Bændablaðið - 11.01.2018, Síða 8

Bændablaðið - 11.01.2018, Síða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018 Matvælastofnun: Veira finnst í agúrkurækt – Ekki skaðleg mönnum en berst milli plantna með áhöldum og við snertingu Matvælastofnun hefur borist tilkynning um veirusmit á tveimur búum í agúrkurækt á Suðurlandi. Óljóst er hve útbreidd veiran er eða hve mikið tjón getur hlotist af sýkingu á þessum tímapunkti. Matvælastofnun skipuleggur nú sýnatökur til að kanna frekari útbreiðslu og beinir þeim tilmælum til ræktenda að gæta ýtrustu smitvarna. Veiran sem um ræðir nefnist cucumber green mottle mosaic virus (CGMMV) og er af ættkvísl Tobamoveira. Veiran hefur greinst víða í Evrópu. Hún smitar ekki menn og stafar almenningi ekki hætta af neyslu agúrka. Veiran getur smitast milli plantna með snertingu (hendur, föt og áhöld) og getur einnig dreifst með fræi. Aðrar smitleiðir eru sýktar ungplöntur, afskornir plöntuhlutar, pökkunarefni og ávextir. Veiran getur lifað á fatnaði í allt að mánuð. Ekki er ástæða til að ætla að veiran breiðist út fyrir gróðurhúsarækt. Einkenni sýkingar eru breytileg milli árstíða en meðal einkenna eru gulleit laufblöð, gult og grænt mósaík-munstur á laufblöðum, misvöxtur ávaxta og dauði plantna. Mikilvægt er að takmarka útbreiðslu veirunnar eins og mögulegt er og vill Matvælastofnun beina því til ræktenda, sem og annarra sem við á, að gæta fyllsta hreinlætis þegar komið og farið er frá ræktunarstöðum. Forðast skal allan samgang milli ræktunarstaða. Matvælastofnun birti nýlega leiðbeiningar um sóttvarnir við ræktun garðyrkjuafurða og hvetur stofnunin alla ræktendur til að kynna sér sóttvarnir og innleiða þær eftir fremsta megni. /VH Nýr landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, er hvattur til að standa með íslenskum bændum, búfénaði og neytendum í kjölfar EFTA- dóms varðandi innflutning á fersku kjöti, með því að tryggja að sjúkdómavarnir landsins og þar með áframhaldandi heilnæmi þeirrar vöru sem til boða stendur á íslenskum markaði. Hvatningin kemur fram í bókun landbúnaðarráðs Húnaþings vestra sem samþykkt var á dögunum. „Heilbrigði hinna íslensku búfjárstofna, sem og hverfandi notkun sýklalyfja í landbúnaði hér á landi, er auðlind sem ekki ber að vanmeta og getur skipt sköpum þegar litið er til framtíðar, bæði varðandi afkomu bænda sem og kostnað við heilbrigðiskerfi landsins í framtíðinni,“ segir jafnframt í bókun ráðsins. /MÞÞ Landbúnaðarráð Húnaþings vestra: Hvetja nýjan ráðherra til dáða Cucumber green mottle mosaic vírus: Skæð vírussýking Þriðja vírussýking á skömmum tíma er komin upp í matvælarækt í gróðurhúsum hér á landi. Fyrir skömmu greindist sýking í agúrkum en áður höfðu tvenns konar sýkingar greinst í tómötum. Vírusinn, sem kallast Cucumber green mottle mosaic vírus, er ekki hættulegur mönnum. Einkenni agúrkusýkingarinnar sjást helst á yngri blöðum sem grænir, ljósgrænir eða gulir blettir. Sýktu blettirnir vaxa hægar en laufið og stundum haldast æðar sýkta hluta blaðsins grænar. Sé um alvarlega sýkingu að ræða afmyndast laufblöðin. Ekki er óalgengt að sýktar plöntur felli blóm og aldinvísa og að þau aldin sem ná að þroskast verði minni en hjá ósýktum plöntum. Vírusinn getur borist á milli plantna með vökvunarvatni í jarðvegi, við meðhöndlun og með sýktu fræi. Vírusinn getur einnig borist í verslanir utan á aldinum og breiðst þannig út. Allt að 25% uppskerutap Sýking af völdum vírussins er talin alvarleg og getur uppskera aldina dregist saman um 25% og jafnvel meira vegna sýkingarinnar auk þess sem markaðsvirði uppskerunnar minnkar. Vírusinn er mjög þolinn og getur viðhaldist í gróðurhúsum í marga mánuði og getur ein sýkt planta leitt til sýkingar í öllu húsinu. Einnig getur vírus sem leynist í jarðvegi eða annars staðar í gróðurhúsi leitt til sýkingar seinna meir. Nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax Cucumber green mottle mosaic vírus, CGMMV, var fyrst greindur árið 1935 í agúrkum. Vírusinn var orðinn algengur í Evrópu á 6. og 7. áratug síðustu aldar og í dag þekkist hann í agúrku- og melónurækt um allan heim. Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða strax og grunur um sýkingu kemur upp. /VH FRÉTTIR Heilbrigðar íslenskar agúrkur. Einkenni agúrkusýkingarinnar sjást helst á yngri blöðum sem grænir, Skömmu fyrir áramót greindist áður óþekkt veirusýking á agúrkum hér á landi. Sýkingin hefur greinst á tveimur býlum á Suðurlandi. Vírusinn sem getur smitast mjög hratt út er sá þriðji sem greinst hefur í gróðurhúsagrænmeti á stuttum tíma. Vírusinn smitar ekki menn. Helgi Jóhannesson, garðyrkju- ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að vírusinn sem greindur var í agúrkum hér á landi 30. desember síðastliðinn kallist cucumber green mottle mosaic virus (CGMMV). „Vírusinn er leiðinlegur í alla staði, dregur úr vexti og leiðir til uppskerutaps. Í versta falli gætu gúrkubændur þurft að henda út plöntunum, sótthreinsa og byrja upp á nýtt. Tjón vegna vírussins er misjafnt eftir því á hvaða vaxtarstigi plönturnar smitast. Ungar plöntur fara verr út úr smiti en eldri. Einkennin eru oftast sýnileg á blöðunum en ekki á vörunni sjálfri. Líklega borist með innfluttu grænmeti Vírusinn er mjög lífseigur og getur lifað árum saman í jarðvegi, plöntuleifum og annars staðar í gróðurhúsum. Að sögn Helga er ekki vitað hvernig sýkingin barst til landsins. „Líklegast er að það sé með innfluttu grænmeti, agúrkum eða skyldum tegundum eins og melónum eða kúrbít, eða fræi. Líkur á smiti með fræjum eru litlar en til staðar og ekki hægt að útiloka það alfarið og slíkt er þekkt erlendis. Berst hratt út Eins og er hefur vírusinn greinst á tveimur garðyrkjubýlum á Suðurlandi. „Vírusinn getur smitast mjög hratt út með afurðum, mönnum eða umferð sé ekki ýtrustu varúðar gætt. Búið er að grípa til aðgerða á báðum stöðum til að hindra aukna útbreiðslu vírussins og til að draga úr smiti innan stöðvanna tveggja.“ Helgi segir að tvær ólíkar vírussýkingar hafi komið upp í tómötum á síðasta ári og þá hafi verið ákveðið að fara yfir lög og reglur um sýkingar í matjurtarækt en að þeirri vinnu sé ekki lokið þrátt fyrir að hún sé löngu orðin tímabær. „CGMMV-vírusinn er ekki tilkynningaskyldur hér á landi né hjá EPPO, Samtökum um plöntur og plöntuheilbrigði í Evrópu og við Miðjarðarhafið, einhverra hluta vegna.“ Helgi segir að reyndar sé orðið löngu tímabært að uppfæra þann lista hér á landi og endurskoða allt regluverk kringum plöntusjúkdóma, en langt sé síðan að það var gert síðast. /VH Þriðja veirusýkingin á gróðurhúsagrænmeti á skömmum tíma: Agúrkuveira greind á tveimur býlum á Suðurlandi Aðalfundur Eyþings: Læknanám hefjist við HA Aðalfundur Eyþing, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, skorar á stjórnvöld að stuðla að því að læknanám hefjist vð Háskólann á Akureyri. Þetta kemur fram í ályktun um menntamál frá fundinum. Þar segir einnig að mikilvægt sé að auka fjárveitingar til iðn- og tæknináms, bæði á framhalds- og háskólastigi á svæðinu og stuðla að kynningu á iðn- og tækninámi á grunnskólastigi. Þá bendir Eyþing á að brýnt sé að hefja byggingu legudeilda við Sjúkrahúsið á Akureyri, en það sé lykillinn í að viðhalda og byggja upp þjónustu sjúkrahússins. Jafnframt sé nauðsyn að tryggja fjármagn til að efla heilsugæslu og geðheilbrigðisþjónustu í nærsamfélaginu. Nefnt er í ályktun að tryggja þurfi fjármagn til reksturs hjúkrunarheimila og að daggjöld séu miðuð við þær kröfur sem gerðar eru til rekstrarins. Hvað atvinnumálin varðar segir Eyþing brýnt að grípa þegar í stað til aðgerða vegna stöðu sauðfjárræktar í landinu. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.