Bændablaðið - 11.01.2018, Side 2

Bændablaðið - 11.01.2018, Side 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018 Landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra segir fjárveitinguna í aukafjárlögum til að mæta markaðserfiðleikum sauðfjárframleiðenda einskiptis- aðgerð og ekki standi til að veita meira fé til aðgerða til að mæta vanda greinarinnar. Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra, sagði í samtali við Bændablaðið að fjárveitingin í aukafjárlögum til að mæta vanda sauðfjárframleiðenda sé hugsuð sem eins tíma aðgerð og ekki standi til að leggja meira fé til greinarinnar vegna þess. „Aftur á móti verður að endurskoða búvörusamningana og fara vel yfir stöðu og framtíð greinarinnar þar.“ Unnið að endurreisn greinarinnar Í fjáraukalögum var samþykkt á Alþingi að verja 665 milljónum króna til að bregðast við markaðserfiðleikum sem steðjað hafa að sauðfjárframleiðslu á yfirstandandi ári samanber áform ríkisstjórnarinnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmálanum. Fjárhæðinni verður varið til þess að mæta afkomuhruni og vinna að endurreisn afkomu greinarinnar. Forystumenn bænda lýsa yfir ánægju með að búið sé að afgreiða fjáraukalögin og vona að sauðfjárbændur verði sáttir við þá niðurstöðu sem liggur fyrir. Bændur ánægðir með að málið sé loksins í höfn Í frétt á vef Bændablaðsins, bbl. is, milli jóla og nýárs sagðist Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, meðal annars vera ánægður að búið sé að afgreiða fjáraukalög. –„Við hjá Bændasamtökunum lýsum ánægju yfir því að þetta mál sé loksins í höfn. Það að verja 550 milljónum króna í stuðning beint til bænda og 115 milljónum að auki til að styrkja undirstöður greinarinnar er viðurkenning á alvarlegri stöðu hennar. Það ber að þakka fyrir slíkar aðgerðir.“ Af sama tilefni sagði Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, að breytingarnar sem gerðar voru á tillögum ríkisstjórnarinnar vegna rekstrarvanda sauðfjárræktarinnar væru til bóta. „Aðdragandi úthlutunarinnar er ekki langur enda stutt síðan ríkisstjórnin tók til starfa. Eflaust eru einhverjir sem líta svo á að ganga hefði mátt lengra í breytingu en ég vona að menn sætti sig við þessa lendingu.“ /VH Á nýliðnu ári barst Matvæla- stofnun ósk í fjórum liðum um aðgang að gögnum varðandi tiltekið svínabú á Vesturlandi. Stofnunin veitti aðgang að gögnum varðandi fyrstu þrjá töluliðina en taldi sér óheimilt að veita aðgang skv. fjórða liðnum. Þar var óskað eftir upplýsingum um fjölda grísa sem slátrað var á búinu árið 2016. Byggðist synjun Matvæla- stofnunar á því að um væri að ræða mikilvæga viðskiptahagsmuni svínabúsins sem stofnuninni væri óheimilt að greina frá. Synjun Matvælastofnunar var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og féll úrskurður nýlega. Þar kemur fram að stofnuninni sé skylt að veita aðgang að umræddum gögnum. Byggist það m.a. á því að það fyrirtæki sem í hlut á rekur a.m.k. fjögur önnur svínabú til viðbótar umræddu svínabúi á Vesturlandi. Þá séu upplýsingar um stærð búsins á almannavitorði m.a. út af fyrri dómsmálum. Birting upplýsinganna geti því ekki skaðað samkeppnisstöðu fyrirtækisins að dómi úrskurðarnefndarinnar. /VH Skylt að upplýsa um fjölda sláturgrísa Kosið verður um sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdals- hrepps laugardaginn 24. mars næstkomandi. Sameiningarviðræðurnar hófust í byrjun nóvember. Fundað var með ráðuneyti sveitarstjórnarmála og fulltrúum stofnana sem að málinu koma og þau svör sem þar fengust voru jákvæð. Hreppsnefnd Breiðdalshrepps hefur þegar fundað um málið og bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur málið fyrir í dag, fimmtudag. Síðari fundir sveitarstjórnanna verða síðan í næstu viku. Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnanna tekur við tveggja mánaða kynningartímabil. Alvarleg staða sauðfjárbænda viðurkennd með fjárveitingu á aukafjárlög: Einsskiptisaðgerð sem ætlað er að bregðast við vanda sauðfjárframleiðenda Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Bænda samtaka Íslands, segir að framlög til land búnaðarins í fjárlögum byggist að uppistöðunni til á búvörusamningum. Framlag úr ríkissjóði til landbúnaðarins er rúmir 16 milljarðar, eða 1,9% af heildarútgjöldum. „Það er því ekkert sem kemur á óvart hvað viðkemur landbúnaðinum í fjárlagafrumvarpinu. Í búvöru- samningnum eru ákvæði um að framlög til landbúnaðarins fylgi almennu verðlagi og skýrt hvernig slíkt er framkvæmt. Að öðru leyti er bætt aðeins við framlög til landbúnaðarháskólanna á Hvanneyri og Hólum sem er jákvætt. Eitt sem er gagnrýnivert er að í fjárlögunum eru skorin niður framlög til matvæla- rannsókna hjá Matís. Slíkt getur bitnað á rannsóknum Matís og þ a r m e ð matvælaöryggi í landinu, hvort sem um er að ræða innlend eða innflutt matvæli. Að mínu viti er slíkt ekki skynsamlegt , ekki síst ef við erum að fá yfir okkur mikið magn af ófrosnu innfluttu kjöti.