Bændablaðið - 23.03.2017, Page 38

Bændablaðið - 23.03.2017, Page 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Indverska stórfyrirtækið Mahindra & Mahindra varð stærsti dráttar- vélaframleiðandi heims árið 2010 með flestar seld- ar vélar. Höfuðstöðvarnar eru í Mumbai en fyrirtækið er með starfsemi í yfir 100 löndum og með yfir 200 þús- und starfsmenn. Fyrirtækið varð til sem stálframleiðslufyrirtæki árið 1945 og hét upphaflega Mahindra & Mohammed. Stofnendurnir voru Malik Ghulam Mohammed og bræðurnir K.C. Mahindra og J.C. Mahindra. Þegar Malik Ghulam Mohammed flutti til Pakistan 1948 og gerðist þar fyrsti fjármálaráðherra landsins var nafni fyrirtækisins breytt í Mahindra & Mahindra. Það hóf síðan bifreiðaframleiðslu árið 1947 þar sem settir voru saman hinir frægu Willys-jeppar. Fyrsta dráttarvélin var Mahindra B-275 Fyrirtækið tók líka stefnuna á dráttarvélaframleiðslu. Sú ætlun bar verulegan árangur þegar opnuð var sameiginleg verk- smiðja M&M og International Harvester (IH) til að framleiða dráttarvélar undir nafni Mahindra á Indlandi árið 1962. Fyrsta vélin var Mahindra B-275. Var það arf- taki hinnar geysivinsælu IH B-414 dráttarvélar. Nú er Mahindra í nánu sam- starfi við japanska iðnaðarrisann Mitsubishi. Framleiddar eru vélar í öllum stærðarflokkum og allt frá einföldustu vélum til háþróaðra tæknivæddra tækja. Er Mahindra í fyrsta sæti á heimsvísu með um 2,1 milljón seldra dráttarvéla á ári. Er fyrirtækið nú orðið að regn- hlíf yfir fjölþætt framleiðslufyr- irtæki á ólíkum sviðum, m.a. í upplýsingatækni, fjármálastarf- semi sem og mótorhjóla-, drátt- arvéla-, bifreiða-, báta-, flug- vélaframleiðslu og jafnvel geim- ferðatækni í samstarfi við Airbus. Einnig er fyrirtækið í framleiðslu á hergögnum. Stefnt er að því að Mahindra & Mahindra verði í hópi aðdáunarverðustu fyrirtækja í heimi árið 2021. Með sjö verksmiðjur Samsetningarverksmiðjur Mah- indra dráttarvéla eru sjö tals- ins og staðsettar á Indlandi, í Bandaríkjunum, Ástralíu og í Kína. Meðal hlutdeildar- og dótturfélaga er Mitsubishi Agricultural Macinery í Japan og bílaframleiðandinn Ssang Young í Suður-Kóreu sem Bílabúð Benna er með umboð fyrir á Íslandi. Mahindra selur bifreiðar og dráttarvélar í yfir 90 löndum. Árið 1994 hóf Mahindra innreið sína á Bandaríkjamarkað og óx mjög hratt. Árið 2003 var sett upp samsetningarverksmiðja í Calhoun í Georgíu. Í Ameríku eru Mahindra dráttarvélar með söluskrifstofur í Brasilíu, Ekvador, Chile, Níkaragva, Paragvæ, Perú, Kólumbíu, Kanada og í Bandaríkjunum. Ekkert Evrópuland er þó enn á lista Mahindra dráttarvélanna. Eru dráttarvélar fyrirtækis- ins síðan með öfluga fótfestu í Ástralíu, Bangladesh, Butan, Kína, Indónesíu, Japan, Nepal, Nýja-Sjálandi, Filippseyjum, og á Sri Lanka. Í Mið-Asíu og Afríku eru dráttarvélar fyrir- tækisins seldar í Alsír, Angóla, Botswana, Kongó og í Lýðveldinu Kongó, í Egyptalandi, Eþíópíu, Gambíu, Gana, Gíneu, Íran, Írak, Fílabeinsströndinni, Kenýa, Madagaskar, Malaví, Mali, Marokkó, Mósambík, Namibíu, Nígeríu, Rúanda, Senegal, Suður- Afríku, Súdan, Tansaníu, Úganda og Zambíu. /HKr. Mahindra – indverski dráttarvélarisinn SAM gagnrýna útlistun ráðuneytis á endurskoðun á stöðu mjólkuriðnaðarins: Gera eigi mun ríkari kröfur á Íslandi en í útlöndum – þrátt fyrir að ráðuneytið vísi til reglna sem gilda í Noregi og Hollandi