Bændablaðið - 23.03.2017, Side 24

Bændablaðið - 23.03.2017, Side 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Hestamenn undirbúa stórhátíð í Reykjavík: Miðasala á Landsmót 2018 hafin Miðasala fyrir Landsmót hesta- manna 2018 mun hefjast þann 25. mars, en miðasalan verður form- lega opnuð á stærstu hestasýningu Þýskalands, Equitana. Fulltrúar frá Landsmóti og markaðsverk- efnisins Horses of Iceland munu sjá til þess að viðburðurinn verði þar vel kynntur. Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsmótsins, segir að stór sam- starfshópur undirbúi nú glæsi- legan vikulangan viðburð. Landsmót hestamanna verð- ur haldið á félagssvæði hesta- mannafélagsins Fáks í Reykjavík daganna 1.–8. júlí 2018. Rekstrar- fyrirkomulagi mótsins hefur verið breytt en nú verður mótið alfarið skipulagt og haldið af hestamanna- félagi sem hýsir mótið en ekki af Landssambandi hestamanna eins og verið hefur. „Ég er nýlega kominn til starfa en núna erum við að setja af stað markaðsmálin og miðasöluna,“ segir Áskell Heiðar, sem einnig stýrði Landsmótinu sem haldið var á Hólum í Hjaltadal í fyrra. „Áður en ég kom að þessu eru öflugir aðilar búnir að ýta ýmsum verkefnum af stað og mitt verk- efni næstu vikurnar er að vinna að fjárhagsáætlun, læra inn á svæðið og síðast en ekki síst að kynnast öllu því frábæra fólki sem ætlar að leggja mótinu til krafta sína en svona risaviðburður er hópverkefni og að þessu mun koma áhugafólk um hestamennsku, ekki bara úr Fáki heldur alls staðar að.“ Kostir og áskoranir staðsetningar Vegna nálægðar við höfuðstaðinn býður Landsmót í Víðidal upp á nokkuð ólíka möguleika en aðrir staðir. „Ég lít þannig á að allir staðir hafi kosti en tek ekki þátt í umræð- um um hvort eitt svæði sé betra en annað. Mitt verkefni er að búa til góðan viðburð þar sem fólki líður vel, er öruggt og fær þá þjónustu sem það vill. Svæðið sannaði sig 2012 og aðstaða þar hefur bara batnað síðan. Viðburður í þéttbýli verður alltaf frábrugðinn viðburði í dreifbýli þar sem viðbúið er að fleiri muni hafa aðsetur utan mótssvæð- isins. En það er bara eitthvað sem við vinnum með og við erum stað- ráðin í að halda frábært Landsmót í Reykjavík,“ segir Áskell Heiðar. Auk þess geti staðsetningin laðað að fleiri erlenda ferðamenn. „Landsmót hefur lengi verið viðburður sem dregur að sér fjölda erlendra gesta sem kemur sérstak- lega til landsins og á mótið vegna áhuga á íslenska hestinum. Hlutfall erlendra gesta hefur verið í kringum 20% á síðustu mótum. En staðsetn- ingin í Reykjavík þar sem gríðarleg- ur fjöldi ferðamanna dvelur opnar auðvitað á möguleika varðandi t.d. styttri heimsóknir inn á svæðið og það er eitthvað sem við munum skoða vel í samráði við ferðaþjón- ustuna.“ Ný áhorfendabrekka Þá segir Áskell Heiðar að uppi séu ýmsar hugmyndir um nýjungar í dagskrá, sem gætu höfðað til annarra en gallharðra hestamanna. „Það eru ýmsar hugmyndir þegar komnar fram og við munum leggja okkur fram við að fólki líði vel, líka þeim sem eru ekki límdir við brekk- una. Einn af kostum Reykjavíkur er auðvitað að það er stutt í fjöl- breytta þjónustu og afþreyingu og við munum örugglega bæði bjóða upp á afþreyingu inn á svæðinu og líka hjálpa fólki sem vill skreppa út af svæðinu og kíkja t.d. í golf, hvalaskoðun eða á söfn.“ Nú þegar eru hafnar framkvæmd- ir á mótssvæðinu í Víðidal. „Nú stendur yfir vinna við nýja áhorf- endabrekku við Hvammsvöll sem mun breyta ásýnd vallarins nokkuð og auka enn á stemninguna á vellin- um. Við munum svo leggjast ítarlega yfir svæðið og gera aðstöðu eins vel úr garði og mögulegt er, bæði fyrir hesta og mannfólk,“ segir Áskell Heiðar. Fjölskylduvænn viðburður Opnað verður fyrir miðasöluna á Landsmótið 2018 á hestasýningunni Equitana í Essen í Þýskalandi um helgina en þátttaka í sýningunni er liður í kynningu á verkefninu Horses of Iceland. „Þetta er risastór sýning þar sem fólk alls staðar að í heiminum kemur saman og það sem sameinar það er áhugi á hestum. Okkur fannst því upplagt að búa til lítinn viðburð þarna þar sem miðasalan mun opna formlega,“ segir Áskell Heiðar sem sér stórkostlega hátíð í uppsiglingu. „Ég sé fyrir mér glæsilegan vikulangan viðburð þar sem íslenski hesturinn er í aðalhlutverki, frábæra gæðingakeppni og kynbótasýningar sem verða örugglega í hæsta gæða- flokki. Svo ætlum við okkur að búa til aðstæður þar sem þú sem gestur getur notið bæði afþreyingar og góðrar þjónustu þegar þú ert ekki að fylgjast með hestunum. Eftir að keppni lýkur á kvöldin munum við svo skemmta okkur, en í grunninn er þetta fjölskylduhátíð fyrir fólk sem hefur áhuga á íslenska hestinum og það verður okkar leiðarljós.“ Framkvæmdastjórinn Áskell Heiðar Ásgeirsson sem stýrði einnig Landsmótinu sem haldið var á Hólum í Hjaltadal í fyrra. HROSS&HESTAMENNSKA Séð y r svæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal í Reykjavík þegar Landsmót hestamanna var haldið þar árið 2012. Frá Landsmóti hestamanna 2012. Mynd / HKr. Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrun.hulda.palsdottir@gmail.com

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.