Bændablaðið - 23.03.2017, Síða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017
Dagana 27. og 28. febrúar sl. fór
fram hið árlega Fagþing naut-
griparæktarinnar í Herning í
Danmörku, betur þekkt sem
Kvægkongres, eins og greint var
frá í síðasta Bændablaði.
Alls voru haldnar 11 málstofur á
þessu fagþingi og fer hér annar hluti
umfjöllunar um fagþingið og gefinn
sérstakur gaumur að málstofnun-
um „Við skrifborðið“, „Í fjósinu“,
„Utan úr heimi“, „Kjötkálfaeldi“ og
„Kynbótastarf“.
1. Við skrifborðið
Málstofan með þessu skemmtilega
heiti snérist fyrst og fremst um
bústjórn og hvernig kúabændur geta
hlúð að rekstrinum t.d. með auknu
skipulagi.
Í málstofunni voru flutt átta
erindi og voru sum þeirra e.t.v. held-
ur dönsk, þ.e. einblíndu á danskar
aðstæður og danskar lausnir svo
ekki var mikið fyrir erlenda gesti
að græða á þeim. Þó voru nokkur
erindi einkar áhugaverð fyrir aðra
en danska kúabændur og má þar
t.d. nefna erindi Martin Hestbech
frá SEGES og kúabóndans Niels
Hedermann sem fjölluðu um það
hvernig það er að vera með hjarð-
ir á fleirum en einni bújörð. Þetta
þekkist einnig hér á landi. Niels
þessi rekur kúabúið Klovborg I/S
sem hann á með konu sinni og föður.
Þau eru með 1.150 Jersey kýr á fimm
jörðum og hafa 920 hektara undir
einnig. Þau mjólka Jersey kýrnar
sínar á þremur stöðum, þar af með
mjaltaþjónum á tveimur stöðum svo
það er í mörg horn að líta en upp-
bygging búsins hefur fyrst og fremst
legið í því að kaupa upp nágrannabú.
Helstu vandamálin sem hann glím-
ir við er gríðarlega mikill akstur á
milli staða en í viku hverri þarf að
keyra 3-400 km með fóður, aðföng
og annað slíkt á milli þessara búa
sem þó standa mjög þétt. Þá nefndi
hann kosti þess að vera með marga
starfsmenn að það hefur þvingað þau
hjónin til þess að vera mun agaðri
við bústjórnina, nota nú stimpil-
klukku og spá miklu meira en áður í
vinnutímann – bæði sinn og annarra.
Í málstofunni voru flutt önnur fín
erindi m.a. varðandi mikilvægi skrif-
legra samninga við fóðurfyrirtæki,
hvernig tryggja eigi rétta lagerstöðu,
að læra að meta rekstrartölur búsins
betur og fleiri mætti nefna en tek hér
stuttlega fyrir erindi ráðunautsins
Carsten Friis og kúabóndans Claus
Drøhse en þeir fjölluðu um hvernig
hægt sé að hagnast þrátt fyrir þunga
skuldastöðu. Carsten fór almennt
yfir efnið og hvað væri til ráða en
fyrst og fremst eiga þau bú það sam-
eiginleg, sem eru skuldug en með
góðan rekstur, að þar er mikið og
gott skipulag, afurðasemi kúnna
yfir meðallagi og fóðrunarkostnað-
ur lágur.
Keypti 2009 og skilar alltaf
tekjuafgangi
Claus er ungur kúabóndi, 33ja ára
og rekur búið Alslev I/S og er með
360 kýr. Hann keypti búið árið 2009
og hefur eðlilega allverulega skuldir
enda ekki búið lengi. Hann hefur þó
getað rekið búið með tekjuafgangi
öll árin, óháð sveiflum á afurða-
stöðvaverði og það er eitthvað sem
aðrir geta lært af honum. Hann sagði
lykilinn felast í góðu skipulagi og
því að hann gerir sér afar vel grein
fyrir eigin veikleikum, sem hann
bætir upp með því að vera með gott
starfsfólk í kringum sig sem er sterkt
á þeim sviðum sem hann er það ekki.
Hann var með lífrænan rekstur
fram til ársins 2015 en hætti því þá
og taldi betra að standa utan þess
kerfis og geta náð meiru út úr kúnum
með hefðbundnum framleiðsluað-
ferðum. Hann hefur nú náð að snar-
lækka framleiðslukostnað mjólkur-
innar hjá sér og árið 2016 var hann
2,32 danskar krónur á hvert framleitt
kíló mjólkur eða um 36,3 íslenskra
krónur og hefur þá verið tekið til-
lit til alls kostnaðar s.s. afborgana,
launa og þess háttar. En hvernig
nær hann slíkum árangri? Það felst
í nokkrum þáttum að hans sögn en
m.a. góðu skipulagi sem skilar sér
í lægri kostnaði við viðhald og lítið
fer til spillis eins og t.d. fóður. Þá
er sjúkdómatíðni afar lág á búinu,
framleiðslukostnaður fóðursins
lágur og meðalnyt kúnna há. Saman
skilar þetta góðum rekstri og fínum
launum til hans sjálfs, þrátt fyrir
skuldir.