Samtök afurðastöðva í mjólkur- iðnaði (SAM) gera margvíslegar athugasemdir við frumvarp um endurskoðun á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins og frétt um málið sem birt var á fréttavef atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytisins 6. mars 2017. Forsvarsmenn SAM benda á að í frétt ráðuneytisins séu ýmsar undarlegar fullyrðingar sem hafi ekkert með frumvarpið að gera. Þar sé t.d. fullyrt að verði frum- varpið að lögum muni allir aðilar í mjólkuriðnaði geta keypt mjólk með sama kostnaði og markaðs- ráðandi afurðastöð. Af þessu tilefni segir SAM rétt að taka fram að nú þegar kaupa allir aðilar í mjólkur- iðnaði mjólk á sama verði og markaðsráðandi afurðastöð. Verði frumvarpið að lögum mun það því engu breyta um þennan þátt. Einnig bendir SAM á að í frétt ráðuneytisins sé eftirfarandi full- yrðing: „Markaðsráðandi afurðastöð mjólkur verður skylt að selja óháð- um afurðastöðvum og vinnsluað- ilum hrámjólk sem nemur allt að 20% af þeirri hrámjólk sem hún tekur við.“ Vegna þessa telur SAM rétt að taka fram að nú þegar sé öllum afurðastöðvum skylt að selja öðrum vinnsluaðilum mjólk og mjólkur- afurðir á verði sem verðlagsnefnd búvöru ákvarðar samkvæmt 13. grein, 3. mgr. búvörulaga. Verði frumvarpið að lögum muni það engu breyta um skyldu mark- aðsráðandi afurðastöðvar til sölu mjólkur sem hráefnis til frekari vinnslu. Þá segir í frétt ráðuneytisins að „Framleiðsluhluti markaðsráðandi afurðastöðvar skal vera fjárhags- lega og stjórnunarlega aðskilinn frá annarri starfsemi afurðastöðvar- innar.“ Í athugasemd SAM segir að nú þegar sé starfsemi aðildarfélaga SAM skipt í fjárhagslega og stjórn- unarlega aðskildar afurðastöðvar. Verði frumvarpið að lögum muni það engu breyta um þennan þátt. Í niðurlagi fréttar ráðuneytisins segir enn fremur um vinnslu frum- varpsins: „Einnig var tekið mið að því hvernig skipulagi fyrir mjólkur- iðnaðinn er háttað í Noregi og Hollandi.“ Forsvarsmenn SAM segja aftur á móti að það skipulag sem frumvarpið leggur til fyrir íslenskan mjólkuriðnað sé mjög ólíkt því sem gildir í Noregi og Hollandi. „Því er erfitt að sjá merki þess að tekið hafi verið mið af skipulagi í Noregi og Hollandi við vinnslu frumvarpsins.“ Stærsta mjólkursamlag Noregs nýtur undanþágu Bendir SAM á að í Noregi séu sértækar reglur um stjórnun mark- aða með mjólk og mjólkurafurðir. „Forskrifter om markedsregulering til å fremme omsetning av jord- bruksvarer.“ Í reglunum er stærsta mjólkur- samlag Noregs; TINE, skilgreint sem „markaðsstjórnandi“. Því er TINE skylt að selja að lágmarki 1% af móttekinni mjólk til hvers vinnsluaðila sem taka þátt í verðút- jöfnun fyrir mjólk. Sem markaðsstjórnandi leggjast skyldur á TINE en einnig öðlast fyr- irtækið sérstök réttindi. Til dæmis getur TINE fengið greitt fyrir sölu- hvetjandi aðgerðir, og greidda styrki til að selja undanrennuduft á lægra verði og fyrir geymslu á osti, smjöri og þurrmjólk til að jafna framboð afurðanna. Skyldu TINE til að taka á móti allri mjólk fylgja því opin- berar reglur um réttindi sem TINE nýtur fyrir þá kvöð, bæði heimildir til markaðsaðgerða og beinn opin- ber stuðningur vegna kostnaðar sem fellur á TINE vegna móttöku- skyldunnar. Verið að leggja til harðari reglur en í Noregi Vísar SAM til þess að í Noregi séu því bæði verðtilfærslur á milli mjólkurafurða og sérstakar reglur