Bændablaðið - 23.03.2017, Page 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017
Verð á 500 kg stórsekk
aðeins 56.277 m/vsk
Kraftblanda
30% fiskimjöl
Óerfðabreytt hráefni
Lífrænt selen
karakterar verða áberandi í þjóðfé-
laginu. Að sjálfsögðu eltir maður
þá og reynir að túlka með jákvæð-
um hætti. Guðni Ágústsson telst til
dæmis alls ekki normaaa…l, …ééég
meina, alls ekki venjulegur. Hvorki
í orðfæri né öðru. Hann myndi því
passa seint í það mót sem nú er verið
að steypa allan fjöldann í. Guðna
er því gott að eiga við, enda kall
með gott hjarta og talar ekki illa
um fólk.“
Nú vantar í pólitísku flóruna
svona litríka karaktera sem þora
að segja hlutina umbúðalaust. Það
má ekki mismæla sig án þess að allt
verði vitlaust.“
Óborganlegir stjórnmálafundir
Jóhannes minnist framboðs-
fundanna vestur á fjörðum í
gamla daga þar sem afar litríkir
persónuleikar tókust á í troðfull-
um félagsheimilum. Slíkt þótti hin
mesta skemmtun.
„Ég myndi kaupa mig inn á slík-
an framboðsfund fyrir stórfé ef hann
væri í boði í dag,“ segir Jóhannes.
„Enda lærði ég það í stjórnmála-
fræðinni hjá Ólafi Ragnari
Grímssyni, að stjórnmálaflokkar
hefðu skemmtigildi. Ég hugsa að
hann hafi þá fremur átt við fyrri tíð,
því vart er það svo lengur. Þá var
skemmtigildið eitt af helstu gild-
um stjórnmálaflokkanna. Ég man
eftir héraðsmótunum og fram-
boðsfundunum í gamla daga, í og
með voru þetta hreinar skemmti-
samkomur. Menn mega nefnilega
aldrei gleyma því að gaman og
alvara er hluti af sama pakkanum.
Annars hef ég bara gaman af
þessu. Maður hittir marga og það
er athyglisvert að í þeim stóra hópi
er bara gott fólk. Ég hef aldrei hitt
slæmt fólk, eða orðljótt fólk sem
kemur fram eins og margir þekkja
á fésbókinni.
Sjálfur reyni ég mjög mikið að
passa mig á því að móðga ekki
fólk þegar ég kem fram. Þá tek ég
gjarnan fram að fólk láti mig þá vita
ef einhverjum sé misboðið. Það er
helst að ég fái kvörtun yfir að hafa
skilið einhvern útundan í gríninu,“
segir Jóhannes Kristjánsson. /HKr.
Orginalinn Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum og og eftirherman Jóhannes
Kristjánsson frá Ingjaldssandi. Mynd / GVA
Á myndinni má sjá f.v. Jónas Jónasson, bónda á Héðinshöfða, með forystuána Hosu og Halldór Sigurðsson, bónda
á Syðri-Sandhólum, með forystuána Lipurtá, en Halldór aðstoðaði Jónas ásamt eirum við að ná fénu. Þess má geta
að Lipurtá átti hrútana og við fósturtalningu sem fór fram á Héðinshöfða rétt eftir að féð náðist kom fram að báðar
forystuærnar ganga með tvö lömb og hvíta ærin frá Hóli í Kelduhver er með þrjú. tigönguærnar þrjár ganga því
með sjö lömb. Mynd / Atli Vigfússon
Héðinshöfði á Tjörnesi:
Fyrirhöfn að ná forystukindum í hús
Það var mikil fyrirhöfn fyrir
bændur á Héðinshöfða á Tjörnesi
að ná forystukindum sínum í hús
um helgina, en tvær ær þaðan hafa
verið úti í allan vetur og erfitt að
ná þeim.
Lengi vel voru þær í fjallgarðin-
um, en upp á síðkastið voru þær farn-
ar að sjást við bæi og þá aðallega
í landi Hringvers og Syðri-Tungu.
Með þeim var ein hvít ær frá Hóli
í Kelduhverfi og tveir hrútar undan
annarri forystuánni. Allar þessar
kindur náðust og tók eltingaleik-
urinn upp undir sex klukkutíma að
því er fram kemur í frásögn Atla
Vigfússonar á Laxamýri á vefnum
641.is.
Þreyttur en glaður
Ærnar náðust að lokum við
Héðinshöfða með hjálp nokkurra
manna og tíkurinnar Pöndu frá
Ketilsstöðum, en hún er mjög þjálf-
aður og þekktur fjárhundur. Jónas
Jónasson, bóndi á Héðinshöfða,
sagðist hafa verið mjög þreyttur
þegar viðureigninni lauk, en jafn-
framt ákaflega glaður með það að
hafa náð kindunum.
Forystuærnar eru upphaflega
tvílembingar saman, en Hosa slapp
út úr réttinni við Héðinshöfða sl.
haust og skildi sín lömb þar eftir og
fór til fjalls. Líklega hefur hún hitt
Lipurtá systur sína einhvers staðar,
en til þeirra hafði sést og héldu þær
hópinn. Tíðarfar hefur verið þannig
að ekkert amaði að kindunum og
tiltölulega vel í holdum miðað við
aðstæður. /MÞÞ