Bændablaðið - 11.01.2018, Síða 20

Bændablaðið - 11.01.2018, Síða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018 Framleiðsla matvæla sem næst þeim stað þar sem þeirra er neytt er trúlega ein besta leiðin til að minnka losun koltvísýrings út í andrúmsloftið sem völ er á. Það er ljóst þegar skoðaðar eru tölur um mikla loftmengun sem hlýst af flutningi matvæla um langan veg til Íslands. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hefur innflutningur á matvörum og drykkjarvörum aukist um tugi þúsunda tonna á síðustu þrem árum. Árið 2016 nam hann 270.340,3 tonnum og líkur eru á að lokatölurnar fyrir árið 2017 fari vel yfir 280 þúsund tonn, og slái þar mögulega metið frá 2015. Flytjum inn 722 kg af mat á hvern íbúa landsins Skráðir íbúar á Íslandi voru 338.000 þann 1. janúar 2017 svo að flutt voru inn matvæli sem nemur um 722 kg á hvern einasta einstakling. Vissulega fer drjúgur hluti af þessu ofan í maga svangra ferðamanna sem hingað koma. Drjúgan hluta af þessum matvælum mætti líka framleiða á Íslandi og minnka þar með kolefnisfótsporið. Ef miðað er við að allar þessar matvörur séu fluttar inn með skipum, þá má samkvæmt viðmiðunum Evrópusambandsins ganga út frá að loftmengun vegna flutninga matvæla með kaupskipum til Íslands nemi að meðaltali um 11 grömmum af kolefnisdíoxíði, eða CO2, fyrir hvert tonn af vörum á hvern sigldan kílómetra (0,54 sjómílur). Er þá miðað við meðaltal af losun frá hefðbundnum kaupskipum og stórum gámaflutningaskipum. Gefið gildi upp á 11 grömm á tonnkílómetra er samt frekar lágt ef miðað er við að kolefnislosun á Goðafossi Eimskipafélagsins sé 15,3 grömm CO2 á tonnkílómetra. Verulegur hluti af vörunum sem fluttar eru til Íslands víða að úr heiminum er skipað út í höfninni í Rotterdam í Hollandi. Þaðan eru um 1.102 sjómílur til Íslands, eða um 2.041 kílómetri. Það þýðir að 280.000 tonn af matvörum sinnum 2.041 km gera 571.480.000 tonnkílómetra. Það sinnum 0,011 kg á hvern tonnkílómetra (útblástur frá meðal gámaskipi) af CO2 og deilt með 1.000 gerir 6.2863 tonn af CO2. 41 þúsund tonna kolefnisspor? Ef reiknað er með að hluti af þessum matvörum komi til landsins með flugi er útblásturinn sem þessir flutningar valda enn meiri. Þá er ekki búið að taka tillit til flutninga á vörum vítt og breitt um Evrópu og öðum heimshlutum til umskipunar í Rotterdam. Sumar vörurnar er fluttar með bílum landa á milli, en aðrar hafa jafnvel verið fluttar um 9 til 10 þúsund sjómílna leið (17–20.000 km) frá Ástralíu eða Nýja-Sjálandi. Þannig er viðbótarmengunin gríðarleg sem bætist við eftir að framleiðandinn skilar af sér tilbúinni vöru á framleiðslustað. Mjög hóflegt væri trúlega að miða við 2.000 km akstur að meðaltali með flutningabílum. Í sumum gögnum er talað um að stórir flutningabílar sé að skila frá sér 50 grömmum af CO2 á tonnkílómetra. Það er nærri sexfalt meiri útblástur á hvert tonn en er að meðaltali frá skipum, en aðeins 10% af CO2 útblæstri vegna flutninga með flugvélum. Í viðmiðunartöflum ESB er talað um 62 grömm á tonnkílómetra sem er margfalt hærra en Euro-5 staðall sem er 17 g CO2 á tonn kílómetra. Þetta sýnir í hnotskurn á hve hálum ís öll þessi kolefnisumræða er. Viðmiðunartölurnar eru ekki alltaf þær sömu. Jafnvel er í sumum útreikningum verið að nota viðmiðanir sem segja kg CO2 á tonnkílómetra, sem þúsundfaldar niðurstöðuna. Síðan er verið að taka pólitískar ákvarðanir, m.a. í álagningu á kolefnisskatti á eldsneyti. Þá er eins gott að menn séu með allar forsendur eins réttar og kostur er. Ef miðað er við 62 grömm eins og í töflu ESB þýðir það að