Bændablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017
Ráðstefnan Búskapur morgun-
dagsins var haldin í Hofi 3.
mars, að afloknum ársfundi
Bændasamtaka Íslands 2017 sem
var haldinn fyrir hádegi.
Sex fyrirlesarar fluttu erindi um
efni ráðstefnunnar, auk þess sem
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra, og Sindri Sigurgeirsson,
formaður Bændasamtaka Íslands,
ávörpuðu samkomuna.
Nýsköpun og sjálfbærni
Ari Trausti Guðmundsson alþingis-
maður flutti fyrirlesturinn Að stíga
feti framar: Nýsköpun, sjálfbærni
og kolefnislausnir í landbúnaði. Þar
ræddi hann vítt og breitt um fram-
tíð landbúnaðar í samhengi við vax-
andi fólksfjölda í heiminum. Auknar
neikvæðar umhverfisbreytingar, svo
sem loftslagsbreytingar, kölluðu á
nýjar nálganir í matvælaframleiðslu
þar sem sjálfbærni væri lykilatriði.
Íslendingar byggju vel að því að hafa
fjölskyldubúsgerðina sem uppistöðu
landbúnaðar, en FAO (Matvæla- og
landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóð-
anna) hefði einmitt lagt áherslu á mik-
ilvægi slíkrar landbúnaðarframleiðslu
í sinni framtíðarsýn.
Hann útlistaði hugmynd sína um
hvernig styrkja mætti sjálfbærnivinnu
á Íslandi með sameiningu stofnana
og verkefna; Landgræðslu ríkisins,
Skógrækt ríkisins, skógræktarverk-
efni, verkefni hjá Umhverfisstofnun,
þjóðgörðunum, ferðaþjónustunni og
hjá fleiri aðilum. Hann sagði að slíka
stofnun mætti kalla Auðlindastofnun.
Ari Trausti ræddi líka um íslensk
landgæði og hina mörgu kosti Íslands
sem landbúnaðarland. Hann sagði
íslenska bændur vera vörslumenn
landsins og bæru að taka það hlut-
verk alvarlega með því að skila því
vel af sér. Hann talaði gegn frekari
samþjöppun í búsetu og mæltist til
þess að lögð yrði frekari áhersla á
dreifðari búsetu. Lykilatriði í þeirri
þróun væri frekari stafræn væðing.
Þá lagði hann áherslu á lífrænan
landbúnað – sagði í raun allt mæla
með frekari þróun í þá átt. Efla þurfi
einnig nýsköpun og rannsóknir í
landbúnaði. Að lokum talaði hann
um mikilvægi þess að stofnaður yrði
samráðshópur meðal bænda og tengd-
um aðilum, að fyrirmynd úr sjávarút-
veginum, sem myndi vinna að því að
finna leiðir til þess að landbúnaður
geti orðið sjálfbær á Íslandi.
Tækifæri til aukinnar hagsældar
Auður Magnúsdóttir, deildarfor-
seti auðlinda- og umhverfisdeildar
Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ),
flutti erindið Sjálfbærni í landbúnaði
– tækifæri til aukinnar hagsældar. Hún
talaði um skólastarfið á Hvanneyri
og mikilvægi bæði mannauðsins og
náttúruauðlinda í landinu – og að
þessum auðlindum verði að stjórna
með heildræna hugsun að leiðarljósi.
Auður lagði áherslu á það að mik-
ilvægasta samstarfsverkefni bænda
og LbhÍ væri uppbygging og viðhald
mannauðs og efling sterks landbúnað-
arsamfélags. Eins og Ara Trausta var
henni hugtakið sjálfbærni hugleikið og
loftslagsmálin. Tíndi hún til nokkrar
nærtækar aðferðir til minnka kolefn-
isspor landbúnaðarins.
Í gögnum hennar kom fram að
landbúnaður á Íslandi bæri ábyrgð
á um 16 prósentum af útstreymi
gróðurhúsalofttegunda – sem væri af
manna völdum. Hún sagði að leggja
ætti áherslu á að framleiða staðbund-
in matvæli, svo þyrfti að hyggja að
minnkun á losun frá röskuðu landi
annars vegar og hins vegar frá býl-
unum sjálfum. Endurheimt votlendis,
landgræðsla og skógrækt væru leið-
ir utan býla, en á býlunum sjálfum
mætti leggja meiri áherslu á nýtingu á
metangasi, auk þess sem skoða þyrfti
leiðir til að minnka losun frá fóður-
kerfum og vegna áburðargjafar.
