Bændablaðið - 11.01.2018, Qupperneq 33

Bændablaðið - 11.01.2018, Qupperneq 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018 Töluvert var um fundi og námskeið í hrossarækt haustið 2017, bæði hér innanlands og utan enda lifum við í alþjóðlegu umhverfi í íslenskri hrossarækt og nauðsynlegt að rækta tengslin við erlenda hestamenn. Fyrst er að telja aðalfund Félags hrossabænda sem haldin var í lok október og árlega ráðstefnu Fagráðs í hrossarækt sem haldin var 28. október. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í hrossarækt, fimm hryssur hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, 11 bú sem tilnefnd höfðu verið sem hrossaræktarbú ársins fengu viðurkenningar og afar áhugaverðir fyrirlestrar um nýjustu rannsóknarniðurstöður fluttir. Í byrjun nóvember fóru þeir Jón Baldur Lorange, verkefnastjóri WorldFengs, og Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar, á aðalfund sænska Íslandshestafélagsins sem haldinn var í Linköping. Jón Baldur hélt erindi um sögu WorldFengs og þróun hans til framtíðar en WorldFengur er ein þungamiðjan í hinu alþjóðlega samstarfi um íslenska hestinn. Margt er þar spennandi á döfinni. Þá hélt Þorvaldur erindi um þróun ræktunarmarkmiðsins og dómskalans, það er vinna sem er í gangi þessa dagana og nauðsynlegt að kynna hana sem víðast og fá góðar hugmyndir. Þorvaldur steðjaði einnig til Noregs í lok nóvember og hélt þar námskeið um hrossarækt. Í byrjun desember var svo haldinn á Íslandi fundur og námskeið fyrir ræktunarleiðtoga FEIF-landanna sem var vel sóttur. Nauðsynlegt er fyrir þennan hóp að hittast og samræma vinnubrögð á milli landa en einnig var boðið upp á fræðslu um hrossarækt og stöðu þekkingar á íslenska hestinum. Hið alþjóðlega samstarf um ræktun íslenska hestsins er afar verðmætt og í raun einstakt á heimsvísu og nauðsynlegt fyrir Ísland sem upprunaland hestsins að halda vel utan um það. Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður í hrossarækt thk@rml.is Hrossaræktarfundir haustið 2017 Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Áttu hugmynd þar sem mjólk kemur við sögu? Hér er tækifæri til að fá stuðning. Auðhumla og Matís ætla að vinna saman að því að styðja og styrkja frumkvöðla til að þróa og koma nýjum hugmyndum byggðum á mjólk á framfæri. Opið er fyrir allskonar hugmyndir og eina skilyrðið er að mjólkin gegni lykilhlutverki. Kostur er ef hugmyndin stuðlar að jákvæðum umhverfisáhrifum og aukinni sjálfbærni. Styrkir eru að hámarki 3 milljónir. Stuðningurinn felst í sérfræðiráðgjöf t.d. við að koma vöru á markað, aðstoð við uppsetningu vinnsluferla, vöruþróun, umbúðahönnun, matvælaöryggi og mælingar (t.d. geymsluþols-, næringargildis-, efnamælingar- og/eða lífvirknimælingar). Einnig kemur til greina að standa fyrir námskeiðum fyrir smáframleiðendur mjólkurafurða eða afla nýrrar þekkingar á annan hátt. Það verður ekki greitt fyrir eigin vinnu umsækjanda, hráefni eða tækjakaup. Gert er ráð fyrir að verkefnin hefjist í mars 2018 og séu til eins árs. Umsóknafrestur er til 15. Janúar 2018. Frekari upplýsingar á www.mimm.is og www.facebook.com/mjolk.i.morgum.myndum Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 sp ör e hf . Vor 1 Á vorin skartar Prag sínu allra fegursta. Borgin er afar skemmtileg þar sem andi miðalda ræður ríkjum í bland við blómstrandi listalíf. Í þessari ferð skoðum við t.d. Karlsbrúna og Hradcanykastalann. Við byrjum ferðina í borginni Pilsen en síðustu dagana njótum við í hinni fallegu og líflegu Regensburg. 24. - 31. mars Fararstjóri: Pavel Manásek Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 179.700 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Páskaveisla í Prag

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.