Bændablaðið - 11.01.2018, Síða 14

Bændablaðið - 11.01.2018, Síða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018 FRÉTTIR Náttstaður Frá Jötni Byggingum Austur vegur 69 - 800 Selfoss Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is 4 herbergja eining - 88,15m2 utanmál Tilbúið undir tréverk Útveggir og milliveggir á milli gistiherbergja ásamt þaki. Gluggar og útihurðir komnar í. Hönnun húsanna er samkvæmt íslenskum kröfum og uppfylla ákvæði byggingarreglugerða. Einnig hægt að fá húsið fullbúið. Verð á húsi afhent í Árborg: 12.940.000 án vsk 16.045.600 m/vsk Lýsing á húsi Gólf: Aðalburðarbitar gólfs eru úr límtré, á milli þeirra koma steinullareiningar. Efra gólf er 45x145 mm dregarar klæddir nótuðum spónaplötum, 22 mm þykkum. Útveggir: Útveggir eru gerðir úr stálsamlokum með stein ullareinangrun. Að utan er húsið klætt með lituðu bárustáli, litir samkvæmt litakorti. Að innan eru veggir klæddir með gifsplötum. Þak: Steinullareiningar sem bornar eru uppi af límtrés bitum og ásum við veggi. Þakrennur og rör niður veggi eru innifalin í verði. Gluggar: Ál/trégluggar eru í húsunum. Hægt er að velja um aðrar gerðir. Útihurð: Ál/tréhurðir Milliveggir: Veggir milli herbergja eru tvöfaldir úr stein ullareiningum með loftrúmi á milli til að hámarka hljóð einangrun. Milliveggir eru hluti af burðarvirki hússins og því eru ákveðnar takmarkanir á því hversu mikið má opna milliveggi nema aðrar styrkingar komi til. Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is BÍLAR Kæli- & frystibúnaður frá Carrier í miklu úrvali. Fyrir allar gerðir af sendi- og flutningabílum. HURÐIR Hentar afar vel fyrirtækjum í landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði. fyrir kæla KÆLI & FRYSTI BÚNAÐUR Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Íbúum í Skútustaðahreppi hefur frá árinu 2013, eða undanfarin fjögur ár, fjölgað úr 370 í 490, eða um 120 manns, sem er hvorki meira né minna en 32%. Ekki er ólíklegt að um eins konar Íslandsmet í fólksfjölgun sé að ræða. Þorsteinn Gunnarsson, sveitar- stjóri í Skútu staðahreppi, gerir fólksfjölgun að umtalsefni í pistli sem hann skrifar á heimasíðu hreppsins. Þar nefnir hann að á einu ári hafi íbúum fjölgað um 16%, úr 425 árið 2016 í 493 nú í lok árs 2017. Um 120 manns hafa annað ríkisfang en íslenskt, eða um 24%. Fólksfjölgunin endurspeglast m.a. í mikilli aukningu leikskólabarna undanfarin misseri en ungt fjölskyldufólk er í nokkrum mæli að snúa til baka í heimahagana. Sveiflast upp og niður Íbúafjöldi í Skútustaðahreppi hefur sveiflast nokkuð í gegnum tíðina. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru þeir fæstir 276 talsins árið 1910 en flestir árið 1980, eða 547, sem var í miðjum Kröflueldum. Þetta var á árum Kísiliðjunnar og hélst fólksfjöldinn yfir 500 allt til ársins 1994 en þá fór hann niður í 497 íbúa. Eftir það fækkaði íbúum smátt og smátt. Kísiliðjunni var lokað í nóvember 2004 en þá voru íbúar 442. Í kjölfarið fór að halla verulega undan fæti og fór fólksfjöldinn niður í 370 árið 2013. Þróunin hafi því til allrar hamingju snúist við. Ferðaþjónusta heilsárs atvinnugrein Íbúafjölgunina undanfarin ár segir sveitarstjóri að megi án nokkurs vafa fyrst og fremst rekja til uppgangs ferðaþjónustunnar og að hún er orðin að heilsárs atvinnugrein í meira mæli en áður. Tvö stór hótel hafa verið byggð í Skútustaðahreppi og stofnuð afþreyingarfyrirtæki í ferðaþjónustu sem þarfnast meiri mannafla. Þá hafi Jarðböðin brugðist við aukinni eftirspurn á fasteignamarkaði með því að byggja sjö íbúðir í tveimur raðhúsum í Klappahrauni. Sveitarfélagið vinnur nú að gerð húsnæðisáætlunar til næstu 10 ára til að reyna að kortleggja eftirspurnina. Afrakstur þeirrar vinnu mun liggja fyrir á næstu vikum. Þessi mikla fólksfjölgun þrýstir á innviði sveitarfélagsins, sérstaklega á leikskólann þar sem mikil aukning hefur verið undanfarin misseri. Þorsteinn segir það fyrst og fremst jákvæða áskorun að takast á við og segir sveitarfélagið hafa brugðist við með talsverðum breytingum á leikskólanum undanfarin misseri. /MÞÞ Íbúum í Skútustaðahreppi fjölgað um 32% á fjórum árum – Endurspeglar uppgang í ferðaþjónustu Jarðhiti við Mývatn. Mynd / HKr. „Alþingi tók tillit ti l athugasemda okkar, en í meðförum fjárlaganefndar var ákveðið