flutningabílar væru að losa um 34.720 tonnum af CO2 að meðaltali við flutning á 280 þúsund tonnum af matvöru þessa 2.000 kílómetra. Þannig mætti varlega áætla að heildar kolefnisspor flutninga á þessum 280.000 tonnum af matvælum til Íslands nemi í heild árlega um 41 þúsund tonni af CO2 eða jafnvel meiru. Það er ekki langt frá heildar kolefnisspori Orkuveitu Reykjavíkur vegna jarðgufuorkuvera og allrar annarrar starfsemi sem nam 47.633 tonnum samkvæmt skýrslu Orku náttúrunnar í febrúar 2016. Best að frumframleiðsla matvöru sé sem næst neytandanum Samkvæmt þessu getur því falist verulegur ávinningur í því frá umhverfissjónarmiði að framleiða sem allra mest af matvörunni hér heima og sem næst neytendum. Jafnvel þótt töluvert af jarðefnaeldsneyti sé notað við þá framleiðslu. Alþjóðavæðingin er mikill drifkraftur kolefnisútblásturs Alþjóðavæðing (Globalization) hefur gert alla flutninga á vörum mun auðveldari um allan heim. Flutningar hafa aukist hröðum skrefum á síðustu áratugum, ekki síst á matvælum heimshorna á milli, með skipum flugvélum, lestum og trukkum. Allir þessir flutningar útheimta gríðarlega orkunotkun sem að langstærstum hluta er fengin með brennslu jarðefnaeldsneytis. Ávinningurinn af „ódýru“ vörunum er því að koma í bakið á okkur í formi sívaxandi loftmengunar. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu timeforchange.org, þar sem teknar eru saman tölur úr ýmsum áttum varðandi kolefnisfótspor við flutning á hverju kílói með ólíkum farartækjum, getur fótsporið verið gríðarlegt við flutning matvæla um langan veg. Snúin umræða um flókin efnasambönd og véltækni Orðræðan um kolefnismengun og hvernig C02 útblástur er reiknaður út við bruna á jarðefnaeldsneyti getur verið mjög villandi. Í öllum útreikningum er sýnd sú einkennilega þversögn að hver lítri af bensíni sem er vel innan við 1 kg (eðlisþyngd bensíns er um 780 g/ cm3), skili nærri 2,4 kg af CO2 eftir bruna í sprengihreyfli. Sambærileg tala fyrir dísilolíu er nærri 2,7 kg af CO2. Hafa verður í huga að dísilvélar eyða talsvert minna eldsneyti miðað við afl en bensínvélar og losa því hlutfallslega minna af CO2. Þess vegna hafa stjórnvöld í langan tíma hvatt til aukinnar notkunar dísilknúinna ökutækja. Umræða um skaðsemi níturoxíðs eða NOx á síðustu árum hefur þó verið að breyta afstöðu stjórnvalda, einkum í Evrópu, til dísilbíla. Getur útblástur verið meiri en eldsneytið sem brennt er? Það sem flestir eiga erfitt með að skilja er að fræðin sem flestir miða við, segja að umrædd FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Mikil umhverfismengun hlýst af matvælaflutningum heimshorna á milli: Kolefnisfótspor innflutnings matvæla til Íslands nemur vart undir 41 þúsund tonni af C02 á ári – Flytjum inn 722 kíló af mat á mann á ári sem veldur svipaðri losun gróðurhúsalofttegunda og öll starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur Evrópa 214.794,10 Evrópa 217.866,50 Ameríka 40.867,40 Ameríka 38.136,90 Afríka 3.623,30 Afríka 4.835,00 Asía 8.708,10 Asía 9.009,40 Eyjaálfa 498,4 Eyjaálfa 495,5 Evrópa 218.569,4 Evrópa 196.009,7 Ameríka 49.584,8 Ameríka 40.659,9 Afríka 4.518,0 Afríka 4.182,3 Asía 8.030,3 Asía 8.701,4 Eyjaálfa 403,5 Eyjaálfa 342,8 Evrópa 168.753,5 Evrópa 166.671,6 Ameríka 37.253,0 Ameríka 36.466,1 Afríka 4.472,2 Afríka 4.168,2 Asía 8.707,6 Asía 8.463,6 Eyjaálfa 376,2 Eyjaálfa 378,9 Evrópa 160.299,7 Evrópa 170.568,6 Ameríka 38.679,0 Ameríka 43.104,7 Afríka 4.411,8 Afríka 3.553,6 Asía 9.097,7 Asía 9.365,2 Eyjaálfa 410,6 Eyjaálfa 437,9

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.