um markaðssetningu á mjólkur- vörum til að auka söluna. Þær regl- ur eru undanþágur frá almennum samkeppnislögum. Í frumvarpinu er lagt til að leggja af heimild til verðtilfærslu á Íslandi og fella úr gildi mun takmarkaðri undanþágu frá samkeppnislögum, en þær víðtæku undanþágur frá samkeppnislögum sem í gildi eru í Noregi. Frumvarpið leggur því til að skipulag mjólkuriðnaðarins á Íslandi verði með öllu ólíkt því skipulagi sem í gildi er í Noregi. – Það er að ekki sé tekið mið af skipulagi í Noregi. Ekki með jafn ríkar kaupskyldur á mjólk í ESB-ríkjum Í Hollandi gilda reglur Evrópu- sambandsins um mjólkuriðnað. Í Evrópusambandinu eru í gildi sér- tækar reglur um skipulag markaða fyrir landbúnaðarafurðir sem nefnt er; „Common Organisation of the Markets in agricultural products“. Reglugerðin er 180 blaðsíðna upp- talning á sértækum reglum um skipulag og markaðssetningu á landbúnaðarafurðum og nær sam- felld upptalning á undanþágum frá almennum samkeppnislögum sem annars gilda í Evrópusambandinu. Segir SAM að í reglugerðinni sé bændum til dæmis heimilað að hafa samráð við samninga um mjólkurverð við afurðastöðvar og er Evrópusambandinu veitt heimild til að grípa til aðgerða vegna ójafnvægis á markaði með landbúnaðarafurðir. Skipulag Evrópusambandsins tryggir afurðastöðvum einnig lágmarksverð fyrir smjör og undanrennuduft, ásamt því að greiða afurðastöðvum fyrir geymslu á smjöri og dufti ef fram- boð á markaði þykir of mikið. Samt er afurðastöðvum ekki gert skylt að kaupa alla mjólk af bændum, eins og lagt er til í íslenska frumvarpinu. Mun vægari skyldur á afurðastöðvar í Hollandi Við sameiningu tveggja fyrirtækja í Hollandi árið 2008, Friesland og Campina, settu samkeppnisyfirvöld í Hollandi þá skyldu á sameinað félag að selja að lágmarki 1,2 milljarða lítra af mjólk til samkeppnisaðila, eða um 12% af mjólk sem fyrirtæk- ið vinnur. Í íslenska frumvarpinu er lagt til að söluskylda markaðsráð- andi aðila verði 20%, eða mun hærra hlutfall en krafist er í Hollandi og Noregi. Í Hollandi eru engar skyldur á afurðastöðvum um að kaupa alla mjólk af framleiðendum og þar eru í gildi sértækar reglur um mark- aðssetningu og skipulag í mjólkur- iðnaði. Í íslenska frumvarpinu er lagt til að á Íslandi verði móttökuskylda á allri mjólk lögð á eitt fyrirtæki sem einnig þurfi að sæta opinberri verð- lagningu, en almennar samkeppnis- reglur gildi í mjólkuriðnaði þar fyrir utan. Bendir SAM á að þó fullyrt sé af ráðuneytinu að tekið sé mið af regluverki í Noregi og í Hollandi, þá sé samt ekki lagt til að skipulag á Íslandi taki mið af því skipulagi sem raunverulega er við lýði í Hollandi. „Ef sækja á fordæmi frá Noregi og Hollandi til að skipuleggja íslensk- an mjólkuriðnað væri eðlilegast að byrja á því að setja ítarlegar sérreglur um markaðssetningu mjólkurafurða (Noregur og Holland), ásamt því að auka við verðtilfærslur í mjólkur- iðnaði á Íslandi og skylda alla aðila markaðarins til þátttöku í verðtil- færslunum (Noregur) og að lokum að lækka kröfu um afhendingu á hráefni frá markaðsráðandi aðila úr 20% í að hámarki 12% (Hollandi). Til að klára skipulag sem getur virk- að þarf einnig, samkvæmt reynslu frá þessum tveimur löndum, að setja reglur um viðbrögð við offram- boði á mjólkurafurðum,“ segir í athugasemdum SAM. /HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.