Bændablaðið - 23.03.2017, Page 49

Bændablaðið - 23.03.2017, Page 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Angus-kynið er það sem kallað er „ekstensiv rase“; harðgerðir gripir sem henta vel þar sem búskapur- inn byggir á nýtingu beitar og gróffóðurs. Slík nýting er eitt af ræktunar- markmiðunum, auk þess er lögð áhersla á góða móðureiginleika (mjólkurlagni og léttan burð) og mikil kjötgæði; meyrt og fitusprengt kjöt. Þessi markmið koma fram í áherslum í heildareinkunn sem gefin er út fyrir nautin. Áherslurnar eru reiknaðar út frá efnahagslegu virði hvers eiginleika fyrir sig, jafnframt sem tekið er tillit til neikvæðs erfðasamhengis framleiðslueiginleikanna og móðureiginleika. Meðaltal kynsins er sett á 100, einkunn þar ofan við segir til að gripurinn er yfir stofnmeðaltali, einkunn þar fyrir neðan segir að gripur sé undir stofnmeðaltali. Heildareinkunn skiptist í þrennt: • Einkunn fyrir burðareiginleika, þ.e. gangur burðar hjá kvígum og kúm; lífsþróttur kálfsins og þungi hans við burð. Vægi burðareiginleika í heildareinkunn er 25% • Einkunn fyrir framleiðslu- eiginleika, þ.e. þungi við 200 og 365 daga aldur, fallþungi og flokkun fyrir holdfyllingu og fituhulu. Vægi framleiðslueiginleika í heildareinkunn er 50%. • Einkunn fyrir móðureiginleika, þ.e. gangur burðar hjá kúnum; eiginleiki kúnna til að bera lifandi kálfi og mjólkurlagni þeirra (þungi kálfs v. 200 daga aldur). Vægi móðureiginleika í heildareinkunn er 25%. 40 fósturvísar úr 10 kvígum Í þeim hugmyndum sem hafa verið ræddar varðandi innflutning á fósturvísum frá Noregi, hefur verið gert ráð fyrir að í upphafi verði fluttir inn 40 fósturvísar. Gert er ráð fyrir að kúafjöldinn í einangrunarstöð Naut gripa- ræktarmiðstöðvar Íslands á Stóra- Ármóti verði á bilinu 16-20 talsins. Reikna má með að um tvo fósturvísa þurfi að jafnaði fyrir hvern kálf sem kemur í heiminn, þar sem um helmingur fósturvísanna misfarist. Gert er ráð fyrir að fósturvísarnir verði teknir í apríl n.k. og verði komið fyrir í fósturmæðrunum í einangrunar- stöðinni næsta sumar, eftir því sem byggingarframkvæmdum vindur fram. Tillaga NautÍs um nautaval Í Nautaskrá TYR fyrir árið 2017 stendur bændum til boða sæði úr sex Angus nautum, þar til viðbótar geta þeir sérpantað sæði úr öðrum sex. Til að fá 40 fósturvísa, er gert ráð fyrir að skola þurfi 10 kvígur, þar sem hver þeirra gefi um 3-6 nothæfa fósturvísa. Öll nautin hafa farið í gegnum svipfarsmælingar í prófunarstöð félagsins á Staur í Guðbrandsdalnum. Á þeim 147 dögum sem nautin eru á stöðinni er m.a. mældur vaxtarhraði, gróf- og kjarnfóðurát, fóðurnýting, þykkt bakvöðva og fituhula, útlit metið og skapferli athugað. Sérfræðingar TYR velja kvígurnar en NautÍs leggur línurnar í nautavalinu og hefur stjórn stöðvarinnar gert tillögu til fagráðs í nautgriparækt að vali á eftirtöldum nautum. Fagráð samþykkti tillöguna á fundi sínum þann 21. febrúar sl. Með vali á þessum nautum er tekið tillit til flestra eiginleika í ræktunarstarfi holdanautgripa, auk þess sem ætterni er mjög fjölbreytt. Með innflutningi á fósturvísum undan þessum gripum er stigið langþráð skref í uppbyggingu á öflugu ræktunarstarfi holdanautgripa; bændur munu njóta þeirra miklu framfara sem orðið hafa í ræktun þessara gripa undanfarinn aldarfjórðung. Það mun skjóta styrkari stoðum undir nautakjötsframleiðsluna hér á landi, sem hefur það að markmiði að breyta