2. Í fjósinu
Í þessari málstofu voru flutt 10
erindi og var áhersla lögð á samspil
húsvistar, bústjórnar og heilbrigðis.
Mörg erindi snéru að uppeldi kálfa
og var erindi James K. Drackley,
prófessors við háskólann í Illinois
í Bandaríkjunum einkar áhugavert
en hann fjallaði um tímabilið frá
mjólkurfóðrun að fyrsta burði og
hvernig megi hámarka eldi á kvíg-
um. Lagði hann mikla áherslu á að
hlúa vel á kvígunum þegar þær eru
teknar af mjólk. Einnið að stærðar-
flokka kvígurnar þannig að kvígur,
sem eru áþekkar að stærð, séu alltaf
saman og þær sem ekki passa inn í
hópinn séu fluttar í hópa sem henta
þeim hvað stærð varðar.
Þegar þær eru teknar af mjólk
þurfi að gefa þeim vel af þar til
gerðum kálfafóðurblöndum svo þær
haldi vaxtarhraðanum fyrstu mánuði
lífsins. Hætta eigi að gefa mjólkina
í áföngum og bæta upp með kálfa-
fóðurblöndu þannig að umskiptin
við fóðrunina verði sem minnst. Sé
það gert þá séu líkurnar mestar á
því að þær verði öflugar mjólkurkýr.
Eitt af því sem hann hefur tekið
eftir er að allt of oft fái kvígukálfar
ekki nóg af hreinu og góðu vatni en
að hans mati er vatn sem „fóður“
afar vanmetið. Þá hefur hann séð of
oft skort á steinefna- og vítamíngjöf
kvígukálfa, sem bitnar illa á vexti
þeirra, sérstaklega þegar þær eru
hafðar á beit á sumrin. Þessu þurfi
allir bændur að huga sérstaklega
vel að.
Sandlegubásar æskilegastir og
gangsvæðin með rimlum
Annað áhugavert erindi var flutt
af Íslandsvininum Önju Juul
Freudendal, en Anja er sérfræðing-
ur í hönnun fjósa. Anja ræddi um
samhengið á milli fjóss og ýmissa
framleiðsluþátta en nýverið lauk
umfangsmiklu rannsóknaverkefni
í Danmörku þar sem skoðuð voru
770 kúabú með það að leiðarljósi að
meta framangreint samhengi. Í ljós
komu margar áhugaverðar niður-
stöður s.s. beint samhengi á milli
afurðasemi og fjósgerðar, þar sem
legubásafjós voru að jafnaði með
mun hærri meðalafurðir en bása-
fjós. Þá var afurðasemin einnig mun
hærri, heilum 1.000 kg orkuleiðréttr-
ar mjólkur á kú, í legubásafjósum
sem voru með sand eða mykju-
trefjar í legubásunum í stað þess að
vera með dýnur eða gúmmímottur.
Fjósgerðin hafði einnig áhrif á með-
altal frumutölu en hæsta frumutalan
var í hálmdýnufjósum, næst hæst
í básafjósum en lægst í legubása-
fjósum og innan legubásafjósa voru
fjós með sand í legubásnum töluvert
lægri en t.d. fjós með gúmmímottur
eða dýnur. Samandregið mat Anja
það svo að niðurstöðurnar bendi ein-
dregið til þess að fjós eigi í dag að
vera með sandlegubásum og gang-
svæðin með rimlum eða föstu gólfi
með afrennsli.
Breskir svínabændur minnka
notkun á sýklalyfjum
Nýjar tölur frá breskum fóð-
urverksmiðjum sýna að notk-
un sýklalyfja hjá smágrísum
minnkar töluvert milli ára. Þetta
kemur til af átaki fóðurframleið-
enda og breskra svínabænda og
hefur notkun á sýklalyfjum í fóðri
minnkað til muna síðastliðin þrjú
ár.
Nýjar tölur frá breskum fóður-
verksmiðjum sýna að árið 2014 var
notað um 37 prósent af sýklalyfjum í
seldu smágrísafóðri á meðan magnið
hafði fallið niður í 18 prósent í lok
síðasta árs. Tveir þriðju af þessari
minnkun áttu sér stað árið 2016. Að
hluta til er í stað sýklalyfja notað
bætiefnið zinkoxid fyrir smágrís-
ina í fóðrinu en einnig er mun meiri
áhersla en áður á að ná niður sýkla-
lyfjanotkuninni sem hefur haft sín
áhrif. Það sem hefur einnig hjálpað
til er að á síðasta ári fór Félag svína-
bænda í Bretlandi í herferð um betri
stjórnun á sýklalyfjum sem hefur
hjálpað bændum við að minnka
notkunina meðal annars með kvót-
um og takmörkun á notkun á verstu
tegundum sýklalyfja.
