Bændablaðið - 11.01.2018, Síða 34

Bændablaðið - 11.01.2018, Síða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018 V a g n h e s t a - framleiðandinn Holt hóf framleiðslu á dráttarvélum á beltum árið 1882. Beltavélar Holt voru eitt helsta vopn bandamanna í fyrri heimsstyrjöldinni. Árið 1925 var nafni fyrirtækisins breytt í Caterpillar og í dag er það eitt af tvö hundruð stærstu fyrirtækjum í heimi. Árið 1883 stofnaði Benjamín Holt Stockton Wheel Service í Kaliforníu sem sérhæfði sig í smíði vagnhjóla. Orðstír fyrirtækisins óx hratt þar sem vagnhjólin þóttu einstaklega vönduð og endingargóð. Fyrsta árið voru framleidd sex þúsund vagnhjól og mest af hjóli sem var þrír metrar að þvermáli og notað undir hestvagna við skógarhögg á rauðaviði. Níu árum seinna var nafni fyrirtækisins breytt í Holt Manufacturing Company og hóf fyrir þá framleiðslu á dráttarvélum á járnbeltum. Fyrirtækið er það fyrsta sem hóf framleiðslu á beltadráttarvélum og átti Benjamín Holt einkaleyfi á framleiðslu þeirra um tíma. Í upphafi tuttugustu aldarinnar var fyrirtækið leiðandi í framleiðslu á kornþreskivélum. Holt Caterpillar Company Velgengni Holt jókst jafnt og þétt og árið 1909 keypti það aflóga landbúnaðartækjaframleiðanda, Colean Manufactur ing Company, og breytti jafnframt nafni móðurfyrirtækisins í Holt Caterpillar Company. Holt fékk einkaleyfi á nafninu Caterpillar 1910. Fyrirtækið sérhæfði sig í framleiðslu landbúnaðartækja árið 1916 sem seld voru víða um heim. Eftir að fyrri heimsstyrjöldin braust út hóf það framleiðslu farartækja til hernaðar. Holt Caterpillar beltavélar voru mikið notaðar til að flytja hergögn bandamanna í stríðinu og er sagt að Holt 75 Gun Tractor hafi átt stóran þátt í sigri bandamanna í stríðinu. Verkfræðingar Holt áttu einnig stóran þátt í hönnun skriðdrekanna sem notaðir voru í fyrri heimsstyrjöldinni og skipti engu hvort þeir væru franskir, enskir eða þýskir. Holt 75 Gun Tractor Holt 75 beltatraktorinn var í framleiðslu í tíu ár, frá 1914 til 1924, og rúmlega 4.100 slíkir framleiddir. Traktorinn var knúinn áfram af tveimur stórum járnbeltum að aftan en með stálhjól að framan og þung í snúningum. Vélin var fjögurra strokka og bensínknúin. Tveir gírar áfram og einn aftur á bak, 75 hestöfl við 550 snúninga og gríðarlegur bensínhákur og hávaðaseggur. Umframframleiðsla Við lok heims- styrjaldarinnar fyrri sat Holt Caterpillar uppi með talsverða umframframleiðslu af beltadráttarvélum sem voru óhentugar t i l landbúnaðar. Markaðsdeild þessi lagði því áherslu á að selja dráttarvélarnar til stórra verktaka sem unnu við vega- og stíflugerð. Vandi fyrirtækisins jókst enn meira í kreppunni 1920 til 1921 en með aðhaldi og alls kyns brellum tókst fyrirtækinu að komast út úr vandanum. Árið 1925 var Holt-nafnið fellt úr nafni fyrirtækisins og eftir stóð Caterpillar Tractor Company. Áhersla á stórar vinnuvélar Caterpillar hætti framleiðslu landbúnaðartækja og lagði áherslu á framleiðslu stórra og kraftmikilla vinnuvéla. Árið 2010 var Caterpillar Inc eitt af tvö hundruð stærstu fyrirtæki í heimi og markaðsmetið á rúmlega 45 milljarða bandaríkjadali, eða tæpa 4.750 milljarða íslenskra króna. /VH Holt varð Caterpillar Fyrirtækið Monsanto, sem framleiðir meðal annars bæði erfðabreytta sáðvöru og illgresiseyðinn Roundup, hefur nú fengið stuðning frá ellefu ríkjum Bandaríkjanna í tilraun fyrirtækisins til að stöðva Kaliforníu í því að krefjast krabbameinsviðvarana á vörum sem innihalda glýfosat. Í umfjöllun vefmiðilsins Reuters um málið kemur fram að með stuðningnum fái fyrirtækið grunn fyrir lagalegri baráttu gegn kröfum Kaliforníuríkis. Meðal ríkjanna sem veita stuðninginn eru Iowa, Indiana og Missouri, sem er heimaríki Monsanto. Í öllum þessum ríkjum er umfangsmikill landbúnaður stundaður og jarðrækt. Rök þeirra fyrir stuðningnum er að slíkar viðvaranir séu villandi vegna þess að engin skýr tengsl eru á milli glýfosats og krabbameinsmyndunar. Söluaðilar í miðvesturríkjum Bandaríkjanna myndu þurfa að merkja vörur með glýfosati í með viðvörunum ef kröfur Kaliforníu næðu