íslenskum jarðargróða í ljúffeng matvæli. /BHB Angus – beitargripir með léttan burð og rómuð kjötgæði NOR 74029 Horgen Erie, f. 2. apríl 2009 hjá Gudbrand Johannes Qvale, Auli í Romerike. Sterkustu hliðar hans eru móðureiginleikar og þykja dætur hans sérlega mjólkurlagnar, einnig er hann jákvæður í fallþunga og holdfyllingu. Hann er arfblendinn fyrir rauðu, undan honum geta því komið rauðir kálfar. Faðir er NOR 55754 Horgen Bror, frá Noregi og móðurfaðir er GBR UK560308 Wedderlie Netmark A281, frá Bretlandi. Heildareinkunn 114 Burðareiginleikar 99 Burður hjá kvígum 94 Burður hjá kúm 113 Þungi kálfa við burð 106 Framleiðslueiginleikar 107 Þungi kálfa við 200 daga aldur (fráfærur) 89 Þungi kálfa við 365 daga aldur 98 Fallþungi 111 Holdfylling 125 Fita 92 Mæðraeiginleikar 145 Gangur burðar hjá dætrum 108 Mjólkurlagni dætra 133 NOR 74029 Horgen Erie er yfirburða gripur varðandi móðureiginleika og verði því notaður á þrjár kvígur. NOR 74039 Li‘s Great Tigre, f. 3. janúar 2011 hjá Steinar Schanke, Marifjøra í Sogndal. Hann er alhliða kynbótanaut með 122 í heildareinkunn, gefur tæplega meðalstóra kálfa sem bæði kvígur og kýr eiga létt með að bera, móðureiginleikar eru góðir, sem og framleiðslueiginleikar. Faðir er CAN 1469322 HF EL Tigre 28U, frá Kanada og móðurfaðir er NOR 74017 Betong av Dagrød, frá Noregi. Heildareinkunn 122 Burðareiginleikar 124 Burður hjá kvígum 116 Burður hjá kúm 139 Þungi kálfa við burð 97 Framleiðslueiginleikar 111 Þungi kálfa við 200 daga aldur (fráfærur) 100 Þungi kálfa við 365 daga aldur 103 Fallþungi 109 Holdfylling 121 Fita 131 Mæðraeiginleikar 111 Gangur burðar hjá dætrum 100 Mjólkurlagni dætra 107 NOR 74039 Li‘s Great Tigre er besta alhliða nautið sem í boði er og verði því notaður á fjórar kvígur. NOR 74033 First-Boyd fra Li, f. 15. janúar 2010 hjá Steinar Schanke, Marifjøra í Sogndal. Gefur létta burði, bæði hjá kvígum og kúm og er einnig sterkur í vaxtargetu og flokkun, með mikla átgetu. Veika hlið hans eru móðureiginleikar, gangur burðar dætranna og mjólkurlagni þeirra. Faðir er USA 15347911 BOYD NEXT DAY 6010, frá Bandaríkjunum og móðurfaðir er NOR 55344 Kronborg Apollo, frá Noregi. Heildareinkunn 118 Burðareiginleikar 108 Burður hjá kvígum 105 Burður hjá kúm 112 Þungi kálfa við burð 102 Framleiðslueiginleikar 119 Þungi kálfa við 200 daga aldur (fráfærur) 114 Þungi kálfa við 365 daga aldur 112 Fallþungi 120 Holdfylling 112 Fita 103 Mæðraeiginleikar 90 Gangur burðar hjá dætrum 92 Mjólkurlagni dætra 91 NOR 74033 First-Boyd fra Li er sterkur í framleiðslueiginleikum og verði því notaður á tvær kvígur. NOR 74068 Kid av Vølstad, f. 13. mars 2015 hjá Onar Lima, Vølstad í Rogaland. Hann er óreyndur og kynbótaeinkunnir hans því með lágt öryggi enn sem komið er. Kom vel út úr svipfarsmælingum va rðand i vax ta rh raða , átgetu og byggingu. Þá er fitusprenging í vöðvum mikil. Væntingar eru um að hann komi vel út í vaxtargetu og burðareiginleikum. Faðir er AUS VLYG1730 LAWSONS GENERAL G1730, frá Ástralíu og móðurfaðir er USA 13084963 J W K SLEEPY BOY 8134, frá Bandaríkjunum. NOR 74068 Kid av Vølstad er ekki með öruggt kynbótamat og verði því aðeins notaður á eina kvígu, til að auka fjölbreytni í ætterni. Stóra-Ármót. Nýja einangrunarstöðin fyrir holdanautgripina er nú að rísa á svæðinu hér nær þjóðveginum. Mynd / HKr. Á FAGLEGUM NÓTUM

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.