Bændablaðið - 23.03.2017, Qupperneq 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017
Verkefnið „Áhrif fóðrunar á efna-
innihald í mjólk, með sérstaka
áherslu á fitu“ fór af stað í árs-
byrjun 2016 og er uppgjöri þess
nú lokið.
Tilgangur verkefnisins var að
skilgreina helstu þætti í fóðrun sem
áhrif hafa á efnahlutföll í mjólk, með
sérstakri áherslu á fituhlutfallið og
þar með einnig hlutfallið fita/prótein.
Bæði var leitað upplýsinga úr erlend-
um rannsóknum og gerð tilraun á
tilraunabúinu á Stóra-Ármóti frá
janúar til maí 2016.
Umfjöllun um verkefnið hér á
eftir skiptist í tvo hluta. Fræðilegi
hluti verkefnisins kemur á undan en
í seinni hluta eru helstu niðurstöður
tilraunarinnar kynntar.
1. hluti
Almennt um áhrif fóðrunar á
efnahlutföll mjólkur
Megin hlutar þurrefnis mjólkurinn-
ar eru mjólkurfita, mjólkurprótein
og mjólkursykur. Það varð snemma
ljóst að mjólkurfitan er sá efnaþáttur
í mjólkinni sem auðveldast er að
hafa áhrif á með fóðrun, þá bæði
á heildarmagn mjólkurfitunnar og
fitusýrusamsetningu.
Á níunda áratugnum var það mat
manna í USA að mjólkurfitu mætti
hafa áhrif á á skala upp á 3 prósentu-
einingar, mjólkurpróteinið uppá 0,5
prósentueiningar og mjólkursykur-
inn væri lítil áhrif hægt að hafa á.
Hlutfallið fita/prótein í mjólk
Æskilegt er að geta stýrt hlutfallinu
fita/prótein með hliðsjón af eftir-
spurn markaðarins. Stundum hefur
verið skortur á próteini en í seinni
tíð hefur frekar verið vöntun á fitu.
Hlutfall fitu í mjólk hækkaði sam-
fellt frá árinu 1996 (3,90%) til 2013
(4,12%). Það lækkaði svo nokkuð
óvænt niður í 3,93% árið 2014.
Bæði sumrin 2013 og 2014 voru
víða erfið til heyskapar, en á sama
tíma var verið að reyna að auka fram-
leiðsluna, gjarnan þá með mikilli
kjarnfóðurgjöf. Bent var á mögulegt
samhengi, að aukin kjarnfóðurgjöf
hefði orsakað lækkun fituinnihalds
árið 2014.
Hvað segja erlendar
rannsóknir um þetta?
Rannsóknir á áhrifum fóðrunar á
mjólkurfituhlutfall hafa m.a. verið
drifnar áfram af vandamáli sem á
ensku kallast milk fat depression
(hér eftir skammstafað MFD).
MFD er mikil lækkun á fituhlutfalli
mjólkur sem á sér stað við vissar
aðstæður í fóðrun.
Áður fyrr var þetta vandamál
oft rakið beint til mikillar kjarn-
fóðurnotkunar en nú hafa helstu
kenningar um MFD tekið á sig þá
mynd að um sé að kenna sérstökum
fitusýrum sem verða til við mettun
fjölómettaðra fitusýra í vömbinni.
Mest hætta er á þessu þegar
saman fer lítið/lélegt tréni í fóðri
og hátt hlutfall fjölómettaðra
fitusýra.
Einnig hefur komið fram í
rannsóknum að fita úr fiski og
sjávarspendýrum er inniheldur
mikið af fjölómettuðum fitusýrum
getur framkallað þessar óæskilegu
aðstæður í vömbinni og það jafnvel
án þess að fóðrið sé sérstaklega
lágt í tréni.
Lærdómurinn af þessu?
Mikil kjarnfóðurgjöf er ekki beinn
orsakavaldur lækkunar á fituhlut-
falli, heldur miklu fremur lélegt
gróffóður. Til auka framleiðslu á
hvern grip er fóðrunarstig hækk-
að, þ.e. reynt að koma fleiri fóðu-
reiningum í hvern grip á dag til
að standa undir sem mestri fram-
leiðslu.
Eftir því sem gróffóðrið er lak-
ara (lægri meltanleiki) tekur hver
fóðureining í gróffóðri meira pláss/
tíma í meltingu og því er eina leiðin
til að ná fóðrunarstigi/afurðum upp
að hækka kjarnfóðurhlutfallið.
Heildarfóðrið inniheldur þá bæði
lítið og lélegt tréni sem er ávísun
á lækkað fituhlutfall mjólkur auk
fleiri vandamála. Nóg af góðu gróf-
fóðri er því alltaf besta tryggingin
fyrir árangri varðandi nyt og efna-
innihald mjólkur. Hæsta nytin (og
hagstæðustu efnahlutföllin) nást
með góðu gróffóðri eftir átlyst og
réttri kjarnfóðurgjöf samkvæmt
vandaðri fóðuráætlun.
