Bændablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018 Sæt paprika og eldpipar Paprika, chili, papriku- og chiliduft er með mest notuðu aldinum og kryddum í heiminum. Uppruni plöntunnar er í Mið- Ameríku. Ræktun á papriku á Íslandi hófst um 1960. Chilirúlletta er spennandi og eldheitur partíleikur. Samkvæmt heimildum FAOSTAD, tölfræðideildar Matvæla- og land- búnaðar stofnunar Sameinuðu þjóðanna, er árleg heimsframleiðsla á papriku, bæði sætri og sterkri, um 34,6 milljón tonn. Kínverjar eru langstærsti ræktandinn með tæplega 50% framleiðslunnar, eða um 16 milljón tonn. Mexíkó er í öðru sæti, en langt á eftir Kínverjum, og framleiðir 2,3 milljón tonn á ári. Tyrkland framleiðir um 2,2 milljón tonn, Indónesía 1,7 og Spánn um milljón tonn. Næst þar á eftir eru Bandaríkin, Nígería, Egyptaland og Suður-Kórea, sem framleiða um það bil milljón og niður í 400 þúsund tonn af paprikum á ári. Framleiðsla á paprikum og chili hefur vaxið jafnt og þétt undanfarna áratugi og gera spár ráð fyrir að eftirspurn eftir aldininu eigi eftir að halda áfram að aukast. Eins og gefur að skilja eru Kína og Mexíkó stærstu útflytjendur papriku og chili í heiminum. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru ræktuð 190 tonn af papriku á Íslandi árið 2016 og sama ár var innflutningur á ferskum paprikum og chili rúmlega 1.500 tonn. Mest er flutt inn af papriku og chili frá Spáni og Hollandi. Ættkvíslin Capsicum Milli 20 og 35 tegundir plantna teljast til ættkvíslarinnar Capsicum og eru fimm þeirra, C. annuum, C. baccatum, C. chinense, C. frutescens og C. pubescens, algengastar í ræktun. Allar tegundir innan ættkvíslarinnar frjóvgast auðveldlega sín á milli og skil milli þeirra því oft óljós. Ættkvíslin tilheyrir náttskuggaætt og paprikur því ættingjar eggaldins, tóbaks, tómata og kartaflna. C. frutescens er best þekkt sem aldinið sem notað er í Tabascosósur. C. baccatum er aðallega ræktað í Suður-Ameríku og flest yrki tegundarinnar mjög bragðsterk. Tegundirnar C. chinense og C. pubescens eru lítið þekktar utan Mið- og Suður-Ameríku en aldin þeirra seinni geta verið epla- eða perulaga. Mestur er fjölbreytileiki ræktaðra papriku- og chiliplantna í Perú en fjölbreytileiki villtra tegunda af ættkvíslinni Capsicum í Bólivíu. Paprikuplöntur eru fjölærar en oft ræktaðar sem einærar. Plantan sem er með trefjarætur getur hæglega náð tveggja metra hæð og fær oft runnalaga vöxt. Blöðin stakstæð, fagurgræn, ílöng og heilrennd. Blómin bjöllulaga, lítil og hvít og einstaka sinnum bleik, vind- og skordýra- og sjálffrjóvgandi. Sú tegund sem er mest ræktuð í heiminum og við þekkjum best sem papriku er C. annuum. Breytileiki innan tegundarinnar er mikill hvað varðar stærð plantna og ekki síst stærð, lögun, lit og bragð aldinanna. Ólík yrki og afbrigði skipta þúsundum og flokkast í sætar og sterkar paprikur eða chili, eftir því hversu bragðsterkt aldinið er. Óþroskaðar paprikur eru grænar og eilítið rammar á bragðið en verða rauðar, gular, brúnar, fjólubláar eða hvítar og sætari á bragðið við þroska. Aldin paprikuplantna sem algengust eru á markaði hér eru hnöttótt eða eilítið aflöng og auk þeirra sjást stundum í verslunum paprikur sem er ílangar og oddmjóar. Paprikur eru ríkar af C-vítamíni og eru þroskuð aldin mun vítamínríkari en græn og óþroskuð. Þrátt fyrir að aldin papriku- og chiliplantna flokkist almennt sem grænmeti eru þau grasafræðilega ber. Löng ræktunarsaga Paprikur koma upprunalega frá Mexíkó, Mið-Ameríku og norðurhluta Suður-Ameríku. Talið er að Indíánar í Mið- og hluta Suður- Ameríku hafi nýtt sér villtar paprikur og chili til matar og lækninga allt frá því sjö þúsund fyrir Krist og hafið ræktun plöntunnar fimm þúsund árum fyrir upphaf okkar tímatals. Paprikur og chili eru því með elstu ræktunarplöntun Suður- og Mið- Ameríku. Fjölmörg yrki papriku og chili voru komin fram þegar Kólumbus rambaði á Nýja heiminn og flutti með sér fræ plöntunnar til Spánar árið 1493. Á sextándu öld skipti spænski náttúrufræðingurinn Francisco Hernández paprikum og chili í sjö hópa eftir stærð, bragðstyrk, vaxtartíma, lit og það hvernig þessir þættir spiluðu saman. Í fyrstu voru papriku- og chiliplöntur aðallega skrautjurtir í barrokkgörðum og á heimilum HELSTU NYTJAPLÖNTUR HEIMSINS Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Paprikuuppskera í Austur-Evrópu. Algengustu paprikur á markaði á Íslandi eru grænar, gular eða rauðar á litinn. Paprika í þurrkun í Ungverjalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.