Bændablaðið - 23.03.2017, Side 20

Bændablaðið - 23.03.2017, Side 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Ummæli Trumps Bandaríkja- forseta um að sniðganga Parísarsamkomulagið um lofts- lagsmál hefur farið fyrir brjóstið á mörgum evrópskum stjórnmála- mönnum sem og bandarískum þingmönnum. Er forsetinn varað- ur við því að afleiðing meiri lofts- lagshlýnunar geti orðið styrjöld. Benda menn á að jarðarbúum stafi mikil ógn af breytingum á lofts- lagi. Þær leiði til þess að ís á heim- skautunum bráðni, sífrerinn þiðni, yfirborð sjávar hækki og meiri öfgar verði í veðurfari. Jonathan Tirone fjallaði um málið á fréttasíðu Bloomberg nú í febrúar. Segir hann að evrópskir leiðtogar vari við því að breytingar á loftslagi geti framkallað það sem þeir þekkja allt of vel frá síðustu öld, nefnilega styrjöld. Háttsettir embættismenn frá Evrópu og Sameinuðu þjóðunum sögðu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi um miðjan febrúar að horft væri of þröngsýnum augum að loftslagshlýnun út frá forsend- um umhverfismála. Þar væri stórlega verið að vanmeta hernaðarógnina. Bentu þeir á niðurstöður varnar- og leyniþjónustustofnana sem segja að loftslagsbreytingar geti hrundið af stað landamæraerjum. Vatn og matur lykillinn að friði og stríði Vitnað er til skýrslu eftir Solomon M. Hsiang og Marshall Burke frá því í júlí 2013 sem heitir: Loftslag, átök og þjóðfélagslegur stöð- ugleiki: Hvað segja staðreyndir? (Climate, conflict, and social stabil- ity: what does the evidence say?) Þar komast skýrsluhöfundar að því að tveir meginþættir geti og séu að orsaka stríð vegna loftslags- breytinga. Það sé matur og vatn. Á þrem áratugum, frá 1980 til 2010, hafi 9% allra stríðsátaka átt sér stað í kjölfar hitabylgju og þurrka. Vopnuð átök eigi sér þó venju- lega flókin og langan aðdraganda. Viðtekin venja sé að undanskilja möguleikann á að öfgar í veðurfari geti verið orsök styrjalda. Bent er á að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hafi sprottið upp í kjöl- far verstu þurrka á svæðinu í 900 ár þó „arabíska vorið“ svokallaða hafi kynt undir því að átök brutust út. Þá kunni veðurfarslegar orsak- ir að verða þess valdandi að efna- hagsstaða Venesúela fari fram af hengifluginu. Þar muni átök um olíu og pólitísk ringulreið líklega spila stóra rullu. Ekki er annað að heyra af fréttum en nákvæmlega þetta sé að eiga sér stað í Venesúela. Þegar árið 2007 tengdi Ban Kimoon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, átök í Darfur við lofts- lagsbreytingar. Þar hafa hundruð þúsunda manna verið drepnar. Trúarbrögð og náttúruhamfarir eru uppskrift að átökum Í greininni í Bloomberg segir að nýjar þýskar rannsóknir styrki þá skoðun að loftslagsbreytingar og náttúruhamfarir ýti oft undir upp- lausn sem leiði til þess að nágrann- ar taka upp á því að fara að skjóta hverjir aðra. Ekki er endilega verið að fullyrða að það sé beint orsaka- samhengi á milli veðurfars og stríðsátaka. Þegar málin séu skoðuð yfir langt tímabil, þá sé það samt undarlega mikil tilviljun hversu oft þessir þættir tengjast gjarnan trúarbragðadeilum. Átök trúarhópa samfara náttúruhamförum er mun líklegri uppskrift að átökum en þegar náttúruhamfarir tengdust eingöngu fátækt og ójafnri efna- hagsstöðu fólks. Trúarlega sundur- laus samfélög verði oft sorglega illa úti þegar náttúruhamfarir blandast þar inn í. Þetta kemur líka fram í skýrslu PNAS (Proceedings of the National Academi og Sience of the United States of America). Í fyrir- sögn þeirrar skýrslu segir: „Áhættan af vopnuðum átök- um magnast með loftslagstengdum hamförum í trúarlega brothættum löndum.