fram að ganga – eða hætta sölu þeirra – enda munu slíkar vörur rata í verslanir í Kaliforníu. Þurfa að bera viðvaranir frá júlí 2018 Kaliforníuríki bætti glýfosati, virka innihaldsefninu í Roundup, á lista yfir krabbameinsvaldandi efni í júlí 2017 og því þurfa vörur sem innihalda efnið að bera viðvaranir frá júlí 2018. Ríkið greip til aðgerða eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin um krabbameinsrannsóknir lýsti því yfir árið 2015 að glýfosat væri „líklega krabbameinsvaldandi“. Í umfjöllun Reauters kemur fram að bændur hafi í meira en 40 ár notað glýfosat til að drepa illgresi, síðast í sojabaunarækt með yrki sem Monsanto hannaði til að standast i l lgres iseyðinn. Roundup er einnig úðað á húsalóðir og á golfvelli. Byggt á 30 ára reglu sem aldrei hefur verið hnekkt Ríkin 11 styðja stefnu Monsanto og landssamtaka hveitiræktenda í Bandaríkjunum fyrir alríkisdómstólum, sem var lögð fram í nóvember til að stöðva Kaliforníuríki í því að krefjast glýfosatviðvarana. Skrifstofa um h e i l s u f a r s l e g a umhverfisáhættu í Kaliforníu hefur lýst því yfir að það standi við ákvörðunina um að setja glýfosat á lista yfir vörur sem vitað er að valdi krabbameini, samkvæmt reglu sem þekkt er sem Tillaga 65 (Proposition 65). Reglan er 30 ára gömul og hefur vefmiðillinn eftir David Roe, aðalhöfundi hennar, að fyrir hvert einasta ár hennar hafi verið reynt að drepa hana á grundvelli þess að hún sé frávik frá reglum annarra ríkja. „Það hefur alltaf mistekist,“ er haft eftir David Roe. /smh Sú ótrúlega þróun og veruleiki á sér stað í Bandaríkjunum að það sem nefnt hefur verið matareyðimerkur verða sífellt algengari. Það þýðir að fólk á ákveðnum svæðum hefur ekki aðgang að matvörubúðum á sínu svæði til að nálgast venjuleg og næringarrík matvæli heldur eru eingöngu skyndibitastaðir og ruslfæði í boði í nánasta umhverfi íbúa. Þessi staðreynd á við um í kringum 11 milljónir Bandaríkjamanna í dag sem er sláandi há tala. Því er hægt að ímynda sér þá sviðsmynd að íbúar þessara svæða hafa aldrei möguleika á að versla í venjulegum matvöruverslunum á sínu svæði, það getur ekki verslað sér ferska ávexti og grænmeti eða önnur matvæli til að elda sér heima næringarríkan og hollan mat. Skilgreining á matareyðimörkum er að engin matvöruverslun eða almennilegar almenningssamgöngur eru í um 1,6 kílómetra fjarlægð. Fæstar fjölskyldur sem búa á þessum svæðum eiga bifreið og þurfa því að reiða sig á almenningssamgöngur varðandi vinnu og ganga í verslanir sem næstar þeim eru til að kaupa í matinn, sem er á þessum svæðum eingöngu skyndibitastaðir eða litlar verslanir sem selja ruslfæði. Skattaívilnanir og ruslfæði Forsvarsmenn stórra matvöru- verslana kanna lýðfræðilega þætti svæða áður en þeir ákveða hvar þeir opna nýjar verslanir. Því miður hefur þróunin orðið þannig að svæði þar sem fátækt ríkir í Bandaríkjunum falla ekki innan viðmiða verslanakeðjanna til að opna þar verslanir með almennilegum matvælum. Íbúar þessara svæða hafa því eingöngu aðgang að litlum hverfisverslunum sem sérhæfa sig í að selja áfengi og ruslfæði. Í dag eru hundruð svæða sem flokka má sem matareyðimerkur í Bandaríkjunum og eru margir á því að stjórnvöld í samráði við eigendur matvöruverslana verði að taka á vandanum áður en hann verður enn stærri. Fyrsta skrefið hefur verið stigið af stjórnvöldum með því að bjóða skattaívilnanir fyrir fyrirtæki sem eru tilbúin að koma inn og opna matvöruverslanir á þessum svæðum með holl matvæli. Það hefur, enn sem komið er, ekki borið tilætlaðan árangur en von stjórnvalda er að það breytist hægt og sígandi. Á sama tíma eru aðrir sem kalla eftir meiri umræðu um matareyðimerkur og benda á að stór hluti Bandaríkjamanna viti ekki einu sinni hvað hugtakið þýði þó að milljónir samlanda þeirra þjáist án næringarríkra matvæla. /ehg- feedingchildreneverywhere.com Matareyðimerkur verða algengari í Bandaríkjunum Monsanto fær stuðning 11 ríkja – gegn kröfum Kaliforníu um að vörur með glýfosati í séu sérstaklega merktar UTAN ÚR HEIMI

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.