Það árar misvel til
gróffóðurverkunar -hvað með
tréni úr kjarnfóðri?
Kýrin hefur ákveðnar lágmarks-
þarfir fyrir tréni (NDF) til að
viðhalda eðlilegri vambarstarfsemi
– og mjólkurfituhlutfalli. Ef slæmt
árferði leiðir til almennt lélegra
gróffóðurgæða eru ekki óeðlileg
viðbrögð að hækka kjarnfóðurhlut-
fall til að halda uppi nyt. Dæmi um
kjarnfóðurhráefni sem inniheldur
mikið NDF er sykurrófuhrat (sugar
beet pulp). Notkun slíkra hráefna í
kjarnfóður er leið til að nota meira
kjarnfóður án þess að skaða vamb-
arheilsu og fituhlutfall mjólkur. Þó
verður að hafa í huga að kjarnfóð-
ur- NDF hefur oftast hlutfallslega
minni virkni í vömbinni en gróf-
fóður- NDF vegna meiri mölunar
o.fl.
Gott gróffóður leiðir til minni
hættu á óeðlilegri lækkun
mjólkurfitu (MFD)
Þegar gróffóðrið er gott er fátt
sem bendir til þess að sérstak-
ur ávinningur sé að því að gefa
trénisríkt kjarnfóður í stað hluta
gróffóðursins. Sérstaklega ekki
ef gróffóðrið er mun ódýrara en
kjarnfóðrið. Til að byggja ofan á
„eðlilegt“ mjólkurfituhlutfall – þ.e.
auka fituhlutfallið fram yfir það
hafa sjónir manna beinst að því að
bæta við fitu í fóðrið. Eldri erlendar
rannsóknir sýndu að viðbót fitu í
fóður leiddi til minnkaðs heildaráts
en aukinnar framleiðslu orkuleið-
réttrar mjólkur. Fituprósentan
ýmist hækkaði eða lækkaði en
próteinprósentan lækkaði oftast.
Fitusýrur í mjólkurfitu eiga sér
tvenns konar uppruna:
Júgur: Nýmyndaðar fitusýrur, eru
byggðar upp frá grunni í júgr-
inu, aðalhráefni eru edikssýra
og smjörsýra – sem báðar eru
afurðir vambargerjunar.
Blóðrás: Fitusýrur sem eru teknar
upp úr blóðrás, komnar úr fóðri
og örverumassa og forðafitu en
sá hluti er breytilegur eftir stöðu
á mjaltaskeiði.
Nýlegar tilraunir í USA sýna
að fituviðbót á formi pálmasýru
(16:0) skilar sér vel í hækkun á fitu-
hlutfalli í mjólk. Sterínsýra (18:0)
virkar ekki eins vel hvað þetta
varðar. Það skýrist nánast alfarið af
því að þegar fituviðbótin er á formi
pálmasýru skilar hún sér í veru-
legum mæli beint í mjólkurfituna
en sterínsýran gerir það aðeins að
mjög litlu leyti. Pálmasýran er
meðallöng (16 C-atóm), mettuð
fitusýra sem að hluta til er fram-
leidd í júgri en líka tekin beint upp
úr fóðrinu inn í blóðrás og þaðan
til júgurs.
Til að tryggja hátt fituhlutfall í
mjólk þarf m.a. eftirfarandi:
Góða samsetningu kolvetna í fóðri
(m.a.nægt tréni) og fara varlega í
fjölómettuðu fitusýrurnar. Einnig
að ef nýta á takmarkaða en afar
verðmæta getu kýrinnar til að melta
og nýta fituviðbót í fóðri þarf að
velja þá fitusýrusamsetningu sem
skilar sér best úr fóðri í mjólk. Þar
hefur pálmasýra (16:0) gefið besta
raun.
Virkni trénis
Í löndum þar sem maísvothey er
grunnhráefni (t.d. USA) og stór
hluti af tréni fóðursins kemur úr
maísnum, eru meiri vandamál með
lágt mjólkurfituinnihald en í lönd-
um þar sem gras er grunnhráefni í
gróffóðrið (sbr. Ísland).
Virkni trénisins er lykilatriði,
fremur en magn þess. Til eru ýmis
hugtök sem mæla virkni trénisins,
svo sem tyggitími sem notaður er
í Norfor-kerfinu sem mælikvarði
á þetta. Þegar eðlilegt hlutfall af
góðu íslensku gróffóðri er í heildar-
fóðrinu ætti lítið eða lélegt tréni
ekki að þurfa að vera vandamál
hérlendis, nema í jaðartilvikum.
Helst er hætta á að slík staða komi
upp þegar heygæði eru léleg og
mjólkurframleiðsla er keyrð upp
með mjög háu kjarnfóðurhlutfalli.
Bergafat Feitur Róbót Kontról
Áhrif fituviðbótar á át og afurðir
LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS
Áhrif fóðrunar á efnainnihald mjólkur,
með sérstakri áherslu á fituinnihald
Frá Hvanneyri. Mynd / HKr.