Bændablaðið - 23.03.2017, Page 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017
SOS – Útflutningsskyldu strax
Félagar í Landssamtökum sauð-
fjárbænda, hvað ætlið þið að gera
á komandi LS-þingi? Ætlið þið að
hrósa stjórninni fyrir framsýnina?
Hún lofaði ykkur 7,5% hækkun
á afurðaverði til ársins 2019. Nú
stendur verð fyrir sauðfjárafurðir
hvergi nærri undir framleiðslu-
kostnaði eða rekstri afurðastöðva
og framundan er ekkert nema
lækkanir.
Ætlið þið að storma á LS-þing
til að tileinka ykkur sjálfssefjunar-
tækni framkvæmdastjórans, Svavars
Halldórssonar? Eða ætlið þið að
þakka honum fyrir að slá ryki í
augun á ykkur og að gera lítið úr
erfiðleikum ykkar?
Forsendur búvörusamningsins
voru brostnar áður en hann tók gildi.
Hann virkar ekki og kemur aldrei
til með að virka, alveg sama hvað
verður reynt. Hins vegar má koma
á útflutningsskyldu fyrir haustið. Sú
aðgerð mun ekki trufla markaðs-
starf innanlands eða í útlöndum. Sú
aðgerð kemur í veg fyrir að stuðn-
ingur til framleiðslu á kindakjöti
fari burt úr landinu. Sú aðgerð gerir
bændum mögulegt að hagræða með
því að fækka fénu og draga úr fram-
leiðslu. Sú aðgerð getur hugsanlega
bjargað afurðastöðvunum fyrir horn,
svo að einhvers staðar verði hægt
að leggja inn í náinni framtíð. Hún
kemur ekki í veg fyrir að við töpum,
en hún mun ef til vill bjarga því að
við stöndum ekki öll uppi án eigna
og atvinnu.
Þegar útflutningsskyldan var
tekin af okkur, háttaði svo heppilega
til að bankarnir hrundu og gengið
féll stórlega. Munið þið eftir því?
Þess vegna kom höggið af afnámi
útflutningsskyldunnar ekki á okkur
undir eins. En við erum að súpa
seyðið af því núna. Og menn þykjast
ekki skilja þetta samhengi. Það þarf
reyndar að gera fleira, sem kostar
vinnu, útreikninga og nýja samninga.
Og þetta þarf að gera strax.
Ég skora á alla fulltrúa á LS-þingi
að hugsa þetta mál. Ég skora á alla
fulltrúa á Alþingi að koma lands-
byggðinni til bjargar og breyta því
sem breyta þarf til að við getum gert
nýjan sauðfjársamning. Hann þarf að
vera í einhverju sambandi við raun-
veruleikann. Ég skora á landbún-
aðarráðherra og landbúnaðarráðu-
neytið að grípa strax til ráðstafana
til að afstýra því stórslysi sem sauð-
fjárræktin er komin í.
Ég og mitt fólk höfum verið fjár-
bændur frá fimm ára aldri og höfum
ekki hugsað okkur að hætta því. Þeir
sem halda því fram að við getum
lifað árum saman af trúnni á þá og
þeirra verk, meðan þeir hinir sömu
leika fjárhættuspil með líf okkar og
afkomu, ættu að endurskoða breytni
sína og siðferðisviðmið.
Sigríður Jónsdóttir, Arnarholti.
Sigríður Jónsdóttir.
Um ull og fleira
Í 21. tölublaði 2016 eru margar
blaðsíður helgaðar ull og úrvinnslu
hennar. Mest af þessu efni er gott,
en ég finn mig samt knúinn til að
hripa niður hugleiðingar mínar
um þessi mál.
Ég byrja á að gleðjast yfir því
að hvergi er þar hnjóðað í tvílitt fé
sem lengi hefur verið siður. Það er
reyndar hreinlega alls ekki minnst á
það. Ég segi nú bara eins og máltæk-
ið gamla. Guð láti gott á vita. Þetta
vekur veika von um að Ístexmenn
séu að byrja að átta sig á því að þetta
er ágætis ull þótt hún sé ekki einlit.
