Bændablaðið - 11.01.2018, Síða 43

Bændablaðið - 11.01.2018, Síða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018 nú í fyrstu a.m.k., sinna um 50 kúm og eru þrír saman með einn kúahóp upp á um 150 mjólkandi kýr. Til að taka svo við allri mjólk búsins hefur verið komið fyrir tveimur sílótönkum og tekur hver þeirra 40 þúsund lítra af mjólk. Stærstu tankbílar Arla, sem búið leggur inn mjólk hjá, taka 38 þúsund lítra og má því segja að hér sé gert ráð fyrir að bíllinn komi tómur og fari fullur í hvert skipti. Með frjálsa umferð Líkt og algengast er í dag þá er aðstaðan skipulögð þannig að umferð kúnna er frjáls, þ.e. þær geta sjálfar valið hvort eða hvenær þær fara í mjaltaþjóninn. Eins og alltaf er þá þarf að sækja nokkrar kýr í mjaltir og er vinnuaðstaðan fyrir það afar heppileg með sérstaka biðstíu við mjaltaþjónana sem er með sjálfvirkum hliðum og eftir að hún er tóm, þ.e. búið að mjólka biðkýrnar, opnast stían fyrir allar aðrar kýr. Þá eru þeir mjaltaþjónar sem sinna hverjum hópi kúa samtengdir þannig að ef kýr kemur inn í mjaltir og á t.d. að fara í sæðingu eða einhverja athugun þá vinna mjaltaþjónarnir saman og senda kúna inn í eina sameiginlega biðstíu. Þetta er gert með sérstökum tengihliðum sem eru á milli allra þriggja mjaltaþjónanna og virkar þannig að þeir eru staðsettir hver við endann á öðrum og ef t.d. kýr kemur inn í mjaltaþjóninn lengst til hægri og á að fara í biðstíu sem er lengst til vinstri þá er hún send út úr mjaltaþjóninum til hægri og inn í mjaltaþjóninn í miðjunni og svo áfram inn í mjaltaþjóninn lengst til vinstri og þar út í biðstíu. Þetta er afar heppilegt kerfi sem er nú orðið víða í notkun og sparar mikla vinnu. Hagkvæmni stærðarinnar Vallens gård er í dag með um tvö þúsund nautgripi og 750 mjólkandi en stefnt er að því að fjölga kúnum upp í 900 á komandi árum. Nautgripahluti búsins velti árið 2017 um 725 milljónum króna en þeir feðgar eru einnig í skógrækt og skilaði timbur- og kurlframleiðsla búsins um 120 milljónum íslenskra króna í veltu í fyrra. Þegar búið hefur náð að fjölga kúnum má reikna með því að velta búsins verði í kringum einn milljarð íslenskra króna og aðspurður um mikilvægi stærðarinnar sagði Jan-Erik að það fylgi því ótvíræður kostur að vera með umfangsmikinn rekstur. Þeir feðgar geti í krafti stærðarinnar gert afar hagstæða innkaupasamninga. Sem dæmi má nefna að búið kaupir í dag kjarnfóður fyrir um 100 milljónir króna á ári svo dagljóst er að búið er eftirsóknarverður viðskiptavinur kjarnfóðursalans. Þrír meginþættir borga fjárfestinguna Að sögn Jan-Erik áætla þeir feðgar að þessi nýja fjárfesting skili sér á grundvelli þriggja megin þátta: með bættu heilbrigði gripanna, auknum afurðum og lægri launakostnaði. Búið er í dag með 15 manns í vinnu, 11 sem vinni með gripina og 4 sem eru vélamenn, auk þeirra Jan-Erik og Henrik og er ekki áætlað að bæta við mannskapinn þrátt fyrir að kúnum muni fjölga og afurðirnar aukast. Nú þegar, nokkrum mánuðum eftir að mjaltaþjónarnir voru teknir í notkun, segir Jan-Erik að allt bendi til þess að áætlun þeirra gangi upp og að það muni ekki taka mörg ár fyrir fjárfestinguna að skila sér. Þannig hafi t.d. dagleg mjólkurframleiðsla aukist úr 33 kílóum mjólkur á dag á hverja kú í 37 kíló við það að skipta um mjaltatæknina enda eru kýrnar nú mjólkaðar tæplega þrisvar á dag að jafnaði í stað tvisvar. Mikilvægast að horfa í kostnaðinn En hvernig er hægt að byggja svona hratt upp á tiltölulega fáum árum? Jú, með því að horfa alltaf í kostnaðinn, segir Jan-Erik. Maður eigi ekki að horfa á tekjur búsins heldur kostnaðarhliðina og vera sífellt að leita að leiðum til þess að spara. Með því móti næst aukin framlegð og hagkvæmni. Í hvert skipti sem afurðastöðvaverðið hefur lækkað hafa þeir feðgar lækkað markvisst kostnað á sama tíma til þess að mæta lækkuninni. Þá er afar mikilvægt að gera sér vel grein fyrir því að örfáar krónur til eða frá geta skipt sköpum fyrir afkomu búsins. T.d. þá kaupi búið inn um 400 tonn af áburði árlega og ef tonnið hækkar um 1 þúsund krónur eru strax horfnar 400 þúsund krónur út úr rekstrinum. Auðhumla svf (AH) óskar að ráða ráðgjafa í mjólkureftirlit með aðstöðu á Akureyri. Viðkomandi yrði aðili að öflugu þverfaglegu teymi ráðgjafa í mjólkureftirliti AH sem hafa aðsetur á nokkrum stöðum á landinu. Um er að ræða fullt starf. Nánari upplýsingar Frekari upplýsingar um starfið veitir Jarle Reiersen verkefnastjóri í síma 854-6006 eða jarle@audhumla.is Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Umsóknir sendist á Jarle@audhumla.is Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2018 RÁÐGJAFI - MJÓLKUREFTIRLIT Starfs- og ábyrgðarsvið: Ráðgjafi fylgist m.a. með gæðum innviktaðar mjólkur, sinnir eftirfylgni með sýnatökum, gæðaskoðunum og ráðgjöf til mjólkurframleiðenda. Menntun og hæfniskröfur: • Menntun á sviði mjólkurfræði, búvísinda eða sambærilegt. • Haldgóð þekking á hreinlæti, mjöltum og mjaltatækni. • Gott vald á íslensku, talaðri og ritaðri. Æskilegt er að hafa góða þekkingu á öðru norðurlandamáli og ensku. • Góð almenn tölvukunnátta. • Þjónustulund og sveigjanleiki. • Sjálfstæð vinnubrögð og metnaður í starfi. • Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni. Samvinnufélag mjólkurframleiðenda Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 550 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf. Starfssvæðið Ísafjörður Akureyri Búðardalur Reykjavík Selfoss Egilsstaðir Starfssvæði Auðhumlu vinna við mjaltaþjónana þá er það einkar aðgengilegt eins og sjá má. Í hverjum hóp, sem mjólkaður er af þremur mjaltaþjónum, er sérstök biðstía við einn mjaltaþjóninn fyrir kýr sem þarf að sækja til mjalta. Þegar stían er tóm opnast hliðgrindin sjálfkrafa og þar með geta aðrar kýr nýtt mjaltaþjóninn. Um árabil hefur Heyrnartækni veitt þjónustu víðs vegar um landið. Við bjóðum upp á mikið úrval vandaðra heyrnartækja í ólíkum verðflokkum. Kannaðu hvenær Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður næst í nágrenni við þig. Fáðu heyrnartæki til prufu Akureyri | Borgarnes| Egilsstaðir| Ísafjörður| Reykjanesbær| Sauðárkrókur | Selfoss Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.