Bændablaðið - 23.03.2017, Qupperneq 48

Bændablaðið - 23.03.2017, Qupperneq 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Á FAGLEGUM NÓTUM Val á nautum vegna innflutnings á fóstur- vísum úr Angus-holdagripum frá Noregi Á Stóra-Ármóti í Flóa eru fram kvæmdir við byggingu einangrunarstöðvar fyrir holda- nautgripi í fullum gangi. Stöðin er í eigu Nautgriparæktar- miðstöðvar Íslands ehf. (NautÍs), sem aftur er í jafnri eigu Landssambands kúabænda, Bændasamtaka Íslands og Búnaðarsambands Suðurlands. Í stjórn NautÍs sitja þeir Sigurður Loftsson sem fulltrúi LK, Sveinbjörn Eyjólfsson, fulltrúi BÍ og Gunnar Kr. Eiríksson sem full- trúi BSSL. Sigurður er formaður stjórnar. Framkvæmdastjóri félags- ins er Sveinn Sigurmundsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands. Þorsteinn Ólafsson er dýralækn- ir stöðvarinnar og Baldur Indriði Sveinsson er starfsmaður henn- ar. Undirritaður, Baldur Helgi Benjamínsson, búfjárerfðafræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri LK, hefur verið félaginu til ráðu- neytis undanfarna mánuði. Í nýjum búvörusamningi var samið um sérstakt 100 m.kr. framlag til uppbyggingar á stöðinni. Einnig er gert ráð fyrir að hluta af stuðningi búvörusamningsins við nautakjötsframleiðslu verði ráðstafað til að reka stöðina á komandi árum. Gífurlegar sóttvarnarkröfur Samkvæmt reglugerð um innflutning erfðaefnis holdanauta og kröfur um útbúnað einangrunarstöðva nr. 850/2015, með síðari breytingum er einungis heimilt að flytja inn erfðaefni frá Noregi. Sú skipan byggist alfarið á þeirri staðreynd, að heilsufar nautgripa í Noregi er með því besta sem þekkist í heiminum. Sýklalyfjanotkun í landbúnaði er til að mynda hvergi minni en þar. Jafnframt var gefið út heilbrigðisvottorð vegna þessa innflutnings í nóvember sl. sem samþykkt hefur verið af matvælastofnunum Íslands og Noregs. Í vottorðinu eru tekin fram margvísleg skilyrði sem foreldrar fósturvísanna þurfa að uppfylla; að þeir séu fæddir í Noregi og hafi þar alið allan sinn aldur. Að engir þeir sjúkdómar sem tilgreindir eru í 2. og 3. gr. íslenskrar reglugerðar nr. 52/2014 um tilkynningar- og skráningarskylda dýrasjúkdóma (alls 34 sjúkd.) hafi greinst á viðkomandi búi fyrir og eftir töku fósturvísanna. Að þeir sem taka og meðhöndla fósturvísana uppfylli skilyrði norskra stjórnvalda þar um og að kvígurnar sem fósturvísar verði teknir úr séu heilsuhraustar, hafi ekki verið bólusettar fyrir neinum sjúkdómi á undanförnum 12 mánuðum. Að þær hafi verið prófaðar vegna eftirtalinna sjúkdóma, með neikvæðum niðurstöðum: Q-hitasótt, E. coli O157:H7, smitandi slímhúðarpest, gulusótt, garnaveiki, nautgripaberklum og fósturláti í kúm. Enginn af þessum sjúkdómum finnst í Noregi, fyrir utan garnaveiki sem greindist á einu nautgripabúi árið 2015. Líða þurfa minnst 60 dagar frá því að fósturvísarnir eru teknir, þangað til þeir eru settir upp í fósturmæður. Eftir að fósturvísarnir hafa verið settir upp í kýr í einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti, er gerð krafa um að fósturmæðurnar verði prófaðar m.t.t. framangreindra sjúkdóma, og fleiri. Þá verða tekin sýni úr kálfunum eftir að þeir koma í heiminn og þau skimuð fyrir margvíslegum