Ég hef sterkan grun um að einlita
ullin sé lituð og hafi lengi verið, en
það er nú svo með litunina að hún vill
hafa mörg blæbrigði og í sjálfu sér
er það hið besta mál. Það eykur bara
fjölbreytnina. Spyrjið þið prjónakon-
urnar. Ég heyri þær fullyrða að ekki
þýði að kaupa viðbót í peysuna ef
lopinn klárast, því þótt hann heiti
vera úr sömu lotu, þá sjáist alltaf
munur þegar í flíkina er komið. Því
þá ekki að auka fjölbreytnina enn?
Íslenskar prjónavörur eru sífellt að
verða vinsælli. Við verðum líka að
varðveita litafjölbreytnina í sauðfénu
okkar, eins og í kúm og hrossum.
Þessi litafjölbreytni í íslenska búfénu
er meira virði en fáeinar krónur. Mig
grunar að þessi andúð á tvílitu séu
gamlar leifar af hvítum draumum
sem uppi voru um miðja síðustu öld,
þegar verið var að stofna fjárræktar-
félögin. Þá mátti engin kind vera í
fjárræktarfélagi nema hún væri hvít.
(en hún mátti þó vera kargul.)
Það má skilja klausuna um ullar-
verðið þannig að öll ull hækki í verði
nema flokkurinn H2. Vitund neðar á
blaðsíðunni er tafla sem sýnir verð í
hverjum flokki. Þar kemur fram að
flokkurinn M2 er langlægstur. Ef öll
tvílita ullin er sett í hann sem mér var
einhvern tímann sagt að væri er ekki
að furða að hann sé stór.
Tvílita fénu mun fjölga
Ég er þess fullvss að tvílita fénu
mun fjölga, hvað sem ykkar gam-
aldags skoðunum líður. Því hluti af
ánæjunni af sauðfénu er fólginn í
því að eiga sem fjölbreyttasta liti
í stofninum. Það væri stórslys ef
þessu yrði útrýmt. Ég er nú reyndar
ekki hræddur um það, því alllengi
hafa bæði dökkleitir og tvílitir hrútar
verið á sæðingarstöðvunum.
Minn ágæti vinur, Ari Teitsson,
skrifar þarna pistil. Hann hefur þar
áhyggjur af snoðkleprum í ullinni.
Þetta kemur mér á óvart, því ég
hélt að eftir að bændur fóru að rýja
haustrúning þá tækju þeir svo snoðið
aftur á vorin. Það þýðir ekki að taka
það of snemma þá fá þeir bara nýtt
snoð aftur. En að láta ærnar ganga
í snoðinu allt sumarið er lítið betri
meðferð heldur en að hafa þær í
alull, því snoðið verður fljótt eins
og gamla reyfið, ófært um að hrinda
frá sér vatni. Annars hef ég reyndar
oft sagt og get haldið því áfram, að
ég hef ekki rúið fé ullarinnar vegna
heldur vegna kindarinnar því það er
ill meðferð að láta þær vera í ullinni
inni í hlýjum húsum. Og það er líka
ill meðferð að hafa þær í þófinni ull
á sumrin hvort sem það er heilt reyfi
eða snoð, því hvort tveggja skemmir
möguleika ullarinnar til að hrinda frá
sér bleytu eða hita, eins og hún er svo
meistaralega sköpuð til. Hins vegar
finnst mér ágætt að það sé einhver
sem vill nýta þetta góða efni sem
ullin er, og því látum við hana í poka
og sendum til Ístex.
Ekki stærri poka en 30 kg
Nú kom það fram, ég held í fyrsta
sinn, að æskilegt sé að pokarnir
séu ekki meira en 30 kg. Máltæki
er til sem segir; „batnandi manni er
best að lifa“. Hér á það vel við, því
þessir stóru pokar eru á allan hátt til
leiðinda. Ég læt ullina í litla poka.
Notaðir pokar undan heimtökukjöti
henta prýðilega, þeir verða ekki
mikið yfir 10 kg og eru það litlir
að öll meðferð þeirra er verulega
auðveldari en á stóru sekkjunum.