“ Í ritrýndri skýrslu PNAS segir einnig: „Trúarhópar hafa leikið stærstu rulluna í margvíslegum vopnuð- um átökum víða um heim. Í kjölfar náttúruhamfara geta átök trúarhópa kynt undir stighækkandi spennu. Við höfum fundið sannanir þess í tölulegum gögnum á heimsvísu að hættan á því að vopnuð átök brjótist út eykst í tengslum við hamfarir vegna loftslagstengdra viðburða í trúarlega brotnum samfélögum. Samt höfum við ekki fundið nein- ar vísbendingar um að umhverfis- hörmungar leiði einar og sér bein- línis til vopnaðra átaka. Okkar niðurstaða er að náttúruhamfarir geti samt haft margfeldisáhrif á mestu átakasvæðum heims.“ Trúarágreiningur orsök 23% átaka Í skýrslunni segir líka að rannsókn- ir hafi leitt í ljós að í 23% tilvika þar sem átök brjótast út, þá sé það vegna trúarástæðna í brothættum samfélögum og undarlega oft í sam- hengi við loftslagsbreytingar. Er þar m.a. vísað til átaka í Sýrlandi, Afganistan, Norður-Afríku og í Mið-Austurlöndum. Í evrópsku rannsóknunum er gengið enn lengra. Höfundar þeirra eru m.a. Hans Joachim Schellnhuber, yfirmaður Potsdam Institute for Climate Impact Research. Hann hefur jafnframt verið aðalráðgjafi Francis páfa í loftslagsmálum. Þar var reynt að meta efnahagsleg áhrif náttúruham- fara á framleiðslu ríkja. Skoðuð voru 18 þúsund loftslagstengd til- vik á 30 ára tímabili. Saga átaka byggir á gögnum Uppsalaháskóla í Svíþjóð, um 241 tilvik þar sem meira en 25 einstak- lingar voru drepnir í hverjum átökum fyrir sig. Það er svokallað átakaupplýsingaverkefni Uppsala. Það er stofnun um rannsóknir á friði og átökum. Þessar rannsókn- ir stemma furðu vel við reynslu og fullyrðingar fólks utan vís- indasamfélagsins eins og í varnar- málaráðuneyti Bandaríkjanna. Þar fengu slíkar hugmyndir aukið vægi þegar hópur yfirmanna í hern- um sem hættir voru störfum gaf út yfirlýsingu árið 2007 þar sem loftslagsbreytingar voru tengd- ar við þjóðaröryggi. Það rataði síðan inn í skýrslu Pentagon 2014 (Quadrennial Defense Review) þar sem skýrð var áhættan af loftslags- breytingum. Það segir beinlínis að veðurfarslegar breytingar hafi magnað upp átök á fjölmörgum svæðum í heiminum. Pottþétt uppskrift að vænni styrjöld í kraumandi potti þjóða og loftslagsbreytinga: Fjarlægið vatn og mat, bætið út í það trúarbragðaátökum og hrærið – Ótti vex um að loftslagsbreytingar muni kynda undir trúarátökum og leiða til styrjaldar Hörður Kristjánsson hk@bondi.is FRÉTTASKÝRING Vatnið hor ð og maturinn með. Dæmigert ástand sem leitt getur til stríðsátaka. Njarðarnesi 1 sími 460 4350 Hjólbarðaþjónusta - Smurþjónusta - Þrif á bílum - vönduð handverkfæri og fl. Úrval hjólbarða á betra verði Fólksbíla-, traktora-, vinnuvéla-, vagna-, jeppa,- og vörubíladekk í úrvali. Smurþjónusta (Jason ehf.) 20% afsláttur af öllum dekkjum til . 201 Ármann sími 896 8462 og Tryggvi 896 412 Jeppadekk 35x12,5x15 Double Star vörbíladekk Double Star Vinnu- og dráttarvéladekk

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.