Bændablaðið - 23.03.2017, Qupperneq 57

Bændablaðið - 23.03.2017, Qupperneq 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 HANNYRÐAHORNIÐ garn@garn.is Prjónuð og hekluð sjöl eru alltaf vinsæl en áhuginn hefur aukist til muna eftir að Facebook-hópurinn Svöl sjöl opnaði. Sjöl eru misflók- in allt frá garðaprjóni yfir í alls konar blöndur af prjónakúnst- um saman í einu sjali. Við birt- um hérna eitt fallegt sem hentar byrjendum sem lengra komnum í sjalaprjóni. Garnið í sjalið er á 25% afslætti í mars. Drekaslóð Prjónað DROPS sjal úr Fabel garni með garðaprjóni og blöðum, prjónað frá hlið. Mál : Um 156 sm meðfram kanti efst og ca 50 sm hátt fyrir miðju. Garn: DROPS FABEL fæst hjá Handverkskúnst 150 g nr 602, silver fox 50 g nr 111, sinnepsgulur Drops hringprjónn (60 sm) nr 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 20 L x 39 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 sm. SJAL: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna til að fá pláss fyrir allar l. Allar umf eru prjónaðar slétt. Fitjið upp 168 l á hringprjóna nr 4,5 með sinnepsgulu. Prjónið 2 umf slétt. Prjónið nú þannig: UMFERÐ 1: Skiptið yfir í silver fox, prjónið 2 l slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til 1 l er eftir, sláið uppá prjóninn og 1 l sl (= 168 l). UMFERÐ 2: Prjónið allar l slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo ekki komi gat. UMFERÐ 3: Prjónið 2 fyrstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið út umf (= 166 l). UMFERÐ 4: Prjónið allar l slétt. Endurtakið umf 1 til 4 3 sinnum til viðbótar = 160 l. UMFERÐ 17: Skiptið yfir í sinnepsgult. Prjónið 2 fyrstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til 1 l er eftir, prjónið 2 l í síðustu l. UMFERÐ 18: Snúið við og prjónið 3 l til baka. Snúið við og prjónið 2 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við og prjónið 5 l til baka. Snúið við og prjónið 4 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við og prjónið 7 l til baka. Snúið við og prjónið 6 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við og prjónið 9 l. Snúið við og prjónið 8 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 7 l. Snúið við og prjónið 8 l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 5 l. Snúið við og prjónið 6 l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 3 l. Snúið við og prjónið 4 l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 1 l. Snúið við og prjónið 2 l. Snúið við, fellið af fyrstu l á prjóni, prjónið út umf = 158 l í umf. Nú hafa verið prjónaðar 18 umf yfir allar l (á hægri hlið). Endurtakið síðan umf 1-18. Prjónið svona þar til 8 l eru eftir á prjóni. Prjónið 2 l slétt saman, 4 l sl, 2 l slétt saman = 6 l. Fellið af. Prjónakveðja, Guðrún María. Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 8 3 5 4 9 1 4 2 3 8 5 9 1 6 1 8 7 5 2 8 2 6 5 1 4 2 3 1 8 7 8 3 7 2 9 6 4 8 3 5 7 4 2 6 Þyngst 8 1 9 4 2 2 5 1 7 2 5 9 6 2 3 5 4 7 3 9 3 8 4 1 9 3 4 8 7 5 6 2 1 8 6 3 9 7 2 5 4 5 3 8 6 2 7 3 4 8 2 8 9 1 4 7 3 9 1 8 5 1 8 3 1 8 9 6 2 5 4 7 3 9 5 2 5 1 5 9 7 3 2 4 4 2 1 7 4 9 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Klessti á sundlaugar- vörðinn á Krít Jón Reynir er 7 ára og finnst skemmtilegast af öllu að spila fót- bolta. Honum finnst líka gaman á skíðum og að leika við vini sína og skiptast á fótboltamyndum. Nafn: Jón Reynir Halldórsson. Aldur: 7 ára. Stjörnumerki: Bogamaður. Búseta: Á Selfossi. Skóli: Vallskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skól- anum? Íþróttir og heimilisfræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundar og hestar. Uppáhaldsmatur: Pitsa og hakk og spaghettí. Uppáhaldshljómsveit: MC Gauti. Uppáhaldskvikmynd: Mr. Bean. Fyrsta minning þín? Þegar ég fór með mömmu, pabba og bróður mínum til Kaupmannahafnar í jólatívolí. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð- færi? Ég æfi fótbolta og handbolta og er að læra á píanó. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Fótboltamaður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór í svartholið í vatnsrennibrautagarðinum á Krít og klessti á sundlaugarvörðinn. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór á Norðurálsmótið á Akranesi, til útlanda og í ferðalög. Næst » Jón Reynir skorar á Borgþór Gunnars- son, vin sinn, að svara næst. Drekaslóð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.