Bændablaðið - 23.03.2017, Page 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017
3. Utan úr heimi
Þessi málstofa samanstóð af 9 erind-
um og lutu sum þeirra að hertum
kröfum í Evrópusambandinu varð-
andi umhverfismál, sem ekki verður
gerður nánari gaumur að hér. Þá voru
flutt erindi um breyttar áherslur neyt-
enda og mikilvægi upprunavottunar,
sérstakra lausna fyrir ólíka neyslu-
hópa og hvernig nota megi samfé-
lagsmiðla í auknum mæli til þess að
tengja saman sveit og borg.
Fyrrum landsráðunautur SEGES,
Susanne Clausen, flutti þó skemmti-
legt erindi sem hún kallaði „Póstkort
frá heiminum“ en í því kynnti hún
hvernig mjólkurframleiðslan er í
Argentínu, í Bandaríkjunum og á
Nýja-Sjálandi. Í Argentínu eru nú
um 11 þúsund kúabú og er með-
albúið að framleiða um 1 milljón
lítra árlega með 157 kúm að jafnaði.
Meðalnytin er því ekki há, miðað við
erlend kúakyn, eða um 6.400 lítrar.
Landið er 16. stærsti framleiðandi
mjólkur í heiminum í dag og fer um
20% framleiðslunnar til útflutnings.
Í Bandaríkjunum eru um 49 þúsund
kúabú og nemur framleiðsla þeirra
um 95 milljörðum kílóa sem svarar
til þess að meðalbúið er að framleiða
rétt tæplega tvær milljónir kílóa
mjólkur á ári. Meðalbúið er með um
183 kýr en það sem vekur athygli
er að 50% allrar mjólkur kemur frá
búum sem eru með fleiri en 1.200
kýr. Með öðrum orðum þá eru fá
bú, um 4% þeirra, sem standa undir
helmingi framleiðslunnar. Landið
flytur út um 18% landsframleiðsl-
unnar á mjólk. Á Nýja-Sjálandi eru
nú um 12 þúsund kúabú og er árs-
framleiðsla þeirra 22 milljarðar kílóa
eða sem nemur um 1,8 milljónum
kílóa að jafnaði á hvert bú. Kýrnar
eru, sem flestum er kunnugt, á beit
allt árið og eru meðalafurðirnar
ekki miklar eða rétt um 4.900 kíló
orkuleiðréttrar mjólkur. Fyrir vikið
eru búin afar stór, talið í kúm, en að
jafnaði eru um 420 kýr á hverju búi.
4. Kjötkálfaeldi
Þessari málstofu var stýrt af Per
Spleth, landsráðunauti SEGES, en
hann er væntanlegur til Íslands nú
í apríl til þess að ræða um eldi á
nautum, en að öðrum ólöstuðum er
hann sá aðili sem á mestar þakkir
skildar í Danmörku fyrir að hafa lyft
nautakjötsframleiðslu landsins á enn
hærra plan en áður. Í þessari mál-
stofu voru flutt fimm erindi sem flest
lutu að sértækum dönskum aðstæð-
um sem ekki eiga við á Íslandi. Í
Danmörku eru tiltölulega fá en stór
bú sem eru í nautkálfaeldi og á það
m.a. við um bú hjónanna Jannie
og Kim Nielsen. Þau sögðu frá því
hvernig þau búa með 1.100 nautkálfa
á ári, sem þau kaupa frá ýmsum kúa-
bændum en þau leggja mikla áherslu
á smitvarnir og að tryggja nautun-
um góðan aðbúnað. Þau sýndu afar
áhugaverðar tölur úr rekstri sínum
en þau framleiddu 1.072 nautkálfa á
síðasta ári. Meðalþungi kálfanna við
kaup frá kúabúunum í nágrenninu
var 58,2 kíló og fallþunginn 208 kg
en þau slátra kálfunum 8-9 mánaða
gömlum. Að meðaltali þyngdust
þessi Holstein naut hjá þeim um
1.277 grömm á dag og þurfti að
jafnaði 4,10 FE á hvert kíló í vexti
sem er eftirtektarverður árangur.
Framlegðin eftir hvern kálf var 2.704
danskar krónur eða um 42 þúsund
íslenskar krónur og heildarframlegð
búsins því um 45 milljónir íslenskra
króna á síðasta ári. Ástæða er til þess
að vekja athygli á því að erindi þeirra
hjóna var hlaðið fínum myndum frá
búi þeirra, sem hægt er að skoða á
heimasíðu fagþingsins.
5. Kynbótastarf
Að síðustu, í þessari umfjöllun, skal
getið málstofunnar um kynbótastarf
en hér voru flutt tvö erindi. Bæði
fjölluðu um val á holdanautum við
framleiðslu á blendingsnautum, en
með tilkomu kyngreinds sæðis nota
nú margir kúabændur holdasæði á
þær kýr sem þeir vilja ekki rækta
undan. Hér þarf að vanda valið og
var farið yfir helstu þætti sem líta
þarf til, þegar sett er upp kynbóta-
áætlun sem byggir á notkun kyn-
greinds sæðis.