Þá er það flokkunin. Nútíma rún-
ingur sauðfjár er að langmestu leyti
framkvæmdur af atvinnumönnum
sem eru eldfljótir að rýja. Ef á að
flokka reyfið beint af kindinni þá
þarf að vera fjöldi aðstoðarmanna á
skákinni, til að draga í sundur reyfið
og koma því af vettvangi. Líka þarf
mannskap í að færa rúningsmannin-
um kindina og leggja hana. Það getur
orðið erfitt að ná saman vinnuflokki
í þetta, ef hvergi má neitt skjöplast.
Óvíða eru margir verkamenn til-
tækir á sauðfjárbúum. Við nennum
ekki að vesenast neitt með ullina,
setjum hvern lit sér í poka, merkjum
H2 á það hvíta, nema lambaullina
merkjum við sem slíka. Ég hef alltaf
haft lítinn áhuga á peningum, og
mun senda ykkur ullina, hvað mikið
sem þið lækkið verðið. En þó er ég
að hvetja til þess að farið sé að hugsa
meira um gæði ullarinnar burt séð frá
lit hennar! Og víst getur munað um
fáeinar krónur þótt maður dýrki þær
ekki. Hér á mínu svæði eru flestir
sauðfjárbændur reyndar með stóran
hluta af sínum tekjum af öðru en
sauðfénu, en eiga kindur aðallega
sér til ánægju.
Maðurinn fremur en aðrar skepn-
ur getur ekki lifað á einu saman
brauði, þótt hann hafi æfinlega
verið allra kvikinda gráðugastur.
Svo þykist hann vera með eitthvað
fram yfir aðrar dýrategundir. Ég er
hræddur um að það sé bara græðgin
og grimmdin sem hann er fremstur í.
Þá er ég nú kominn út úr ullinni,
enda ætlaði ég líka að agnúast út í
einar tvær klausur á þessum ullarsíð-
um, báðar sagðar teknar af erlendri
netsíðu. Þar á að heita að verið sé
að hæla kindinni fyrir greind. Sagt
er að þær geti borið kennsl á andlit
allt að 50 kinda! Í mínum huga er
þetta ósköp bjánalegt hól, sem lýsir
fyrst og fremst vanþekkingu þess
sem lætur þetta frá sér fara. Ég hef
umgengist sauðfé hátt í þrjá aldar-
fjórðunga og bjó sjálfur lengi með
kringum 300 fjár. Ég fullyrði að
þær þekktu allar hver aðra, og þar
að auki annað fé úr nágrenninu sem
þær kynntust. Auk þess þekkja þær
það mannfólk sem þær umgangast,
og gera sér verulegan mannamun.
Þessi þekking þeirra er ekki nema
að hluta til gegnum sjónina, því þær
hafa bæði góða heyrn og afbragðs
þefskyn. Svo er hitt atriðið sem ég
ætla að finna að. Þar er talað um
kindur og lömb. Ég stend í þeirri
meiningu að lömb séu líka kindur,
alveg eins og börn eru líka fólk. Þetta
er eitthvað nýtt, komið af því að
búið virðist að týna ánni. Mín mál-
kunnátta segir um kindina. Hrútur,
ær og lamb, í sömu röð og um fólk
er sagt. Karl, kona og barn, eða svo
maður haldi áfram með fleiri tegund-
ir. Hani, hæna og ungi, og lengi
mætti áfram telja, en mál er að linni.
Davíð Herbertsson.
Varahlutir í flestar tegundir dráttarvéla
New Holland - Fiat - Ford - Case - Steyr - Zetor - Fendt
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is
Eigum fyrirliggjandi síur í flestar gerðir þessara véla
og mikið úrval varahluta. Einnig sérpantanir.
BAJA STZ
JEPPADEKK
Icetrack ehf. · Sími 773 4334 · mtdekk@mtdekk.is
www.mtdekk.is
Hljóðlátt heilsársdekk, með ótrúlega endingu
Sérhannað mynstur tryggir betra grip við allar aðstæður
Vörunr. Stærð Listaverð Afsl. Afsl. verð
1485 MT 245/70R17 STZ 42.690 50% 21.345
50731 MT 265/70R17 (32”) STZ 40.390 30% 28.273
50760 MT LT285/70R17 (33”) STZ 51.990 30% 36.393
50780 MT LT315/70R17 (35”) STZ 54.490 30% 38.143
50831 MT LT265/60R18 STZ 43.190 30% 30.233
50840 MT LT275/70R18 STZ 54.490 30% 38.143