Bændablaðið - 23.03.2017, Page 41

Bændablaðið - 23.03.2017, Page 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Moa, Dinornis, og náði að minnsta kosti 3,6 metrum á hæð. Strútar eru langfættir og fótsterkir og með tvær klær á hvorum fæti sem líkjast klaufum. Þeir geta hlaupið á allt að 70 kílómetra hraða á klukku- stund og haldið þeim hraða í allt að 30 mínútur og taka þrjá til fimm metra í hverju skrefi. Og nei, strútar stinga ekki hausn- um í sandinn til að fela sig en þeir eiga það til að leggjast á jörðina og leynast þannig verði þeir varir við rándýr. Sé strútum ógnað geta þeir sparkað hraustlega frá sér og hæg- lega drepið hýenu eða ljón, sem á þá ráðast, með einu sparki. Strútar hafa litla vængi sem þeir nota sem eins konar segl til að lyfta sér og beygja þegar þeir hlaupa og til að tjá sig með í mökunarferlinu. Vængina nota þeir einnig sem sól- hlífar til að skýla ungum í mikilli sól. Fjaðrir strúta eru mjúkar, loft- kenndar og einangrandi en ekki flatar og sléttar eins og hjá flestum fuglum. Strútar eru aðallega grasætur en borða einnig hnetur, skordýr og litlar eðlur. Þeir þola vel þurrka og geta lifað talsvert lengi án vatns en þeim þykir gott að baða sig sé aðgangur að vatni nægur. Strútar hafa þrjá maga sem sjá um að melta fæðuna og ólíkt öðrum fuglum losa þeir sig aðskilið við saur og þvag. Hausinn er lítill en augun stór og þeir sjá og heyra vel. Strútar eru tannlausir og gleypa steina sem hjálpa til við meltingu fæðunnar. Í maga strúta hafa fundist allt að kíló af meltingarsteinum. Yfirleitt lifa strútar í hópum, fimm til fimmtíu saman, sem eitt karldýr og eitt kvendýr fara fyrir. Mökun og uppeldi unga Um mökunartímann verða læri og háls strútshana rauð að lit vegna aukins blóðflæðis. Hanarnir velja sér yfirráðasvæði og verja fyrir öðrum hönum á meðan hópar hænsna vappa milli væntanlegra hreiðurstæða og velja sér karldýr til mökunar. Til að ná athygli hænu dansar haninn og mjakar sér hægt í áttina að henni. Beri daður hanans tilætlaðan árangur leggst hænan á jörðina og hleypir hananum upp á sig. Ólíkt öðrum fuglum hafa hanar strúta eins konar getnaðarlim sem verður um 20 sentímetra langur fyrir mök. Bæði hanar og hænur strúta makast með mörgum einstaklingum yfir fengitímann. Eftir mökun býr haninn til grunna hreiðurholu, um 50 sentímetra að þvermáli, á yfirráðasvæðinu sínu sem margar hænur verpa í og sjá forustufuglarnir í hópnum um að klekja út eggjunum. Hænan sér um eggin á daginn en haninn á nóttunni. Þrátt fyrri að egg strúta séu stærstu egg sem nokkur fugl verpir og geti verið 15 sentímetrar að lengd og 13 að breidd eru þau hlutfallslega minnstu egg sem nokkur fugl verpir miðað við líkamsstærð. Meðalþyngd strútseggja er 1,4 kíló. Haninn sér um uppeldi ung- anna eftir að þeir klekjast úr eggi um 40 dögum eftir varp. Ungarnir vaxa hratt á fyrsta ári og um allt að 25 sentímetra á mánuði og algeng þyngd ársgamals strúts er 45 kíló. Ungarnir verða kynþroska á öðru til þriðja ári. Utan fengitímans ferðast strútar milli beitilanda eins og hjarðdýr. Strútaeldi og nytjar Strútar hafa verið veiddir til matar frá ómunatíð en upphaf stútaeldis eins og við þekkjum það er rakið til Suður-Afríku þar sem það hófst fyrir rúmum 150 árum. Suður-Afríka ein- okaði nánast allt strútaeldið í heim- inum til 1980. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar voru eldisstrútar fluttir til Bandaríkjanna frá Suður- Afríku og í dag eru strútar í eldi þar hátt í ein milljón. Helsta eldistegundin kallast African Black og er afrakstur áratuga kynbóta og ræktunarstarfs í Suður- Afríku. African Black eru stórvaxnir fuglar sem gefa af sér mikið kjöt, hátt í 60 kíló, og leður. Lífaldur þeirra er allt að 50 ár í eldi en elsti strútur sem vitað er um lifði í 75 ár. Strútar eru aðallega aldir vegna kjötsins, sem er gott í steikur, bjúga og hamborgara. Kjötið er rautt og bragðgott og ekki ólíkt nautakjöti nema hvað í því er lítil sem engin fita. Strútsfjaðrir eru vinsælar til skrauts og í fjaðrakústa til að þurrka af ryk. Strútsleður er einstaklega sterkt og endingargott og vel not- hæft í skófatnað, töskur og húsgögn. Strútafita er mikið notuð við fram- leiðslu á snyrtivörum og húskrem- um. Fram til þessa hefur lítið verið um sjúkdóma í strútaeldi þrátt fyrir að 40.000 strútum hafi verið fargað á búgarði í Suður-Ameríku árið 2011 vegna fuglaflensu. Hætta er talin á að fuglaflensa geti sett verulegt strik í reikninginn við strútaeldi í fram- tíðinni. Strútaveðhlaup þar sem knapar sitja strúta eða fuglarnir draga vagna eru víða vinsæl dægrastytting. Þar sem strútar eru notaðir sem reið- skjótar eru stundum notaðir sérstakir strútahnakkar og beisli. Strútar í trúarbrögðum Myndir af guðum Egypta sýna þá oft með strútsfjaðrir og strútar eru nefndir í Biblíunni og í Jobsbók 39.13-18 segir: „Vængjablak strútshænunnar er skoplegt, verður vængjum henn- ar líkt við flugfjaðrir storks og fálka? Þegar hún skilur egg sín eftir á jörðinni svo að þau haldist heit í sandinum gleymir hún að fótur getur kramið þau og villidýr troð- ið þau í sundur. Hún beitir unga sína hörðu eins og hún ætti þá ekki. Þótt erfiði hennar sé til einskis stendur henni á sama því að Guð synjaði henni um skynsemi og veitti henni enga hlutdeild í skilningi. En þegar hún stekkur upp, baðar vængjum, hlær hún að hesti og riddara.“ Íslenskir strútar Heitið Strútur er til sem hundsnafn og haft um hunda sem eru með hvítan háls en dökkir að öðru leyti. Dæmi er um að orðið hafi fest við menn sem viðurnefni. Orðið strútur er líka haft um hettur eða efsta hluta höfuðfata. Strútur hefir verið haft um trefil eða klút sem vafinn er fyrir munn og nef og í Reykjavíkurpóstinum 1847 segir að „Arabar binda sér strút um vitin“. Í örnefnum er heitið Strútur yfirleitt haft um uppmjótt fjall, tind, klett eða hól og orðið strýta er dregið af orðinu strútur. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns yfir Árnessýslu er getið um hjáleig- una Strút í Skeiðahreppi. Í landi Stafafells í Lóni er klettur sem heitir Strútur og hraunhóll í Ölfusi heitir sama. Örnefni eins og Strútstjörn, Strútshylur, Strútsgerði, Strútsvatn, Strútslækur og Strútslækjarhólar eru einnig þekkt. Sótt um leyfi til innflutnings Um miðjan áratug síðustu aldar barst landbúnaðarráðuneytinu umsögn þar sem óskað var eftir heimild til að flytja fimm til tíu strútaegg til landsins. Eggin átti að flytja inn frá Svíþjóð og til stóð að klekja þeim út og ala strútana hér í fjölskyldugarði. Í umfjöllun í Morgunblaðinu frá í september 1996 segir að Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands hafi undanfarið eitt og hálft ár unnið í umboði fyrir ónefnda bændur og aðra einstaklinga að athugun á strúta innflutningi. Gert er ráð fyrir að flytja inn 10 til 20 strúta í upphafi. Strútarnir yrðu keyptir í Svíþjóð fyrir milligöngu Strútaræktunarsambandsins þar í landi. Einnig segir að fleiri hafi spurst fyrir um innflutning á strútum hjá landbúnaðarráðuneytinu, meðal annars einstaklingar af Norðurlandi og Vestfjörðum. Engin alvarleg heilbrigðisvandamál Búnaðarsamband Suðurlands mun um sviðað leyti í samstarfi við Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands kannað hvaða heilbrigðiskröfur væru gerðar vegna hugsanlegs innflutnings á strútum til landsins. Frumathugun dýralæknis benti til að engin alvarleg heilbrigðis- vandamál fylgdu strútum. Sagt er að þeir þoli vel kulda en í roki og rigningu sé vandamál að koma þeim í skjól. Ólíkt dýrum af norðlægum slóðum hópast strútar ekki saman og veita hver öðrum skjól. Því þarf að sækja hvert einstakt dýr og færa það í hús ef veður verður vont því ekki er hægt að smala þeim saman í hóp. Náttúruverndarráð skilaði áliti vegna innflutningsins og taldi að strútar yrðu ekki til skaða fyrir íslenskt lífríki vegna þess að ólík- legt væri að þeir þrifust villtir á landinu. Náttúruverndarráð taldi engu að síður að kanna yrði aðstæð- ur hér á landi vel vegna þess hversu frábrugðnar þær séu náttúrulegum heimkynnum strúta í sunnanverðri Afríku. Umhverfisstofnun lagðist ekki gegn innflutningi strútseggja að því tilskildu að þau bæru ekki með sér sjúkdóma og taldi að strútarnir myndu ekki hafa skaðleg áhrif á íslenska náttúru. Hófst sem grín Í fyrrnefndri umfjöllun í Morgunblaðinu var haft eftir Matthíasi Eggertssyni, þáverandi ritstjóra búnaðarblaðsins Freys, að hugmyndir um strútaeldi á Íslandi hafi upphaflega komið upp sem grín innan Bændasamtakanna. Matthías taldi jafnframt litlar líkur á að strúta- eldi mundi ganga hér á landi vegna veðurfarsins. Innflutningi hafnað Landbúnaðarráðherra hafnaði inn- flutningnum á strútum til landsins á þeim forsendum að neikvæðar umsagnir hafi legið fyrir frá embætti yfirdýralæknis, dýrasjúkdómanefnd, sérfræðinefnd um framandi lífverur og fleiri eftirlitsaðilum. Í rökstuðningi ráðherra sagði meðal annars að veðurfar hér á landi henti illa fyrir strúta, bæði vegna vinda og vætu og að Norðmenn og Svíar hafi slæma reynslu af strútaeldi. Þar hafi komið upp vandamál vegna húð- og öndunarfærasjúkdóma, strútarnir þoli ekki rok og rigningu þar sem þeir hafi enga fitu í fjöðrunum. Haus strúta er lítill en augun stór og þeir sjá og heyra vel. Strútar eru tannlausir og gleypa steina sem hjálpa til við meltingu fæðunnar. Eftir mökun grafa strútshanar grunna hreiðurholu, um 50 sentímetra að þvermáli, sem hænurnar verpa í. Strúts- og kjúklingaegg. Meðalþyngd strútseggs er 1,4 kíló. Breski náttúrufræðingurinn Ric- hard Oven við beinagrind af fugli af tegundinni moa sem er stærsti fugl sem vitað er til að lifað ha á jörðinni. Strútar geta hlaupið á allt að 70 kílómetra hraða á klukkustund og haldið þeim hraða í allt að 30 mínútur. Kjöt strúta er rautt og bragðgott og ekki ólíkt nautakjöti nema hvað í því er lítil sem engin ta.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.