að veita 400 mi l l jónum króna aukalega til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Það framlag bætir stöðuna talsvert þótt það leysi ekki alla fjárþörf þessara stofnana,“ segir Jón Helgi Björnsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis stofnunar Norður- lands, HSN. Hann segir ekki liggja fyrir nú hvað hver og ein stofnun fær í sinn hlut af þessu fjármagni. Til viðbótar fái heilbrigðisstofnanir í landinu einnig 200 milljónir króna aukalega til tækjakaupa. „Almennt má segja að allar heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni finni fyrir auknu umfangi, sem m.a. má rekja til fjölgunar ferðamanna og einnig því að íbúar eru að eldast.“ Framkvæmdastjórn HSN lýsti vonbrigðum með fjárlagafrumvarp það sem leit dagsins ljós skömmu fyrir jól og sendi frá sér tilkynningu af því tilefni. Þar segir að í þeim auknu fjárframlögum sem ætluð eru til að styrkja rekstur heilbrigðisþjónustu í landinu sé litið framhjá heilbrigðisstofnuninni og í staðinn sett 20 milljóna króna hagræðingarkrafa á hana. Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir öfluga þjónustu á mörgum sviðum og reksturinn er í jafnvægi. Starfssvæði stofnunarinnar nær frá Blönduósi til Þórshafnar og sinnir hún allri heilsugæslu á því svæði. Íbúar eru rúmlega 35.000. Einnig er stofnunin með fjögur almenn sjúkrahús með 149 hjúkrunar-, sjúkra- og dvalarrýmum. Minni sérfræðiþjónusta eykur álag á heilsugæslu Fram kemur að líkt og annars staðar séu íbúar að eldast og skjól stæðingar veik ari þegar þeir út skrifast af sjúkrahúsum. Samkvæmt lýðheilsuvísum landlæknis 2016 og 2017 séu marktækt fleiri íbúar á Norðurlandi sem meta bæði líkamlega og andlega heilsu sína slæma eða lélega samanborið við landsmeðaltal. Það sé staðreynd að aðgengi íbúa á Norðurlandi að sérfræðiþjónustu lækna sé mun minna en á höfuðborgarsvæðinu. Minni sérfræðiþjónusta eykur álag á heilsugæsluna og því sé nauðsynlegt að efla heilsugæslu og alla þjónustu í kringum hana fyrir íbúa á svæðinu. Til þess þurfi að veita auknum fjármunum m.a. til heimahjúkrunar og geðþjónustu og til að bæta aðgengi að læknum og öðru fagfólki. Endurspegla ekki gefin loforð Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur í sama streng og hvetur til fjárveitingar til HSN, svo unnt verði að efla þjónustu stofnunarinnar, meðal annars við íbúa Skagafjarðar. „ H e i l b r i g ð i s s t o f n u n Norðurlands á Sauðárkróki gegnir lykilhlutverki í samfélagi okkar hér í Skagafirði og þá grunnstoð má ekki veikja umfram það sem orðið er á undanförnum árum. Það framlag sem stofnuninni er ætlað í þeim fjárlögum sem nú hafa verið birt endurspeglar ekki þau loforð sem gefin voru fyrir kosningar og í stefnuræðu forsætisráðherra um eflingu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni,“ segir í bókun frá Sveitarfélaginu Skagafirði. Jafnframt er bent á að stjórnvöld á hverjum tíma verði að leitast við að aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu sé sem jafnast, óháð búsetu. Þjónustuþörf hefur aukist Sveitarstjórn Norðurþings skorar einnig á heilbrigðisráðherra og alþingismenn að bregðast við og sjá til þess að á Norðurlandi verði innviðir styrktir og heilbrigðisþjónusta efld með sama hætti og annars staðar. Bent er á að í sáttmála ríkisstjórnar sé sérstök áhersla lögð á heilbrigðismál og að allir landsmenn óháð búsetu eigi að njóta góðrar þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Norðurþing hvetur til þess að vikið verði alfarið frá hagræðingarkröfunni og fjárheimildir auknar með áþekkum hætti og ráðgert er fyrir höfuðborgarsvæðið. Þjónustuþörfin hefur aukist verulega bæði vegna aðstæðna á starfssvæði heilbrigðisstofnunarinnar, svo sem fjölgun íbúa og breyttri aldurssamsetningu, en einnig vegna þjónustu við sívaxandi fjölda ferðamanna. Þá vill sveitarstjórn einnig benda á nauðsyn þess að Sjúkrahúsið á Akureyri verði eflt til þjónustu við íbúa með sambærilegum hætti og Landspítalinn, enda gegnir það afar mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustu íbúa á norðanverðu Íslandi. /MÞÞ Heilbrigðisstofnun Norðurlands: Framlagið bætir stöðuna en leysir ekki alla fjárþörfina – segir Jón Helgi Björnsson framkvæmdastjóri Jón Helgi Björnsson

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.