Bændablaðið - 23.03.2017, Síða 30

Bændablaðið - 23.03.2017, Síða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Halldór Anton Reynisson keppir fyrir HR Racing í powerboat class Formula 4 hraðbátaflokki í Noregi: Þýtur yfir hafflötinn á 115 km hraða − Kynnti bát sinn í keppnisgrein á sýningu Íslandsmóts iðn- og verkgreina í Laugardalshöllinni Akurnesingurinn Halldór Anton Reynisson var á sýningu Íslandsmóts iðn- og verkgreina í Laugardalshöllinni með grip sem ekki er mjög vanalegt að sjá hér á landi. Þetta er lokaður Formula 4 katamaran keppnisbátur með 60 hestafla utanborðsmótor. Halldór Anton segist vera búinn að stunda þessa íþrótt í fjögur ár í Noregi en þjálfari hans, sem er norsk kona, keppir í formúlu 1 keppni slíkra báta. „Mér hefur gengið vel en það eru keppnir sex sinnum á ári. Það er hægt að fylgjast með því á Facebook-síðunni HR Racing.“ Kemst á allt að 130 km hraða Báturinn hans Halldórs er með 60 hestafla utanborðsmótor. Í keppni er Halldór að fara á 110 til 115 km hraða. Hann segir þó mögulegt að komast á 130 km hraða við góðar aðstæður og með stærri skrúfu. Við stærri skrúfu missi báturinn að vísu talsverðan við- bragðshraða og er lengur af stað sem þykir ekki gott í keppni. Skrokklögun bátsins, sem er tví- bytna eða svokallaður katamaran bátur, gerir hann mjög stöðugan. Því segist Halldór hiklaust fara í beygjur á fullri inngjöf. Bátur Halldórs er ekki ýkja þungur. Með mótor sem er 110 kg er hann ekki nema 280 kg með öllu. Má ekki vera smeykur – Nú eru þetta hraðskreiðir bátar og talsvert um að þeir fari upp á endann eða hvolfi á mikilli ferð. Ert þú ekkert smeykur að keppa á þessu? „Maður má ekkert vera smeykur. Ég hef ekki lent í að hvolfa þessum bát, en lenti í slíku á hinum tveim bát- unum sem ég var með.“ Aðspurður hvort þetta væri ekki dýrt sport, vildi hann ekki meina að svo væri. Þetta væri alls ekkert dýrara en t.d krosshjólasportið. „Þetta er ekki eins dýrt og fólk heldur.“ Það má heita stórundarlegt hvað sjósportgreinar hafa fengið lítið pláss á sjónvarps- stöðvum þessa mikla sjávarútvegs- lands. Var Halldór sammála því og sagði að reyndar væri hægt að fylgjast með honum á Facebook-síðu hans HR Racing. /HKr. Hinn mikli keppnismaður Halldór Anton Reynisson við bát sinn í Laugardalshöll. Á honum þeytist hann í keppni á 110 til 115 km hraða, en segist komast á alllt að 130 km hraða. Myndir / HKr. Halldór á fullri ferð. Mynd / af vefsíðu HR Raceing Þegar kappið er mikið getur stundum farið illa. Mynd / af vefsíðu HR Raceing Íslandsmót iðn- og verkgreina 2017 fór fram í Laugardalshöllinni 16.–18. mars: Keppt var í 23 greinum – úrslit í einstaklings- og liðakeppni Bakaraiðn 1. Gunnlaugur Arnar Ingason. Kökulist/Valgeirs bakarí 2. Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir. Sandholt 3. Stefán Pétur Bachmann Bjarna- son. Passion Reykjavík Bifreiðasmíði 1. Remek Duda Maríusson. GB- -Tjónaviðgerðir 2. Runólfur Reyr Klemenzar- son BL 3. Harpa Dögg Halldórsdóttir Borgarholtsskóli Bifvélavirkjun 1. Alexander Svanur Guðmunds- son. Borgarholtsskóli 2. Brynjar Steinn Magnússon. Askja 3. Fjóla Dís Viðarsdóttir. Askja Bilanagreining kælikerfa 1. Sæþór Orrason. Framhaldssk í Vestmannaeyjum 2. Friðrik Karlsson. VMA 3. Bernhard Anton Jónsson. VMA Bílamálun 1. Jason Nói Arnarson 2. Borgarholtsskóli 3. Björn Guðmundur Björnsson. Borgarholtsskóli 4. Tómas Guðmundsson. Borg- arholtsskóli Framreiðsla 1. Sigurður Borgar Vox 2. Alma karen Sverrisdóttir 3. Iceland Natura 4. Gréta Sóley Arngrímsdóttir. Iceland Natura. Undanúrslit í Norrænu Nemakeppninni Þessi Fara áfram í úrslitakeppni í september í Hörpu: Axel Árni Herbertsson. Bláa lónið Rakel Siva. Radisson SAS Blu Sandra Óskarsdóttir. Bláa lónið Sandra Sif Eiðsdóttir. Radisson SAS Blu, Sigurður Borgar. Vox Grafísk miðlun 1. Embla Rún Gunnarsdóttir. Tækniskólinn 2. 2. Símon Norðfjörð Viðarsson. Tækniskólinn 3. 3.Davíð Snær Jónsson.Tækni- skólinn Gullsmíði 1. Guðrún Inga Guðbrandsdóttir. Tækniskólinn 2. Anna Guðlaug Sigurðardóttir. Tækniskólinn 3. Linda Ósk Svavarsdóttir. Tækniskólinn Hársnyrtiiðn 1. Klara Ívarsdóttir. Tækniskólinn 2. Edda Heiðrún Úlfarsdóttir. Tækniskólinn 3. Alma Björgvinsdóttir. Tækni- skólinn Hönnun vökvakerfa 1. Friðrik Karlsson. VMA 2. Bernhard Anton Jónsson. VMA 3. Sæþór Orrason. Framhalds- skólinn í Vestmannaeyjum. Kjötiðn 1. Helga Hermannsdóttir. Norð- lenska 2. Alex Tristan Gunnþórsson. Kjöthúsið 3. Rakel Þorgilsdóttir. Kjarnafæði Leikjaforritun 1. Bernhard Linn Hilmarsson. Tækniskólinn 2. Anna Bjarnsteinsdóttir. MR 3. Óðinn Eyjólfsson. Tækni- skólinn Matreiðsla 1. Kristinn Gísli Jónsson. Dill 2. Íris Jana Ásgeirsdóttir. Fiskfé- lagið. 3. Kara Guðmundsdóttir. Fiskfé- lagið Undanúrslit í Norrænu Nemakeppninni Þessi fara áfram í úrslitakeppni í september í Hörpu: Bjarki Þorsteinsson. Radisson SAS Blu Elmar Ingi Sigurðsson. Radis- son SAS Blu Michael Pétursson. VOX Hinrik Lárusson. Radisson SAS Blu Svala Sveinsdóttir. Icelandair Marina. Málaraiðn 1. Stefán Örn Ingibergsson 2. Tækniskólinn 3. Bjarki Geir Grétarsson. Tækni- skólinn Kjötiðnaðarmennirnir Jóhannes Geir Númason og Fannar Ingi Hrafnsson voru að vinna við lostætar Pepsí- paprikupylsur með beikonosti fyrir gestina á sýningunni. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.