Í næsta Bændablaði verður farið
í stuttu máli yfir síðustu málstof-
ur fagþingsins: „Í mjaltabásnum“,
„Vinnufundir“, „Holdanautarækt“,
„Frá akri í stæðu“, „Samvinna“ og
„Sérfundir kúakynja“. Þeir sem geta
ekki beðið þeirrar umfjöllunar má
benda sérstaklega á að bæði útdrætt-
ir og flest erindi, þ.e. afrit af glær-
um fyrirlesara, má hlaða niður af
heimasíðunni www.kvaegkongres.
dk, en rétt er að geta þess að mest
allt efni er á dönsku en þó er hluti
þess á ensku.
Snorri Sigurðsson
sns@seges.dk
Sviðsstjóri mjólkurgæðasviðs
Dýralækninga- og gæðadeild
SEGES í Danmörku
Fjölnota
inngjafabyssa,
hentar bæði í
bólusetninga,
ormalyfsgjöf og
AB-mjólk.
1/2 líters plast-
flaska passar á
byssuna.
Egilsholti 1, 310 Borgarnesi
Afgreiðsla, sími 430 5500
Opið virka daga 8-18
laugardaga 10-15
www.kb.is, margret@kb.is
Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is
Vertu vinur okkar á Facebook
Gúmmíbelti
- Fyrir smágröfur
Mikið fjölmenni var á fagþingi nautgriparæktarinnar í Herning.
UTAN ÚR HEIMI
Kallað eftir róttækum breytingum á
sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB
Slow Food-hreyfingin og fleiri en
150 önnur evrópsk félagasamtök
skoruðu fyrir skemmstu á leiðtoga
Evrópusambandsins (ESB) að beita
sér fyrir róttækri endurskoðun á
sameiginlegri landbúnaðarstefnu
sambandsins (CAP).
Félagasamtökin eru frá 25 lönd-
um ESB og koma úr ýmsum áttum;
tengslanet umhverfis- og félagslegs
réttlætis, bændur í lífrænt vottuðum
búskap, hirðingjar, bændur, sjálfbærir
skógarbændur, heilsusamtök, dýravel-
ferðarsamtök, neytendaréttarsamtök,
handverkshópar, samtök um sjálfbæra
ferðaþjónustu, neytendasamlög, sam-
tök um þróun dreifbýlis, samtök um
menningararfleifðir og samtök um
sanngjörn viðskipti.
Áskorunin var sett fram þegar
landbúnaðarráðherrar ESB-ríkjanna
hittust í Brussel á dögunum til að ræða
endurskoðun á landbúnaðarstefnunni,
en einnig í samhengi við yfirlýsingu
framkvæmdastjórnar ESB þess efnis
að vilji væri til að eiga samtal við
almenning um framtíð málaflokksins.
Verjum smáframleiðendur
Carlo Petrini, forseti Slow Food, sagði
af þessu tilefni að þörf væri á róttæk-
um breytingum á þróun evrópsks land-
búnaðar og til þess að það geti gerst
verði að breyta þeim grundvallarregl-
um sem eru í umgjörð CAP. „Við þurf-
um landbúnaðarstefnu sem verndar
hagsmuni smáframleiðenda, sem verja
líffræðilega fjölbreytni og koma í veg
fyrir hnignun jarðvegs og annarra nátt-
úruauðlinda, sem verksmiðjubúskapur
getur haft í för með sér.“
Í yfirlýsingu félagasamtakanna
kemur fram að núverandi landbún-
aðar- og matvælaframleiðslukerfi
virki ekki lengur, þar sem það festi
núverandi fyrirkomulag verksmiðju-
búskapar í sessi. Því kalla þau eftir
grundvallarbreytingum á sameigin-
legri landbúnaðarstefnu Evrópu, sem
sé úr skorðum gengin.
Brýn þörf sé á að koma slíkri
endurskoðun á, til að auðvelda
breytingar á búskaparháttum og
matvælaframleiðslu sem styðja við
réttlátt og fjölbreytt landbúnaðar- og
matvælahagkerfi. Renna má stoðum
undir slík hagkerfi með áherslum á
lífrænan landbúnað og visthyggju
– sem ber með sér virðingu fyrir
umhverfinu og dýravelferð, eflir lýð-
heilsu og er samfélagslega ábyrgt.
/smh
Aðalfundur
Geitfjárræktarfélag Íslands
heldur aðalfund sinn
laugardaginn 25. mars kl 13
í Tryggvaskála á Selfossi.
Hefðbundin aðalfundarstörf
skv. samþykktum félagsins.
Félagar kvattir til að mæta á fundinn.