Auður sagði að lokum að sjálf-
bærni væri eina viðskiptamódelið
sem gengi upp til langs tíma í mat-
vælaframleiðslu og umhverfismál-
um – og verkefnin fram undan hér á
Íslandi fælust í að koma slíku fyrir-
komulagi á. Það verður ekki gert að
hennar mati nema með aðkomu allra
og eingöngu af sterku samfélagi þar
sem passað er upp á mannauðinn. Gott
samtal og öflug samvinna milli LbhÍ
og bænda væri því ekki bara skemmti-
leg heldur líka mikilvægt skref í átt að
sjálfbærari landbúnaði.
Markaðurinn vill lífrænt vottað
Síðasta erindið fyrir kaffihlé flutti
Oddný Anna Björnsdóttir, verk-
efnastjóri umhverfis-, samfélags- og
lýðheilsumála
hjá Krónunni
sem hafði
yfirskriftina
„Þróun á neyt-
endamarkaði“.
Í erindinu fór
Oddný yfir
þá þróun sem
hefur átt sér stað
á neytendamarkaði á undanförnum
árum og tiltók dæmi um hvernig
Krónan væri að bregðast við þeirri
þróun. Hún fjallaði einnig um helstu
áhersluatriðin og þau lykilverkefni
sem tengjast stefnu Krónunnar um
samfélagsábyrgð, en tilgangur hennar
er bætt lýðheilsa, umhverfi og sam-
félag.
Í upphafi erindisins talaði Oddný
um að eitt af lykilmarkmiðum
Krónunnar væri að eiga samtal og
samstarf við bændur og framleiðendur
enda væru þeir aðilar að þjónusta sama
hópinn, neytendur, og gott og öflugt
samstarf væri til þess fallið að uppfylla
betur þarfir neytenda.
Í erindi Oddnýjar kom fram að
ferskvörur væru tveir þriðju af sölu
Krónunnar og innlend framleiðsla um
70%. Hún lýst því hvernig Krónan
þjónaði mismunandi hópum sem
hefðu mismunandi þarfir. Ljóst væri
þó að markaðurinn vildi lífrænt vott-
aðar vörur. Mesti vöxturinn hefði
verið í þeim vöruflokki bæði hér á
Íslandi og erlendis á undanförnum
árum og sem dæmi hefði hann verið
33% á síðasta ári. Spár gerðu ráð fyrir
að sú þróun héldi áfram. Hún talaði
sérstaklega um skort á innlendum líf-
rænt vottuðum landbúnaðarafurðum
og að þróunin erlendis væri í þá átt að
eigendur verslana, veitingahúsa og
matvælaframleiðendur væru farnir
að fjárfesta í lífrænt vottuðum búum
til að tryggja framboð.
Hún sagði að aukinn áhugi væri á
velferðarvottun fyrir dýraafurðir sem
trygging fyrir því að vel væri staðið
að aðbúnaðarmálum hjá bændum.
Þróunin væri mun ríkari krafa um
rekjanleika, betri merkingar og inni-
haldslýsingar.
Oddný ræddi því næst um neyslu-
breytingar á markaðinum sem gerðust
á ógnarhraða og að allir vöruflokkar
væru í mikilli þróun. Neytendur væru
orðnir mun meðvitaðri, upplýstari
og kröfuharðari og gerðu kröfu um
samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.
Nú væri tilhneiging markaðarins
til að velja gæði, ferskleika og fjöl-
breytileika og vörur sem einfölduðu
hversdagsleikann, eins og tilbúna og
hálftilbúna holla og bragðgóða rétti.
Mikil söluaukning væri í ferskum
dýraafurðum í stað unninna og krafa
um „hreinar“ vörur án fyllingar- og
aukefna. Drykkjarmjólk væri að víkja
fyrir vatni með mat og aukning væri
í sölu á sódavatni og drykkjum með
tiltekna virkni á kostnað sykraðs goss
og ávaxtasafa. Fita væri ekki lengur úti
í kuldanum og að fólk væri í auknum
mæli að velja heilsuvörur og fæðu-
bótarefni í stað lyfja í leit að bættri
heilsu og líðan.
Hún sagði loks að umhverfisvit-
und væri orðin margfalt meiri í sam-
félaginu. Í takt við það væri Krónan
á þeirri vegferð að finna leiðir til að
lágmarka vistsporið, draga úr sóun
á öllum sviðum, minnka umbúðir
og hafa þær umhverfisvænni, vera
með fjölnota í stað einnota og leggja
áherslu á umhverfisvottaðar vörur.
Dæmi um árangur væri sá að í dag sé
nánast engum ætum matvælum lengur
hent í Krónunni, heldur séu þau seld
undir merkjunum „Síðasti séns“ sem
væri átak í að stöðva matarsóun.
