Bændablaðið - 23.03.2017, Síða 15
15Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017
Ríkisstjórn Ernu Solberg í Noregi
kynnti á dögunum nýja samgöngu-
áætlun og upplýsti að ákveðið
hefur verið að verja þúsund
milljörðum norskra króna, um
14 þúsund milljörðum íslenskra
króna, til samgöngumála í landinu
næstu 12 árin. Erna Solberg sagði
þetta sögulega stund, enda aldrei
áður varið jafn miklu fjármagni í
málaflokkinn þar í landi.
Eftir að hafa skoðað hvernig á
að verja upphæðinni eru ekki allir á
eitt sáttir um ráðahaginn og þannig
finnst mörgum í dreifbýlinu þeir
vera sniðgengnir. Um 45 prósent
af fjármagninu á að nota í lestar-
kerfið, eins og ný lestargöng undir
Osló, minnka á ferðatímann milli
Bergen og Osló og bæta á lestarspor
í Neðra-Rómarríki svo fátt eitt sé
nefnt. Margir hafa gagnrýnt þessa
nýju áætlun og benda á að það séu
fleiri þættir mikilvægir en að komast
hratt á milli áfangastaða, eins og að
hafa örugga vegi og að bæta þurfi
allar almenningssamgöngur, ekki
einungis lestarkerfið. Erna Solberg
og flokksfélagar hennar hafa þó ekki
alveg gleymt landsbyggðinni þar
sem hún setur nú mikið fjármagn til
byggingar á nýjum flugvelli í Bodø í
Norður-Noregi og á nokkrum hættu-
legum þjóðvegum.
/Dagbladet - ehg
Heldur betur slegið í samgönguklárinn í Noregi:
Stjarnfræðileg upphæð til
samgöngumála á 12 árum
Á sama tíma og íslenska hagker ð er í mikilli uppsvei u og Íslendingar
kvarta undan því að vegaker ð sé að eyðileggjast, leggjast Normenn í vega-
framkvæmdir sem aldrei fyrr, þrátt fyrir gríðarlegan samdrátt í olíutekjum.
Vesturbyggð:
Mótmælir niður-
skurði í vegagerð
Bæjarráð Vesturbyggðar hefur
mótmælt boðuðum niðurskurði
samgönguráðherra í vegagerð í
Gufudalssveit og á Dynjandisheiði.
Bæjarráð hefur samþykkt bókun
þar sem fram kemur að Vestfirðingar
hafi um áratugaskeið barist fyrir
bættum vegasamgöngum um
sunnanverða Vestfirði. Bent er í bók-
uninni á ákall Vestfirðinga til stjórn-
valda um að staðið verði við fyrirheit
um framkvæmdir í Gufudalssveit og
hversu mikilvægar þær séu.
Vilja að ákvörðun verði hnekkt
Fjöldi Vestfirðinga hefur skrif-
að undir áskorun til stjórnvalda
um að hnekkja ákvörðun sam-
gönguráðherra um að fresta fram-
kvæmdum við nýjan Vestfjarðaveg
í Gufudalssveit. Fyrirhugað var sam-
kvæmt samgönguáætlun að verja
1.200 milljónum króna til verksins
á þessu ári, en enn er beðið eftir áliti
Skipulagsstofnunar á umhverfismati
framkvæmdarinnar.
Veglína gegnum Teigsskóg féll
í umhverfismati fyrir 11 árum,
en Vegagerðin fékk heimild fyrir
tveimur árum til að endurskoða
umhverfismatið.
Í liðinni viku fóru bæjarstjóri
Vesturbyggðar, formaður bæjarráðs
og verkefnastjóri samfélagsupp-
byggingar í Vesturbyggð á fund
Jóns Gunnarssonar ráðherra þar sem
m.a. var farið yfir jákvæða þróun í
uppbyggingu atvinnulífs á sunnan-
verðum Vestfjörðum.
Mikilvægt að eyrnamerkja
verkefnið
Einnig voru fyrirhugaðar vegafram-
kvæmdir í Gufudalssveit ræddar. Fór
ráðherra yfir sína hlið málsins en
var jákvæður, að því er fram kemur
á vef Vesturbyggðar á að vera unnt
að bjóða verkið út á þessu ári.
„Mikilvægt er að tryggt sé að
fjárveiting verði eyrnamerkt verk-
efninu þannig að hægt verði að fara
af stað innan ársins. Það er samt
sem áður háð því að málið komist
án frekari tafa í gegnum skipulags-
ferlið. Fulltrúar Vesturbyggðar
ítrekuðu mikilvægi þessarar vega-
framkvæmdar og að málið verði leitt
til lykta með farsælum og skjótum
hætti,“ segir á vef Vesturbyggðar.
/MÞÞ