bondebladet-ehg Viðskiptabannið við Rússa veldur erfiðleikum: Finnskir mjólkurbændur uggandi yfir stöðunni Húnaþing vestra: Vegamál í brennidepli Fulltrúar Vegagerðarinnar mættu fyrir skömmu til fundar við full- trúa í byggðaráði Húnaþings vestra. Miklar umræður spunnust um slæmt ástand Vatnsnesvegar en einnig var rætt um nýtt brúarstæði yfir Tjarnará sem verður skv. sam- gönguáætlun lagfært á næsta ári, ástand brúa í Húnaþingi vestra, viðhald heimreiða, gatnamót þjóð- vegar 1 og Miðfjarðarvegar við Laugarbakka, lagfæring/stækkun plans við Norðurbraut, snjómokstur á leiðum skólabíla og hraðakstur og spegla á Hvammstangabrautinni við hættuleg gatnamót. Í lok fundarins afhenti odd- viti Húnaþings, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, þeim vegagerðar- mönnum boli sem á stendur „I sur- vived Road 711“. Bolirnir eru seldir í Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Hvammstanga og hafa notið mik- illa vinsælda, sérstaklega þeirra sem keyra fyrir Vatnsnes. /MÞÞ Selen, E-, A– og D-vítamín á fljótandi formi, til inngjafar fyrir lömb, kálfa og kiðlinga -Mjög hátt hlutfall af vítamínum og seleni -Tilvalið í lömb sem hafa verið lengi inni -Gefið um munn - engar nálastungur og minnkar því líkur á liðabólgu Sjá nánar: www.kb.is A eiðingar viðskiptabannsins við Rússa er m.a. að nnskir kúabændur misstu þar afar mikilvæg viðskipti. Á árinu 2015 féll nettóinnkoma bænda um 40% og svipað eða meira á síðasta ári vegna lækkunar á mjólk. Frá vinstri: Elín R. Líndal, Ingimar Sigurðsson, Guðmundur Sigurðsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Guðmundur Heiðreksson, Gunnar H. Guð- mundsson, Heimir Gunnarsson og Elín Jóna Rósinberg. Jón Stefánsson, oddviti Eyja- fjarðarsveitar. Sauðfjárbændur á Vestfjörðum skora á landbúnaðarráðherra: Alvarlegar athugasemdir við tillögur Byggðastofnunar um svæðastuðning Almennur bændafundur á vegum Bændasamtaka Íslands var haldinn á Ísafirði 19. janú- ar 2017. Fundurinn gerði alvar- legar athugasemdir við tillögur Byggðastofnunar um svæðastuðn- ing í sauðfjárrækt í nýjum búvöru- samningi. Björn Birkisson í Botni í Súgandafirði var fundarstjóri og óskaði hann eftir að Bændablaðið greindi frá þessum alvarlegu athugasemdum bænda fyrir vestan. Bent er á að í reglugerð sem kynnt hafi verið bændum sé hluti af sauðfjárbúum í Ísafjarðarbæ, Súðavíkurhreppi og Bolungarvík undanskilin þessum stuðningi. „Það er krafa fundarins að litið sé á Vestfirði sem eitt svæði og sömu reglur gildi fyrir alla sauðfjárbændur á Vestfjörðum. Sérákvæði varðandi Árnes hrepp haldist óbreytt. Þá verði ekki gerð ríkari krafa um fjárfjölda en í fyrri samningi varðandi svæðisstuðning Sem greinargerð með samþykkt fundarins var lagt fram bréf frá Félagi sauðfjárbænda á Vestfjörðum og Búnaðarsambandi Vestfjarða sem sent var þann 13. desember 2016 með athugasemdum við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt,“ segir í samþykkt sauðfjárbænda á fundin- um á Ísafirði. ./HKr. Greinargerð með athugasemd- um við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt frá 23. nóvem- ber 2016 frá sauðfjárbændum og Búnaðarsambandi Vestfjarða er svohljóðandi: „Undirritaðir fyrir hönd Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum og Búnaðarsambands Vestfjarða vilja gera alvarlegar athugasemdir við hvernig reglur Byggðastofnunar augljóslega útiloka megnið af sauðfjárbúum í Ísafjarðarsýslum frá mögulegum stuðningi á grundvelli vegalengda frá Ísafjarðarkaupstað. Sum þessara búa eru alveg á mörkum þess að lenda innan þessara vegalengda sem miðað er við og önnur sem glíma við erfiðar landfræðilegar aðstæður vegna samgangna. Í þeim útreikningum sem RML gerði fyrir Félag sauðfjárbænda á Vestfjörðum í aðdraganda að samþykkt nýs búvörusamnings, liggur fyrir að Ísafjarðarsýslur koma einna verst út á landsvísu með minkandi stuðning út samn- inginn miðað við það sem er í dag. Það helgast af því að bændur í Ísafjarðarsýslum hafa sýnt ábyrga framleiðslustefnu og að jafnaði tryggt sér greiðslumark fyrir sinni framleiðslu. Inn í þessum útreikningum var samt sem áður gert ráð fyrir svæðisbundnum stuðningi á öllu svæðinu og því morgunljóst að kjaftshöggið fyrir þá bæi sem sam- kvæmt þessum reglum njóta ekki stuðnings verður ennþá meira en fyrir lá samkvæmt þeim útreikn- ingum. Þó fyrir liggi að í þessum drög- um sé hægt að fá undanþágu vegna erfiðra samgangna og þá þurfi að fara að halda utan um þá daga á hverju búi á Íslandi sem að ein- hverjum ástæðum er með teppta heimreið, þá sér hver maður að það er að æra óstöðugan að halda utanum slíkt fyrirkomulag. Í allri umræðu um sauðfjárbú- skap eru og hafa Vestfirðir talist til þeirra svæða á landinu sem ekki hefur verið uppi ágreiningur um að þar væri rökrétt að stunda sauðfjárbúskap. Vestfirðir eru gríðarlega verð- mætt svæði vegna hreinleika og heilbrigðis sauðfjárstofnsins þar. Hugtakið svæðisstuðningur merkir það að það þurfi að styðja við svæði, að undanskilja þessi bú í heilum landshluta til jafns við aðra í þeim efnum gengur alls ekki upp. Því er hér með komið á fram- færi þeirri sanngjörnu og eðlilegu kröfu okkar fyrir hönd sauðfjár- bænda í Ísafjarðarsýslum sem ekki virðast eiga að njóta svæð- istuðnings samkvæmt tillögum Byggðastofnunar, að þeir njóti stuðnings með sama hætti og aðrir sauðfjárbændur á Vestfjörðum.“ F.h. Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum Jóhann Pétur Ágústsson. F.h. Búnaðarsambands Vestfjarða Björn Birkisson Greinargerð sauðfjárbænda á Vestfjörðum

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.