Sjálfvirkni tekur í ríkari mæli við
af mannshendinni
Finnbogi Magnússon, framkvæmda-
stjóri hjá Jötunn, fór yfir nýjustu tækni
í landbúnaðartækjum og orkuskipti
í landbúnaði. Hann sagði að mikil
þróun hefði orðið í þeim efnum, sjálf-
virk tækni hefði tekið við af manns-
hendinni í æ ríkari mæli. Áherslan
væri á aukin afköst með minni til-
kostnaði og þá hefði vitund manna
aukist á því að umferð þungra tækja
um ræktarland á stundum í för með
sér uppskerutjón.
Eins nefndi Finnbogi að áhersla
væri lögð á að bæta nýtingu hráefna,
svo sem fóðurs, áburðar og eiturefna
og rafrænt eftirlit með t.d. mjöltum og
fóðrun færi vaxandi. Finnbogi kom
víða við í erindi
sínu og fjallaði
um nýjungar
t.d. hvað varð-
ar dráttarvélar,
metangas, raf-
magn, þjarka,
dróna, Yara N
skynjara og
vigtarbúnað á
ámoksturstæki, sem og nefndi hann
að stutt væri í að sjálfkeyrandi drátt-
arvélar, t.d. að 2–3 vélar gætu unnið á
sama svæði með einn ökumann.
Dísilolía hefur verið allsráðandi
orkugjafi á dráttarvélum í áratugi og
þróunin orðið sú að þær eru nú hag-
kvæmar og endingargóðar. Íblöndun
lífdísils hefur dregið úr kolefnisspori
orkugjafans en er háð ákveðnum tak-
mörkunum. Hærra verð á dísilolíu nú
sé ein forsenda þess að fjárfesting í
nýjum orkugjöfum aukist. Finnbogi
sagði áhuga fyrir að nota gas frá
búfjáráburði sem orkugjafa heima á
býlunum, en kostnaðarsöm hreinsun
á hauggasi gerði framleiðslu á met-
ani ekki raunhæfa nú. Kyrrstaða hefði
verið í þessum efnum undanfarin ár
þar sem menn bíða nýrrar reglugerðar
ESB um staðla fyrir tvíorkumótora.
Ör þróun í gangi
á öllum vígstöðvum
Finnbogi nefndi að dráttarvélar færu
stækkandi sem og hjólbarðar en hvoru
tveggja valda aukinni jarðvegsþjöpp-
un sem leiðir til minni uppskeru. Þróun
hefði orðið í framleiðslu á dekkjum
sem virka vel með lágum loftþrýstingi.
Sama er upp á teningnum þegar kemur
að þróun þjarka, hún hefur verið ör
undanfarin ár, en þeir eru um þessar
mundir helst hugsaðir til hreinsunar
á illgresi og til að hlúa að plöntum.
Telur Finnbogi að þeir muni á næstu
árum þróast í átt að stærri tækjum með
fjölbreyttara notagildi.
Þá nefndi hann dróna, sem eins
hafa verið í örri þróun, t.d. hvað varðar
flugþol og burðargetu. Drónar geta nú
fundið illgresi og eytt því með úðun.
Þeir eru í auknum mæli notaðir til
myndatöku til að greina skortsein-
kenni plantna. „Drónar eiga eftir að
verða mikilvægt hjálpartæki hér-
lendis við smölun og eftirlit,“ sagði
Finnbogi.
Vélaverktaka til sveita
Bessi Freyr Vésteinsson, vélaverktaki
og bóndi í Hofsstaðaseli í Skagafirði,
fjallaði um vélaverktöku til sveita,
tæknilausnir og hagkvæmni. Hann
hefur um árabil ásamt konu sinni,
Sólrúnu Ingvadóttur, rekið fyrir-
tækið Sel ehf. sem sérhæfir sig í
vélaverktöku og flutningum tengd-
um landbúnaði. Samhliða stunda
þau búskap á Hofsstaðaseli.
Upphafið má rekja til ársins
1987 þegar rúllupökkunarvélin var
að ryðja sér til rúms, tækninýjung á
þeim tíma sem gjörbylti heyverkun
og verklagi við heyskap hér á landi.
Bessi sagðist strax hafa séð að mikil
þörf væri fyrir þessa tækni í sveitum
landsins, hann hafi 17 ára gamall,
árið 1988, farið á fund bankastjóra
og fengið lán til kaupa á notaðri
rúlluvél og pökkunarvél með þá
hugmynd í farteskinu að bjóða
bændum að binda fyrir þá bagga
og pakka inn í plast. Markmiðið
hafi verið að skapa sér sumarvinnu.
Frá þeim tíma hefur starfsemi
á hans vegum vaxið og dafnað og
er orðin æði umfangsmikil, stöð-
ugur vöxtur hefur verið þegar að
verk efnum kemur og eru þau marg-
vísleg. Starfsmannafjöldinn síð-
astliðið sumar var á bilinu 8–9, en
færri eru að störfum yfir veturinn.