sjúkdómum. Sóttvarnarkröfur vegna þessa innflutnings eru því gífurlega miklar og eiga sér líklega fáar hliðstæður í veröld víðri, enda er markmiðið að varðveita einstaka sjúkdómastöðu íslenskra nautgripa. Ræktunarstarf holdanautgripa í Noregi TYR (www.tyr.no) er ræktunar- og hagsmunafélag holdanautabænda í Noregi og ber ábyrgð á kynbóta- starfi holdanautgripa þar í landi. Félagsmenn eru um 1.600 talsins. Í Noregi er stundað ræktunarstarf (svipfarsmælingar og skýrsluhald, ættbók, innflutningur erfðaefnis og útreikningur kynbótagilda) á kynj- unum Aberdeen Angus, Charolais, Hereford, Limousin og Simmental. Þá annast félagið innflutning á erfðaefni úr nokkrum öðrum holda- kynjum. Félagið gefur út nautaskrá í desember ár hvert þar sem nauta- kosturinn er kynntur fyrir félags- mönnum. Sæðingum með holdanautasæði hefur farið mjög fjölgandi í Noregi undanfarin ár. Aukningin milli áranna 2015 og 2016 var 24%; fóru úr 20.602 í 25.597. Ef litið er sérstaklega til Angus, þá fjölgaði sæðingum með slíkum gripum úr rúmlega 2.100 í rúm- lega 2.500 milli áranna 2015 og 2016. Langmest af kálfum koma þó til með náttúrulegri pörun. Heildarfjöldi holdakúa var 76.180 þann 1. janúar 2016. Hafði þeim fjölgað um ríflega 20.000 á tíu árum. 300 kg fallþungi á 18 mánuðum! Árið 2016 komu 1.751 hreinrækt- uð ungnaut af Angus til slátrunar í Noregi, skv. tölum frá Animalia. Um 60% gripanna flokkuðust í R+, R og R-, meðal fallþungi var 292 kg og að jafnaði voru þeir 17,8 mánaða gamlir við slátrun. Til samanburðar er fallþungi ungnauta hér á landi um 230-240 kg að meðaltali, við 24-25 mánaða sláturaldur. Nánar má sjá dreifingu flokk- unarinnar á myndinni og töflunni hér til hliðar; bestu föllin fara í U flokk en þau lökustu í P+. Myndin af R skrokknum er úr kynningarbæklingi MAST vegna innleiðingar á EUROP kjötmati, sem er á döfinni. /BHB Aldur v. Slátrun, Flokkur Fjöldi Hlutfall Fallþ., kg mánuðir U U- R+ R R- O+ O O- P+ LESENDABÁS Opið bréf til stjórnar LK – veltutengt félagsgjald Veltutengt félagsgjald, hvað er það? Í mínum huga er eitthvað sem er veltutengt skattur. Við erum búin að vera að borga bún- aðargjald í fjöldamörg ár, veltu- tengt gjald til að reka landbún- aðarbatteríið. Kúabændur hafa í gegnum tíðina borið hitann og þungann af því, og nú loks er það farið en þá kemur veltutengt félagsgjald. Við erum því að borga skatt til að fá að vera með í félaginu. Hverja viljum við fá í félagið? Helst alla en ef það er ekki hægt, hvort viljum við þá hafa þá sem ætla að stunda búskap til framtíðar eða þá sem eru á leið út úr greininni á allra næstu árum? Helstu rökin fyrir veltutengdu félagsgjaldi sem ég hef heyrt eru tvö: það þarf að verja hagsmuni okkar, það gerir enginn fyrir okkur, já lík- lega er það rétt og að stærri bú með meiri rekstur hafi meiri hagsmuni að gæta ... get ekki séð það, hvort sem við erum lítil eða stór, þá er þetta lífsviðurværi okkar og við eigum allt undir, hvort sem við erum lítil eða stór, ef við ætlum á annað borð að halda áfram í þessum rekstri. Í félögum, þar sem fólk borgar misháar upphæðir, fær það mismik- inn rétt, mismikinn atkvæðisrétt, ræður því mismiklu, viljum við hafa það svo, nei ég held ekki en ... Hvað er þá sanngjarnt við það að