Bændablaðið - 11.01.2018, Qupperneq 40

Bændablaðið - 11.01.2018, Qupperneq 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018 UTAN ÚR HEIMI Í skugga drottins: Af Guðs ráðstöfunum og náttúru- legum harmi ungra kvenna Vaka Helgafell gaf út undir lok síðasta árs bókina Í skugga drottins eftir Bjarna Harðarson. Hér er á ferðinni söguleg skáldsaga sem segir frá leiguliðum Skálholtsstóls á 18. öld. Aðalpersóna er húsfreyjan María á Eiríksbakka sem leyfir vorsultinum að tálga sig ár hvert á meðan óguðlegur og skemmtinn niðursetningur fyllir líf hennar af sögum og þvættingi. En yfir um og allt um kring er Guðsótti. Óttinn við hinn reiða Krist og eilífan helvítiseld. Við sögu koma misgóðir Guðsmenn, hljóðfæraleikarar, maurapúkar og litskrúðug mannlífsflóra alþýðunnar. B l a ð i ð grípur hér ofan í búsorgir á Eiríksbakka þegar kýrin dregst upp af sýkingu og það er ekki einu sinni til salt svo bjarga megi ketinu. Nautpeningur Hvernig á hún að treina sér eitthvað af besta heyinu til vors. Hún sem aldrei hefur ráðið yfir heyi. Hún á nóg af því sem Greipur hennar hafði sagt að væri hálfgerður ruddi. En fái kýrin þetta tvennt í hæfilegum skömmtum ætti hún að mjólka fram undir sauðburð. Þá fengi Katrín litla nóg og þau Jón syltu ekki heldur. En nú eru ekki nema einhverjir dagar í að kýrin geldist og kvígan virðist reisa af sulti. Getur verið að hún hafi farið svona gáleysislega að þessu öllu þegar ósköpin gengu yfir? Framan af sá strákurinn Yngrijón um þessar gjafir og hann kunni þetta vitaskuld. Jón Skrifari hefur fyrir löngu ráðlagt henni að skera kvíguna en nú er það orðið of seint. Samt hefði það engu breytt, kvígan fékk lítið nema ruddann en var alla tíð léleg við átið. Henni verður oft hugsað til þess sem Eldrijón sagði um gripina áður en hann fór. Það vantar bara að kýrnar drepist útaf hjá henni og hún má þá vera fegin að halda barninu. Einn daginn ber þau að garði Einar á Iðu og Höllu dóttur hans eftir að fréttir hafa borist milli bæja um ástandið á skepnunum. - Ósköp er mér klén skemmtan að komum Einars á Iðu hér og Greipur ekki heima, nöldrar kararmaðurinn en María biður hann blessaðan að halda kjafti. Eftir að síðustu kornskeppurnar átust upp og ekki annað eftir en skemmdur súr og örlítið af slepjuðu kjöti eiga þau vinirnir sjaldnast aðrar gjafir að gefa hvort öðru en geðvonsku og köpuryrði. Þau feðgin Einar á Iðu og Halla fara beint í Eiríksbakkafjósið að líta á kýrnar en María má til að fara inn til að vera yfir barninu sem er með svengdargráti. Það er ólund yfir þeim öllum, Katrínu, Skrifaranum og húsmóðurinni. Konan lætur móðan mása um það hvað hann Einar sé orðinn utangátta og beygjulegur, hreint eins og hann viti ekki hvað eigi að gera við kvenmannsvæflu þó hann sæi hana. - Nema þá að ég sé orðin svona ljót, tautar hún og snýr sér á baðstofugólfinu þar sem hún hefur arkað um fram og aftur með sífrandi barnungann. Í sama bili gengur hún í flasið á Iðubóndanum og það slær á konuna roða og vandræðagangi. En Einar lætur sem hann hafi ekkert heyrt og snarar sér innar í baðstofuna. Halla dóttir hans á eftir. Framleiðnisjóður landbúnaðarins kallar eftir umsóknum 2018 Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyri – 311 Borgarnes Sími 430-4300 Framleiðnisjóður landbúnaðarins er leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf landbúnaðarins og kallar nú eftir umsóknum um styrki í eftirfarandi flokkum: # Umsóknir um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á bújörðum á vegum bænda (B flokkur). Forgangs njóta þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni og sem líkleg eru til að leiða af sér umtalsverða atvinnusköpun. # Umsóknir um námsstyrki til nema í landbúnaðarvísindum (MSc. eða PhD). Forgangs njóta þeir umsækjendur sem sýna fram á í umsókn sinni að viðkomandi sé líklegur til að starfa að eflingu landbúnaðar í náinni framtíð. Í því samhengi er horft bæði til vals námslínu, sem og efnisvals lokaverkefna. Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.fl.is. Eyðublöð sjóðsins hafa nýlega verið uppfærð og ekki verður tekið við umsóknum á eldri eyðublöðum. Mikilvægt er að vanda til gerðar umsókna og gera grein fyrir öllum efnisatriðum sem farið er fram á í umsóknareyðublöðunum. Umsóknarfrestur er til 29. janúar 2018 (póststimpill gildir). Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri. Sími 430-4300 / netfang fl@fl.is. Styrkir þessir eru auglýstir með fyrirvara um fjárheimildir Alþingis til sjóðsins fyrir árið 2018. Tyson ætlar að rækta kannabis Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í boxi, hefur ákveðið að söðla rækilega um og hefur nú uppi áform um að hefja stórfellda kannabisrækt á búgarði Kaliforníuríki. Áform Tyson eru stórtæk og er markmið hans að rækta eigið kannabisyrki, TYSON OG sem mun vera blendingur yrkjanna Mike Tyson og OG Kush, á rúmlega sextán hekturum. Tyson og samstarfsmenn hans segja ræktunina mögulega þar sem búið er að lögleiða kannabis í Kaliforníu. Í yfirlýsingu vegna ráðahagsins segir að Tyson hafi lengi verið stuðningsmaður þess að lögleiða kannabis í lækningaskyni og til einkanota og að hann vonist til að búgarðurinn verði til að auka skilning manna á gagnsemi plöntunnar. Helmingur búgarðsins verður lagður undir kannabisrækt og munu garðyrkjumenn með sérþekkingu í þeim fræðum sjá um ræktunina. Hugmyndin er einnig að á búgarðinum verði aðstaða fyrir gesti til að skoða og fræðast um framleiðsluna og gista, beri svo við. Fyrsta skóflustungan að húsakynnunum voru tekin fyrir skömmu. /VH Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í boxi, hefur uppi áform um stórtæka kannabisræktun á búgarði í Kaliforníu. MENNING&LISTIR Bjarni Harðarson. Bókin Þrautgóðir á raunastund – 1975–2000 eftir Steinar J. Lúðvíksson kom út nú fyrir jólin. Á árunum 1975–2000 fórust 384 Íslendingar í sjóslysum. Mun fleirum var þó bjargað úr sjávarháska, stundum eftir langa og skelfilega atburðarás þar sem líf sjómanna og björgunarmanna hékk á bláþræði. Hér er fjallað um níutíu af þeim sjóslysum sem áttu sér stað á þessu tímabili og má þar nefna þegar Suðurlandið fórst langt úti í hafi 1986, Helliseyjarslysið 1984, strand Pelagusar 1982, hetjudáðina í Vöðlavík 1993 og frækilega björgun þyrluáhafnar TF LÍF sem bjargaði 39 mönnum úr sjávarháska á nokkrum dögum 1997. Mörgum atburðanna lýsa menn sem hlut áttu að máli, ýmist sem björgunarmenn eða þeir sem bjargað var. Hér er á ferðinni áhrifamikil og oft átakanleg samtíðarsaga, einn af sviplegustu þáttum Íslandssögunnar. S t e i n a r J . Lúðvíksson er höfundur ritraðarinnar Þrautgóðir á raunastund sem kom út í nítján bindum á árunum 1969–1988 og naut fádæma vinsælda. Hér tekur hann upp þráðinn þar sem frá var horfið og fjallar um síðasta fjórðung tuttugustu aldarinnar. Þrautgóðir á rauna stund er 369 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut bókina um og Jón Ásgeir hannaði kápu. Bókin er prentuð í Finnlandi. Átakanleg samtíðarsaga

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.