“ /VH Fjarðabyggð og Breiðdalshr.: Kosið í mars um sameiningu FRÉTTIR Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur ákveðið að endurskipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Hópurinn á að ljúka störfum í lok árs 2018. Að sögn Kristjáns Þórs segir ástæðu þess að hann hafi ákveðið að endurskipa samráðshópinn einfalda. „Það er komin ný ríkisstjórn og ákvæði í stjórnarsáttmálanum sem nauðsynlegt er að komi fram í og við störf nefndarinnar. Í upphafi var ætlunin, þegar til vinnunnar var stofnað við frágang búvörusamninganna, að um fámennari starfshóp yrði að ræða en raun var orðin á. Það er ekkert óeðlilegt við að ríkisstjórnaskiptum fylgi áherslubreytingar.“ Kristján Þór segir að ekki sé búið að ákveða neitt með skipan í samráðshópinn enn sem komið er. „Ráðuneytið mun á næstu dögum leita eftir óskum um tilnefningar og skipa í hópinn eftir það.“ Rokkandi samráðshópur Upphaflega var lagt upp með að skipaður yrði sjö manna samráðshópur en í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna hefur fulltrúum fjölgað í þrettán. Nú hefur verið ákveðið að fækka þeim að nýju og verður óskað eftir nýjum tilnefningum á næstu dögum. Tryggt verður að störf hópsins endurspegli áform búvörulaga um „aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni.“ Starfið gekk vel þrátt fyrir ólíkar skoðanir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að hann eigi eftir að sjá hvað ráðherra ætlar sér með því að endurskipa í hópinn. „Ef ætlunin er að hafa nefndina sjö manna eins og lagt var upp með í upphafi tel ég það í góð lagi.“ Sindri segir að mikill hugmyndafræðilegur munur hafi verið í hópnum sem Þorgerður Katrín skipaði en starfið í honum hafi gengið vel þrátt fyrir að langt hafi verið í land með að ná niðurstöðu. Fjölgað úr sjö í þrettán Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi landbúnaðar ráðherra skipaði hópinn í nóvember 2016. Í upphafi voru sjö í hópnum sem ætlað var að skoða möguleika á endurskoðun búvöru- samningsins árið 2019. Eftirmaður Gunnars Braga í starfi, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, endur skipaði í hópinn og fjölgaði fulltrúum í honum í þrettán fljótlega eftir að hún tók við embætti. /VH Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir lét það verða sitt fyrsta verk í embætti sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra í janúar 2017 að stokka upp í endur skoðunarnefnd búvöru- samninga sem þá var nýlega skipuð líkt og eftirmaður hennar gerir nú. Fækkað og endurskipað í samráðshóp um búvörusamninga Fjárlög fyrir 2018: Framlög til landbúnaðar verða eins og gert er ráð fyrir í búvörusamningunum Alls eru 1.023 bú með undir 150 vetrarfóðraðar ær í landinu sem er nálægt helmingi allra sem uppfylla skilyrði sauðfjársamnings fyrir stuðningi, en þeir eru alls 2.038 talsins. Fjöldi búa, sem eru með færri en 100 vetrarfóðraðar ær, er 845 en 178 bú eru með á bilinu 101–150 kindur. Greiðslumarkshafar, sem eru með fleiri en 150 kindur, eru alls 1.015 í landinu og framleiða bróðurpartinn af öllu kindakjöti. Þetta kemur fram í upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Mast sem byggðar eru á greiðsluáætlun fyrir árið 2017 og bústofni árið 2016. Allir greiðslumarkshafar eru meðtaldir, óháð því hvort þeir uppfylli skilyrði greiðslna, en fjáreigendur sem ekki uppfylla skilyrði fyrir stuðningi eru ekki meðtaldir. Þegar heildarfjárfjöldinn er skoðaður sést að fjöldi kinda á búum með yfir 150 ær er 385.297. Fjárfjöldi á þeim ríflega 1.000 búum sem eru með undir 150 fjár á fóðrum er 45.380. Bú með yfir 150 ær eru því með 89,5% vetrarfóðraðra kinda í landinu. Bú með undir 100 ám eru með 5,4% fjárfjöldans og bú með fjölda á bilinu 101–150 eru með 5,1% vetrarfóðraðra kinda á Íslandi í sínum fjárhúsum. /TB Helmingur bænda með undir 150 fjár

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.