/Landbrugsavisen - ehg
Smitandi fuglainnflúensa
greinist á Spáni
Eftir að smitandi fuglaflensa,
af tegundinni H5N8, greindist á
Spáni á dögunum þurfti að aflífa
17 þúsund endur.
Smitið uppgötvaðist á andabú-
garði í norðurhluta Katalóníu. Að
auki fannst önnur tegund veirunnar
í dauðum stork rétt hjá búgarðinum.
Núna eru níu bóndabæir í norður-
hluta Katalóníu til rannsóknar í var-
úðarskyni. H5N8 er banvæn fyrir
fiðurfénað en hefur ekki fundist
hjá manneskjum. Síðastliðið ár er
vírusinn orðinn töluvert útbreidd-
ur í Evrópu og Mið-Austurlöndum
sem hefur leitt af sér slátrun á mörg
þúsund fuglum. Heimssamtökin fyrir
dýraheilbrigði, OIE, hefur varað við
að fleiri smita sé að vænta í Evrópu
á næstu misserum. Samkvæmt
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin,
WHO, hafa um 40 lönd staðfest ný
smit af fuglainflúensu hjá sér.
/Landbrugsavisen - ehg
Hveitibirgðir hafa aukist á heimsvísu
Samkvæmt tölum landbúnað-
arráðuneytis Bandaríkjanna
(USDA) hveitibirgðir verið
að aukast á heimsvísu í kjöl-
far framleiðsluaukningar og
þrátt fyrir verulega aukin kaup
Indverja á hveiti.
Heimsframleiðsla á hveiti
á síðasta ári var 751,1 milljón
tonna og jókst um 2,8 milljónir
tonna. Aukningin kom að mestu
frá Ástralíu og Argentínu og
gerði meira en að vega upp sam-
drátt í Evrópusambandslöndum.
Metuppskera var á hveiti í
Ástralíu sem skilaði 35 milljón-
um tonna og jókst um 2 milljónir
tonna.
Dugar þar ekki til að Indverjar
hafa aukið verulega innflutning á
hveiti nú í mars í kjölfar þess að
þeir voru farnir að ganga mjög á
sínar birgðir. Hafa hveitibirgðir
Indverja stöðugt verið að minnka
síðan 2012. Indverjar leiða nú inn-
flutning á hveiti á heimsvísu og
hafa flutt inn 5,5, milljónir tonna
í þessum mánuði. Er þetta mesti
hveitiinnflutningur Indverja síðan
2006. Þrátt fyrir að eftirspurn í
Indlandi hafi aukist, þá hafa
hveitibirgðir á heimsvísu verið
að hlaðast upp. Þannig hafa birgð-
ir aukist um 1,3 milljónir tonna
og voru um síðustu áramót 249,9
milljónir tonna. /HKr.
UTAN ÚR HEIMI
Búist við verðhækkunum
á korni og sojabaunum
Samkvæmt frétt North Star
Genetics er búist við hækkandi
verði á korni og sojabaunum á
þessu ári eftir nokkuð langvar-
andi stöðnun.
„Ef við horfum fram á veginn,
þá erum við nú að upplifa gríðar-
lega eftirspunaraukningu á korni og
sojabaunum um allan heim. Það á
sérstaklega við um Kína,“ segir Al
Kluis, forstjóri Kluis Commodities.
„Í Kína hefur orðið aukin eftir-
spurn eftir próteini í takt við auknar
tekjur landsmanna. Það hefur verið
erfitt að ná einhverri framlegð út
úr þessari framleiðslu á síðustu
tveim árum, en með aukinni eft-
irspurn eru líkurnar góðar um að
verð hækki og hagnaður aukist á
árinu 2017.“
Vegna tregðu á markaði og
birgðasöfnunar hefur aukinn hluti
kornframleiðslunnar, ekki síst í
Bandaríkjunum, farið í framleiðslu
á lífeldsneyti eða etanóli. Búist er
við að slík framleiðsla aukist enn
frekar á þessu ári þrátt fyrir tiltölu-
lega lágt verð og samdrátt í ræktun
á korni. Gera má ráð fyrir að m.a.
vegna þessa muni fljótlega skapast
sú staða að gengið verði á birgðir
og verð fari að hækka. /HKr.
Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku 2017 – annar hluti:
Sandlegubásar æskilegastir
og gangsvæðin með rimlum
Frá Fjóni. Mynd / HKr.
Á FAGLEGUM NÓTUM