sumir borgi 1.000 kr. og aðrir 350.000 kr.? Það er verið að borga fyrir sama hlutinn, sá sem borgar meira eða mest fær ekkert meira en sá sem borgar minnst. Jón bóndi, sem á tvær holdakýr sér til ánægju og leggur inn 2 gripi á ári, getur gerst félagi í LK og ræður jafn miklu um framgang og stefnu félagsins og Gunnar bóndi sem fram- leiðir 1 milljón lítra mjólkur og legg- ur inn 100 gripi á ári. Ef að bóndinn sem á þessar tvær holdakýr labb- ar inn í Jötunn vélar á Selfossi og vill kaupa Massa Ferguson þá segir Finnbogi ekki við hann: Heyrðu, þú leggur bara inn tvo gripi á ári, þú færð Massann á 1 milljón, hann Gunnar sem framleiðir milljón lítrana og leggur inn 100 gripi, hann borgar bara mismuninn, læt hann borga 30 millur þegar hann kemur að kaupa Masssann. Það er verst fyrir Finnboga ef Gunnar kemur aldrei til að kaupa Massann, þá fer hann líklega á hausinn. Nei, allir þurfa að borga alveg sama verð fyrir Massa Ferguson, hvort sem þeir eru litlir eða stórir, ef þeir vilja fá vélina. Þannig á það líka að vera í félags- aðildinni, þeir sem vilja vera með borga sama gjald, það mun kosta ef við viljum halda þessu félagi áfram. En það þarf líka að endur- skoða rekstur félagsins og einnig félagskerfið í heild, hvað geta þess- ir fáu bændur á Íslandi haldið uppi mörgum félögum og hvað þurfum við mörg félög til að verja hagsmuni okkar? Það er stóra málið, verja hagsmuni okkar, það gerir enginn fyrir okkur, en þurfum við mörg félagasamtök til þess? Ef margir bændur eru farnir að borga stórar fjárhæðir inn í félagið, þá vilja þeir fá eitthvað fyrir sinn snúð, og það verður jafnvel hagur félagsins að stóru bændurnir séu með, því það eru hærri fjárhæð- ir sem fylgja þeim. Hvers eiga þá minni bændurnir að gjalda, verður eitthvað hugsað um þá? Hver mun tala rödd þeirra? Þess vegna eiga allir að borga það sama, vera jafn réttháir og félagið er rödd allra bænda, jafnt stórra sem smárra. Á undanförnu ári þurfti að sam- eina bændur eftir hamfarir í kringum gerð búvörusamninga, þetta var eitt stóra verkefni stjórnarinnar. Rétti uppstillinganefnd síðasta aðalfund- ar formanninum spil í hendur með stjórnarmönnum úr sem flestum áttum svo allir gætu fundið sinn tals- mann. Að mínu mati hefur stjórninni ekki tekist það nægjanlega vel sem kemur best í ljós í þátttöku í félags- aðild LK, þar sem sumum finnst þeir engan veginn eiga neina samleið. Þeir sem gefa sig í stjórnarstörf þurfa á hverjum tíma að vinna fyrir hagsmuni heildarinnar og greinar- innar til framtíðar. Einnig er stjórn- armönnum skylt að koma eins fram við alla, hvort sem fólk er á sömu skoðun eða einhverri annarri. Nú hverf ég af þessum vettvangi þar sem ég er ekki lengur félagi í LK og þykir mér það miður, en mína rödd í þessu máli hefur ekki verið svo glatt hlustað á, hef ég þó boðið formanni og framkvæmdastjóra í heimsókn til að ræða þessi mál. Óska ég ykkur öllum velfarnaðar í starfi og félaginu og félagsmönnum öllum heilla. Vil ég þakka stjórninni fyrir sam- starfið og öllum aðalfundarfulltúum sem ég hef kynnst og starfað með í gegnum tíðina fyrir góð kynni. Með kveðju, Bóel Anna Þórisdóttir 1. varamaður í stjórn LK Bóel Anna Þórisdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.