Hagkvæmni og afkastageta
skipta verulegu máli
Bessi sagðist vera duglegur að fylgj-
ast með straumum og stefnum, því
sem nýjast er í heimi landbúnaðar-
tækja og tekur nýjungar sem gagn-
ast að hans mati íslenskum landbún-
aði fljótt í notkun. Hagkvæmni og
afkastageta skipta verulegu máli
og hefur hann það til hliðsjónar í
sínum vélakaupum. „Þannig trúi ég
að íslenskur landbúnaður geti lifað
af vaxandi samkeppni og alþjóða-
væðingu,“ segir hann.
Eðli flestra verkefna á þessu
sviði eru háð veðri og hafa flest
afmarkaðan tímaramma, því
telur Bessi farsælast að ráða fyrir
afkastamiklum tækjum og öflugum
mannskap. Hann segir samskipti
við bændur ganga vel. „Það er mik-
ilvægt að nýta ávallt þau bestu tæki
sem völ er á hverju sinni, þar gegna
verktakar lykilhlutverki, að þeir velja
þau tæki sem stuðla að aukinni fram-
leiðni fyrir sína viðskiptavini.“
Þróun hátæknibúnaðar í
matvælavinnslu
Brynjar Már Karlsson, fram-
kvæmdastjóri vöruþróunar hjá
Marel kjötiðnaði, fjallaði um tækni
við úrvinnslu búvara, rekjanleika og
upplýsingagjöf til neytenda og sagði
að mikil og jákvæð þróun hefði orðið
í matvælavinnslu undanfarin 30 ár.
Marel þykir í fararbroddi á heims-
vísu í þróun hátæknibúnaðar og kerfa
til úrvinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi.
Félagið, sem hófst sem hugmynd
nemenda við Háskóla Íslands árið
1977, byggir nú á sterkum grunni
og teygir starfsemin anga sína víða,
félagið á í samstarfi við um 100 aðila,
í yfir 30 löndum víða um heim og
starfsmenn eru í allt um 4.600 tals-
ins. Marel samanstendur af mörgum
smáum, sérhæfðum fyrirtækjum og
frumkvöðlum.
Brynjar sagði að Marel væri um
þessar mundir leiðandi sem framleið-
andi á háþróuðum vinnslukerfum og
þjónustu í kjúklinga,- kjöt- og fisk-
iðnaði, en tekjur félagsins skiptast
þannig að ríflega helmingur, 53%,
eru vegna kjúklinga, kjötiðnaður er
með um 33% og fiskiðnaður 13%.
Brynjar nefndi í erindi sínu á árs-
fundi BÍ að unnið væri að hönnun
og framleiðslu lausna fyrir mat-
vælavinnslu innan fyrirtækisins og
væri þá um að ræða allt frá stökum
tækjum og upp í heildarlausnir með
tengingu við Innova, gagnagrunns- og
rekstrarkerfi. Stefna fyrirtækisins væri
að afhenda heildarkerfislausnir í þeim
greinum sem félagið hefði einbeitt sér
að, kjúklingi, kjöt- og fiskiðnaði.
Gæðamatvara unnin á sjálfbæran
og hagkvæman hátt
Mikil vöruþróun hefur átt sér stað
innan fyrirtækisins og sem dæmi
nefndi hann að fjárfest hefði verið í
vöruþróun fyrir um 60 milljónir evra
árið 2015. Sýn félagsins væri á þá lund
að umbreyta matvælavinnslu: Okkar
sýn er heimur þar sem gæða matvara
er unnin á sjálfbæran og hagkvæman
hátt, sagði Brynjar. Kjötvinnsla sem
áður hefði einkennst af fjöldafram-
leiðslu væri meira í líkingu við þekk-
ingarframleiðslu nú um stundir.
Brynjar gerði einnig aukna verslun
í gegnum netið að umtalsefni, en fjöldi
þeirra sem slíkt stunda eykst ár frá
ári. Þá fjallaði hann einnig um rekj-
anleika matvörunnar, sem auðveldara
er að fást við í nútímanum en áður var
og hvernig tæknilausnir Marel gera
að verkum að hráefni nýtist betur,
hreinlæti hafi aukist og vinnsluhraði
einnig. Heildartæknilausnir félagsins
geri einnig kleift að fylgjast betur með
öllu vinnsluferlinu og hámarka virði
hráefnisins.
Ráðstefnustjóri var Guðrún
Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður
Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á
Akureyri. /smh og MÞÞ
Ráðstefnan Búskapur morgundagsins í Hofi:
Sjálfbærni íslensks landbúnaðar til umræðu
Í pallborðsumræðum: Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, Brynjar Már Karlsson,
Bessi Freyr Vésteinsson og Finnbogi Magnússon. Myndir / smh