Bændablaðið - 23.03.2017, Qupperneq 34

Bændablaðið - 23.03.2017, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 UTAN ÚR HEIMI Þegar norsku félagarnir Simen Staalnacke og Peder Børresen fengu þá hugmynd í eftirpartíi fyrir rúmum 15 árum að hanna og framleiða fatnað undir norsku vörumerki, innblásið af fallegum fjörðum og bændarómantík, héldu flestir í kringum þá að þeir væru algjörlega gengnir af göfl- unum. Nú, 14 árum eftir að þeir stofnuðu Moods of Norway, er enginn sem efast lengur um við- skiptahugmynd þeirra og frum- kvöðlagetu, því í dag eru þeir með 350 starfsmenn í vinnu og velta um fjórum milljörðum íslenskra króna árlega. Það er þessi litríki sköpunarkraft- ur sem hefur slegið í gegn og með mikilli eljusemi, úthaldi og heilum hellingi af andvökunóttum hefur Moods of Norway vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og eru nú þekkt- ir um allan heim og þá ekki síst í tískuheiminum. Fljótlega kom Jan Egil Flo inn í myndina sem skipu- leggjandi og bókhaldsmaður og síðar Svíinn Stefan Dahlkvist sem hefur sinnt ýmsum verkefnum hjá fyrirtækinu, meðal annars að koma því áfram á Ameríkumarkaði. Þegar blaðamaður Bændablaðsins sló á þráðinn á dögunum til Moods var Simen Staalnacke við og sat fyrir svörum. „Aloha, svo skemmtilegt að heyra frá íslensku Bændablaði, við vorum einmitt með verslan- ir í Reykjavík áður en allt hrundi árið 2008. Á þeim tíma ákváðum við að draga okkur út úr Evrópu- markaðnum og reyna fyrir okkur í Ameríku, það hafði alltaf verið draumurinn,“ segir Simen og hlær. Segja sögur í gegnum fötin Strákarnir hafa aldrei misst trúna á sjálfa sig og þrátt fyrir að hafa unnið launalausir að ævintýrinu fyrstu árin þá gáfust þeir aldrei upp. „Það má segja að þetta hafi allt byrjað þegar ég nam markaðsfræði á Havaí fyrir rúmum 14 árum. Þá upp- götvaði ég að landið sem ég kem frá, Noregur, er mjög framandi. Þetta á við um staðsetningu landsins, sögu þess, hefðir og menningu. Þá kom upp þessi hugmynd hjá mér og Peder að segja norskar sögur í gegnum fötin okkar og að spila með þetta einstaka sem við höfum í Noregi,“ útskýrir Simen og segir jafnframt: „Þegar ég kom heim úr náminu þá byrjuðum við að hanna fyrstu fatalínuna okkar með 24 vörum. Móðir mín, sem hefur verið hönnuð- ur frá því ég man eftir mér, hjálpaði okkur með að finna verksmiðjur til að framleiða vörurnar. Frá þessum tíma hefur allt gengið á yfirsnúningi og núna er merkið okkar orðið bæði þjóðlegt og alþjóðlegt fatamerki.“ Jakkaföt úr gardínuefni Strákarnir voru aldrei í vafa um að Stryn, heimabær þeirra, yrði höfuð- staður fyrir nýja fyrirtækið en þessi litli bær með rúmlega tvö þúsund íbúa hafði allt sem þeir vildu sýna í fötunum sínum, það er, firði, fjöll, jökul, laxveiði og bóndabæi. „Moods byrjaði sem hreint herra- merki en í dag er þetta lífsstíls- merkjavara þar sem við hönnum og seljum fyrir herra, dömur, börn, íþróttir, ilmvötn, rakspíra og fleiri fylgihluti. Við höfum meira að segja hannað og látið framleiða fyrir okkur eigið traktoravöfflujárn sem okkur finnst mjög töff.“ Þegar strákarnir byrjuðu höfðu þeir ekki hundsvit á því hvernig ætti að skissa upp snið, hvað þá að sauma upp úr þeim. Það voru ekki margir sem höfðu trú á því að jakkafötin í fyrstu línunni, sem þeir létu sauma úr gardínuefni í Búlgaríu, ætti eftir að koma þeim langt en með tíð og tíma náðu þeir að vinna markaði og gera enn. „Þetta hefur gengið svakalega vel undanfarin ár og heldur bara áfram að vaxa og við erum mjög þakklátir fyrir þessa velgengni. Í fyrra keypt- um við fatakeðjuna Brandstad og núna erum við með 40 verslanir í Noregi ásamt flaggskipinu okkar í hinni stóru borg englanna, Los Angeles. Okkar aðalmarkaðir eru Noregur, Skandinavía og Bandaríkin. Núna eru um 350 starfsmenn hjá fyr- irtækinu og veltan er í kringum 300 milljónir norskra króna.“ Fjölskyldumyndir af ömmu og afa Fjölskylda drengjanna hefur ekki síður verið mikilvæg í þessu ferli eins og hefðirnar og þjóðernisrómantíkin. Þannig er amma Simen, mest nýtta Peder, Simen og Stefan hoppa ofan af einum bleikum traktor fyrirtækisins en hann er einn af 26 sem þeir eiga, stilla út og nota til markaðssetningar í Stryn, heimabæ þeirra Peder og Simen. Þó eru ekki allir traktorar fyrirtækisins bleikir, hér eru þeir á einum ljósbláum fyrir utan verslun þeirra í Los Angeles. Þegar félagarnir opnuðu verslun í New York leigðu þeir þrjár kindur af sveitabæ og vakti það verðskuldaða athygli í tískuháborginni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.